SÍBS blaðið - 01.06.2023, Blaðsíða 5

SÍBS blaðið - 01.06.2023, Blaðsíða 5
5 2. tbl. 2023 staklingsbreytileikinn er mikill en engu að síður þarf að taka tilllit til þessara þátta við val meðferðar. Það er svo sem skiljanlegt út frá hagkvæmnissjónarmiði að margar rann- sóknir, til dæmis á virkni lyfja eru gerðar á körlum. Það eru jú miklu fleiri breytur sem taka þarf tillit til í líkama kvenna og dýrari og flóknari rannsóknir. En með nútíma þekkingu er ekki réttlætanlegt að sætta sig við slík vinnubrögð og við tökum fagnandi auknum fjölda rannsókna sem taka tillit til breyti- leika ólíkra kynja sem víkka sjóndeildarhring okkar og leiðir vonandi til aukinna framfara. Sérstakir kvensjúkdómar Þriðja ástæða þess að tímabært er beina sjónum að heilsu kvenna innan heilbrigðiskerfisins er að þessu hormónastýri- kerfi og kvenlíffærum fylgja sjúkdómar sem herja sérstaklega á konur. Skort hefur á heildstæða nálgun við slíka sjúkdóma sem hafa áhrif í öllum kerfum. Sem dæmi um slíka sjúkdóma má nefna fjölblöðrueggjastokka heilkenni (e. polycystic ovarian disease, PCOS), legslímuflakk ( e. endometriosis) og fitubjúg (e. lipedema). Allir þessir sjúkdómar hafa víðtæk áhrif á heilsu kvenna sem lifa með þessum sjúkdómum. Ein- kenni geta verið frá mörgum líffærakerfum og komið fram með margvíslegum hætti. Stundum er greining sjúkdóma augljós þegar á annað borð er leitað eftir þeim. En stundum eru einkenni ódæmi- gerð og óljós. Mismunandi hormónastaða á hverjum tíma getur verið ein ástæða þess að einkenni sveiflast til og gera greininguna óljósari. Orsökin getur líka verið vegna þess hve mörg líffærakerfi geta átt hlut að máli og geta einkenni þannig skarast við einkenni fjölda annarra sjúkdóma. Margar konur lýsa því að hafa þurft að leita oft eftir þjónustu innan heilbrigðiskerfisins til að fá rétta greiningu og viðeigandi meðferð við sjúkdómum sem herja sérstaklega á konur. Er þetta sjúkdómur sem á heima hjá kvensjúkdómalæknum, inn- kirtlasérfræðingum, skurðlæknum, heimilislæknum eða hvert á að leita? Eins og heilbrigðisþjónustan er byggð upp í dag eru líkamar okkar hólfaðir niður í líffærakerfi og hvert um sig annast sérfræðingur í viðkomandi kerfi. Í ljósi þeirrar miklu þekkingar sem til staðar er og þeirra hröðu framfara sem eiga sér stað í læknisfræði er ekki verið að draga úr nauðsyn þess að til staðar séu slíkir sérfræðingar, síður en svo. En um leið skapast hætta á að heildarsýnina vanti þó hver um sig sinni sinni vinnu á framúrskarandi hátt. Sérstaða heimilislækna er að horfa til allra þátta heilsunnar hjá einstaklingum allt ævi- skeiðið og finna heildarmyndina, þar á meðal að púsla saman áliti hinna ýmsu sérfræðinga í öðrum sérgreinum. En með óeðlilegu álagi á heilsugæslu eins og staðan er nú næst illa að sinna þessum mikilvæga hluta heimilislækninganna. Konur leita að jafnaði meira eftir þjónustu heilbrigðis- kerfisins og áleitin verður sú spurning um hvort hluta skýr- ingarinnar sé að finna í því að einkenni þeirra eru tilkomin frá ólíkum líffærakerfum. Þess vegna getur þurft að leita til margra sérgreina með einkennin áður en þeim er púslað saman í heildarmynd. Er þarna ein leið til að minnka álag á heilbrigðiskerfið og um leið bæta heilsu? Við þessu er auð- vitað ekki eitthvert eitt svar en vert að leiða hugann að því. Þannig tökum við aukinni umfjöllun um kvenheilsu fagnandi og horfum bjartsýn fram á veginn um að enn séum við að horfa fram á framfarir í heilbrigðisþjónustunni og skapa heim betri heilsu og betri lífsgæða. JÁ VIÐ LÍFI ÁN AUKAEFNA

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.