Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2023, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2023, Blaðsíða 12
12 | | 9. nóvember 2023 Hæfileikakeppnin Skjálftinn verður haldin í þriðja sinn þann 11. nóvember næstkomandi. Í ár fengu allir skólar á Suðurlandi, frá Þorlákshöfn að Höfn í Hornafirði boð um þátttöku og voru alls sjö skólar sem skráðu sig til keppni. Skjálftinn byggir á hugmynda- fræði Skrekks sem haldinn hefur verið í Reykjavík í meira en 30 ár. Markmið Skjálftans er að efla sköpunargáfu, kenna ungmenn- um að hugsa út fyrir rammann og að þjálfa þau í markvissu og langvinnu hópastarfi. Einnig gefur Skjálftinn ungmennum kost á að kynnast ólíkum störfum innan sviðslista og getur þátttaka í svona verkefni hjálpað nemendunum við að styrkja sjálfsmynd þeirra og efla þau félagslega. Hugmyndin að atriðinu kem- ur frá nemendunum sjálfum í skapandi ferli. Það er mikil hugmyndavinna á bakvið verkið og krakkarnir skrifuðu öll nokkrar hugmyndir niður á blað og völdu í sameiningu þær hugmyndir sem þeim langaði til að skapa og blönduðu hugmyndum saman í eitt atriði. Með þessu verkefni fá ungmennin okkar tækifæri til að koma fram boðskap, þau geta komið á framfæri einhverju sem þeim brennur í hjarta og þau vilja að aðrir taki til sín. Emma Bjarnadóttir og Birta Marinósdóttir leiða hópinn í ár. Eyjafréttir heyrðu í Emmu og spurðu hana út í verkefnið. Emma segir að starf leiðbein- anda sé að leiða vinnuna en stjórna ekki neinu tengdu atriðinu sjálfu. Leiðbeinandi aðstoðar nemendurna í hugmyndavinnunni, setur fram verkefni til að hjálpa þeim í sköpunarferlinu og leið- beinir þeim í að halda mark- visst áfram með verkið. Helsta áskorunin er að finna út hvernig krökkunum finnst best að koma hugmyndum sínum á framfæri og að þeim líði vel með að segja sína skoðun, allir eiga að hafa rödd í sköpunarferlinu. Emma fékk hana Birtu Marinósdóttur í lið með sér til að leiðbeina í þessu áhugaverða og skemmtilega verkefni. Hvernig fékkst þú þetta verkefni? Ég er búin að vera í afleysingum sem danskennari í grunnskólanum á yngsta stigi síðan í janúar. Á síð- ustu önn fékk ég einnig tækifæri til að leysa af í leiklistar valáfanga á unglingastigi og kom þetta verk- efni upp í framhaldinu af því. Fer mikil vinna í þetta? Já, það fer rosalega mikil vinna í þetta, en þetta er alveg hrika- lega flottur hópur sem stendur á bakvið atriðið og þau hafa öll sín verkefni sem þau bera ábyrgð á, út frá þeirra áhugasviði. Það eru svo fjölbreytt hlutverk í boði, markaðsmál og samfélagsmiðlar, leikstjórn, handritshöfundur, dans- höfundur, tæknimál, smink og hár, búningahönnun, sviðstjóri, leikari og dansari. Þau sinna sínum hlut- verkum vel og eru metnaðarfull með verkefni sín. Það fór langur tími í undirbúningsferlið sem samanstóð af hugmyndavinnu til að mynda atriðið sjálft, æfing- um til að hrista hópinn saman og mynda traust innan hópsins. Síðustu æfingar hafa farið í að fínpússa atriðið og lagfæra það sem að gengur ekki upp. Ertu að taka þátt í þessu í fyrsta skipti? Já, þetta er fyrsta skipti sem Grunnskóli Vestmannaeyja tekur þátt í Skjálftanum. Við Birta eigum báðar langa sögu í Leikfélagi Vestmannaeyja svo við þekkjum vel sköpunarferlið á leikverki og erum að nýta okkur þá reynslu inn í þetta verkefni. Hvernig leggst þetta í þig? Þetta leggst alveg ótrúlega vel í mig. Ég er alveg rosalega ánægð með hópinn og mér finnst þau vera að sinna sínum hlutverkum vel og eru metnaðarfull í sínum ábyrgðarhlutverkum. Hafa æfingar gengið vel? Já æf- ingar hafa gengið mjög vel, þetta er svo flottur hópur og þau vinna vel saman. Hugmyndavinnan var stór partur af æfinga tímabilinu og það var virkilega gaman að sjá hversu vel þeim gekk að blanda saman mismunandi hugmyndum sem myndaði síðan loka atriði. Hversu margir taka þátt í Skjálfta frá Vestmannaeyjum? Það eru í kringum 30 nemendur sem koma að atriðinu. Verður farin hópferð á Skjálfta? Já við erum að stefna á það. Nemendafélagið er að vinna að því að skipuleggja ferð um þessar mundir. Verður hægt að horfa á þetta í sjónvarpinu? Keppnin verður sýnd í beinni á Rúv laugardaginn 11. nóvember kl 20:00 Er hægt að fylgjast með ferlinu? Krakkarnir eru með instagram aðgang sem þau nota til að sýna frá ferlinu og viljum við hvetja alla til að leita af þeim og fylgjast með: @Skjalftinn.grv. Markmið Skjálfta að efla sköpunargáfu og hugsa út fyrir rammann DÍANA ÓLAFSDÓTTIR diana@eyjafrett ir. is Hópurinn sem tekur þátt í Skjálfta í ár. Hópurinn hefur lagt mikla vinnu í verkefnið. Hér má sjá hluta á æfingu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.