SÍBS blaðið - 01.06.2023, Blaðsíða 6
6
SÍBS-blaðið
Breytingaskeið kvenna hefur löngum verið sveipað dulúð og
leynd en líka sætt fordómum og skömm. Þetta lífeðlisfræði-
lega ferli sem allar konur fara í gegnum hefur einnig verið
sjúkdómsvætt eða fagnað með athöfnum, allt eftir menningu
og samfélögum. Í okkar vestræna samfélagi hefur þekkingu
á breytingaskeiði kvenna lengi verið ábótavant og umræðan
verið af skornum skammti. Mikil vitundarvakning hefur átt
sér stað síðustu misserin sem hefur skilað sér til Íslands.
Þjónusta fyrir konur á breytingaskeiði hefur stóraukist með
sértækri fræðslu og ráðgjöf. Konur eru duglegar að leita sér
þekkingar og úrræða við einkennum sem leiðir til valdeflingar
og bættrar heilsu og lífsgæða.
Á blæðingum
Flestar konur byrja á breytingaskeiði (e. perimenopause) milli
fertugs og fimmtugs. Það kemur sumum á óvart að einkennin
byrja oftast þegar konur eru enn á blæðingum og lítið farnar
að hugleiða breytingaskeiðið. Breytingaskeiðið er mislangt
og getur varað allt frá 1-2 árum upp í 10-20 ár. Hjá flestum
konum varir það um 5-7 ár. Breytingaskeiðinu lýkur með
tíðahvörfum (e. menopause), en tíðahvörfin eru sá tími þegar
kona hefur ekki haft blæðingar í eitt ár samfellt. Meðalaldur-
inn fyrir tíðahvörf er 51-52 ár. Um 5% kvenna fer á tíðahvörf
fyrir 45 ára aldur af ólíkum ástæðum og kallast það snemm-
komin tíðahvörf (e. early menopause). Mikilvægt er að greina
snemmkomin tíðahvörf hjá konum og veita þeim viðeigandi
meðferð. Tímabilið sem tekur við eftir tíðahvörfin kallast
eftirtíðahvörf (e. postmenopause) og þau vara út lífið.
Birtingarmynd einkenna er afar einstaklingsbundin.
Einungis 10-15% kvenna finna lítil sem engin einkenni. Meiri-
hluti kvenna upplifir einhver eða meðalmikil einkenni og um
þriðjungur upplifir veruleg einkenni sem hafa áhrif á lífsgæði
og daglegt líf. Upplifun kvenna af breytingaskeiðinu er háð
fjölmörgum og ólíkum áhrifaþáttum. Erfðir, menning, heilsa,
lífsstíll, lífsviðhorf, stuðningur og lífsreynsla eru dæmi um
þætti sem geta haft mikil áhrif á upplifun kvenna og hvernig
þær fara í gegnum skeiðið.
Meta ætti út frá einkennum hverrar konu hvort hún sé
á breytingaskeiði. Blóðprufur gefa takmarkaðar upplýsingar
þar sem kynhormónin flökta dag frá degi og jafnvel innan
sama dags. Blóðprufa gefur því einungis til kynna það magn
kynhormóna sem mælist á því augnabliki sem hún er tekin.
Því er almennt ekki mælt með að nota blóðprufur til grein-
ingar á breytingaskeiði. Undantekning frá þessu eru konur
á snemmkomnum tíðahvörfum (fyrir 45 ára aldur) þar sem
nauðsynlegt er að útiloka aðrar ástæður og sjúkdóma sem
orsakað geta ótímabær tíðahvörf.
Kynhormónin
Kynhormón kvenna, estrógen, prógesterón og testósterón
gegna mörgum hlutverkum í líkama kvenna. Aðalhlutverk
þeirra tengist frjósemi og meðgöngu, en á frjósemisskeiði
dansa kynhormónin sinn taktfasta mánaðarlega dans hjá
flestum konum kringum egglos og blæðingar. Kynhormónin
gegna einnig fleiri mikilvægum hlutverkum eins og að vernda
beinin og viðhalda heilbrigði hjarta og æða, sem og heila- og
taugakerfis svo fátt eitt sé nefnt.
Á breytingaskeiði fækkar egglosum og frjósemi minnkar.
Þetta veldur því að kynhormónin, sem framleidd eru í eggja-
stokkum, fara að flökta og magn þeirra í líkamanum lækkar.
Hormónakerfið er nátengt öðrum líffærakerfum og því geta
þessar breytingar á hormónaframleiðslu valdið ýmsum ein-
kennum, bæði líkamlegum sem andlegum. Eftir tíðahvörf
kemst meira jafnvægi á kynhormónana og þá dregur úr ein-
kennum hjá langflestum konum. Því er mikilvægt að muna að
breytingaskeiðið er tímabundið ástand sem líður hjá.
Hvers má vænta?
Fyrstu einkenni breytingaskeiðs eru oft breytingar á
blæðingum. Blæðingar verða ýmist minni eða meiri og tíða-
hringurinn styttri eða lengri. Önnur algeng einkenni eru hita-
og svitaköst, svefntruflanir og breytingar á skapi og andlegri
Breytingaskeið kvenna
Sólrún Ólína Sigurðardóttir
hjúkrunarfræðingur Kvenheilsu
Heilsugæslu höfuðborgar-
svæðisins
Steinunn Zophoníasdóttir
ljósmóðir Kvenheilsu Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins
Grein