SÍBS blaðið - 01.06.2023, Blaðsíða 19
19
2. tbl. 2023
blöðruna). Þetta kerfi getur „bilað“ eins og annað í líkamanum
og orðið til ástand þar sem fólk finnur ekki hvenær blaðran
er orðin full og getur hún þá tæmst ósjálfrátt þegar hún hefur
náð ákveðinni fyllingu. Streita getur haft áhrif á þetta kerfi
og verður tíðni þvagláta þá meiri en góðu hófi gegnir. Þvag-
færasýkingar geta einnig valdið þörf fyrir tíðari þvaglát, sem
tengist líka skyntaugum blöðrunnar.
Ytri truflun
Sem fyrr segir getur aukinn utanaðkomandi þrýstingur á
þvagblöðruna komið af stað þörf fyrir að tæma blöðruna, rétt
eins og aukinn þrýstingur innan í blöðrunni vegna aukins
magns af þvagi. Einkenni þess fyrrnefnda eru að fólki finnst
það þurfa að losa þvag ört, en það kemur lítið magn í einu.
Stundum er augljóst hvaðan þessi utanaðkomandi þrýstingur
kemur, en stundum ekki. Sjúkraþjálfarar eru oft að leita eftir
spenntum svæðum, sem geta valdið auknum þrýstingi eða
togi staðbundið eða á svæði lengra frá spennta svæðinu.
Oftar en ekki tengist þessi vinna leitinni að orsök mismunandi
vandamála í stoðkerfinu. En kraftar færast ekki eingöngu
á milli svæða í stoðkerfinu, heldur geta þeir einnig valdið
togi eða þrýstingi inn í líffærin okkar. Stoðkerfið og líffærin
tengjast til dæmis með liðböndum og himnum (fascium), auk
þess sem vöðvar getað breytt umhverfi líffæranna, til dæmis
með því að toga beinagrindina í skakka stöðu. Ósjaldan hef ég
í mínu starfi séð slíkt tog eða þrýsting hafa áhrif á þvagblöðr-
una og við að meðhöndla þessa togkrafta í stoðkerfinu, þá
kemst á eðlilegra ástand á umhverfi og stjórnun þvagblöðr-
unnar. Í sumum tilfellum batnar tæmingageta þvagblöðrunnar
við slíka meðferð, sem aftur minnkar líkur á blöðrubólgu.
Ekki eins fyrir alla
Lausnin á vandamálum sem tengjast þvagblöðrustjórnun, þar
með talið þvagleka, er því ekki sú sama fyrir alla. Fyrst þarf
að finna út orsakaþættina og vinna þannig að lausn vandans.
Það sem ég hef talið upp hér að framan sem mögulegar orsakir
fyrir slíkum vanda eru: 1) Kraftlitlir grindarbotnsvöðvar, 2) of
hæg spenna í grindarbotnsvöðvum, 3) of mikil spenna í sumum
grindarbotnsvöðvum, 4) truflun á hreyfitaugar sem stjórna
grindarbotnsvöðvum, 5) truflun á skyntaugar þvagblöðrunnar,
6) togkraftar frá stoðkerfinu sem valda þrýstingi, togi eða
skekkjur í umhverfi þvagblöðrunnar. Skekkja í umhverfi þvag-
blöðru (gjarnan skekkja í mjaðmagrind) getur valdið því að
blaðran er skökk í grindarholinu, sem getur valdið því að hún
nær ekki að tæmast alveg við þvaglát. Slíkt ástand eykur líkur á
blöðrubólgu.
Af ofangreindu má sjá að þvagleki og fleiri vandamál
tengd þvagblöðru, geta orsakast af stoðkerfisvandamálum og
þarf því að finna lausn á þeim út frá stoðkerfinu. Það er þó
alls ekki eina ástæða þvagvandamála, en ef til vill orsök sem
mætti skoða betur og á fjölbreyttari hátt en nú er almennt
gert, við meðhöndlun þessara vandamála.
Heimildalisti birtist með textanum í greinasafni SÍBS á
sibs.is