SÍBS blaðið - 01.06.2023, Blaðsíða 9

SÍBS blaðið - 01.06.2023, Blaðsíða 9
9 2. tbl. 2023 konur vilja ekki eða þurfa ekki að nota hormóna. Aðrar segja hormóna hafa bjargað lífi sínu. Eins og með annað er þetta afar einstaklingsbundið og hver kona ætti að hafa rétt á ítarlegri fræðslu um ávinning og áhættu hormónauppbótarmeðferðar svo hún geti tekið upplýst val. Frá árinu 2002 ríkti mikill ótti um notkun hormónauppbótarmeðferðar í kjölfar birtingar á stórri rannsókn sem sýndi fram á auknar líkur á brjóstakrabba- meini og hjarta- og æðasjúkdómum meðal kvenna sem notuðu hormónauppbótarmeðferð. Milljónir kvenna hættu á horm- ónum og óttinn blundaði bæði í konum og læknum næstu tvo áratugi. Í dag er hormónauppbótarmeðferð ekki einungis talin minna skaðleg en áður var haldið, heldur getur hún haft heilsu- bætandi áhrif fyrir framtíðarheilsu og vinnur til að mynda gegn beinþynningu og verndar gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Það getur skipt máli hvernig hormónameðferð er valin. Í dag er vinsælt að nota meðferð sem inniheldur hormóna sem líkjast eigin hormónum líkamans, svokallaða „body identical“ hormónameðferð. Þá er estrógen notað um húð með geli eða plástri og svokallað míkróníserað prógesterón tekið inn sem hylki að kvöldi. Þessi hormónameðferð eykur ekki líkur á hjarta- og æðasjúkdómum og hætta á brjóstakrabbameini er ekki aukin á fyrstu 5 árum notkunar. Einnig má nota horm- ónalykkjuna sem inniheldur prógesterón ásamt því að nota estrógen í formi pillu, plásturs eða gels. Hormónalykkjan býr yfir þeim kosti að virka einnig sem getnaðarvörn auk þess sem hún dregur verulega úr miklum tíðablæðingum. Konur sem upplifa litla eða enga kynlöngun þrátt fyrir meðferð með estrógeni og prógesteróni gætu haft gagn af því að bæta við meðferð með testósteróni. Svefn Svefntruflanir eru algengar á breytingaskeiði og geta haft neikvæð áhrif á heilsu og daglegt líf. Grunnatriði að góðum svefni er að temja sér góðar svefnvenjur og reglulega svefn- rútínu. Hugræn atferlismeðferð (HAM) er áhrifarík leið við langvarandi svefnvanda og ætti að vera fyrsta val samkvæmt Alþjóða heilbrigðismálastofnunni (WHO). Svefnlyf ættu alltaf að vera skammtíma úrræði. Hormónauppbótarmeðferð getur bætt svefn kvenna á breytingaskeiði þar sem lækkun kyn- hormóna hefur oft neikvæð áhrif á svefn. Ekki má gleyma að útiloka aðrar orsakir svefnvanda eins og kæfisvefn, andlega vanlíðan og langvinna verki. Streituminnkun Á breytingaskeiði geta konur orðið viðkvæmari fyrir álagi og streituþröskuldurinn lækkað. Virkar og öflugar konur geta fundið vanmátt því þær valda ekki eins miklu og áður og það getur haft áhrif á sjálfsmyndina. Einkenni kulnunar eru algeng á þessu lífsskeið. Því er mikilvægt að vera meðvituð um eigin líkama og líðan og finna leiðir til að hægja á streitukerfinu og hlúa að sér. Hver kona þarf að finna sína leið, hvort sem það er öndun, núvitund, jóga, að vera í náttúrunni, stunda sjóböð eða bara eitthvað allt annað. Jafnvægi milli anna og hvíldar skiptir miklu og nauðsynlegt getur reynst að forgangsraða verkefnum lífsins. Hormónauppbótarmeðferð Hormónauppbótarmeðferð er mest rannsakaða meðferðin og sú áhrifaríkasta við einkennum breytingaskeiðsins. Sumar Fáðu góðar vörur á góðu verði og láttu gott af þér leiða – þá vinna allir! Múlalundur | Vinnustofa SÍBS Reykjalundur | 270 Mosfellsbær Sími 562 8500 www.mulalundur.is Möppur Úrval af möppum í öllum stærðum og gerðum Handavinna Við getum pakkað, brotið, merkt og ýmislegt annað Allt fyrir skrifstofuna Ritföng, pappír og aðrar skrifstofuvörur Kíktu á heimasíðu múlalundar – www.mulalundur.is Þú pantar og við sendum til þín hvert á land sem er Pappírspokar Með og án áletrunar – margar stærðir og litir

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.