Mosfellsblaðið - 01.09.1998, Síða 7

Mosfellsblaðið - 01.09.1998, Síða 7
Með Kiwaiiis lil Kiwanisklúbburinn Geysir efndi til haustferðar til Evr- ópu þriðja haustið, nú til Ungverjalands eins og í fyrra. Farið var 23. ágúst með Junibo breiðþotu Atlanta frá Keflavík til Miinchen, þar sem Grétar Hansson á Blika- stöðum beið með rútu frá Kynnisferðum. Þar kom um borð Ungverjinn Ferenc Utassy, íslenskumælandi, en hann var fararstjóri ásamt Gylfa Guðjónssyni í þessari ferð. Gist var á sveitahóteli í Austurríki fyrsta kvöldið og morguninn eftir ekið gegn um ungversku landamærin til Balaton vatnsins þar sem gist var á friðsælu hóteli í fimrn nætur. Þaðan var farið í ýmsar ferðir, eða dvalið í róleg- heitum við vatnið eða þá rölt um göngugötuna. Verðlag á öllu er vægast sagt afar hagstætt og kunnu íslendingar vel að meta góða vöru við lágu verði. Hæst bar skógarferð, sem farin var í boði Debreceni Istvan, en hann er framkvæmdastjóri fyrir miklu fyrir- tæki sem veltir um 2 milijörðum ísl. kr. á ári, stundar skógrækt og skógarhögg, trjáiðnað upp í húsgagnafram- leiðslu, selur viliidýraveiðar og tekur á móti veiðimönn- um í mat og gistingu. Landssvæði fyrirtækisins er um 56 þús. hektarar. Istvan hafði verið á ferð hér á landi í júní með Ferenc og furðað sig á hve skammt skógrækt er hér komin á veg, langar hann að fá hér land til skógræktar og er því vísað til Skógræktarfélagsins hér. Ungverjalands Istvan t.h. ásaml aðstoðarmönnum sínum, semgerðu allt Þetta var í fyrsta sinn sem Istvan prófar að taka á móti svo stórum hópi fólks, yfir 50 manns. Þetta tókst afar vel, fyrst var boðið í vínkjallara, síðan í fallegt skógarhús í gúllassúpu, sem reyndar var þessi fína kjötsúpa, elduð í stórum potti úti á túni yfir hlóðum. Þá var skoðuð skógrækt og sýnt skógar- til að hafa gesti sína áncegða. Skógarhúsið, sem kvöldverðurinn var Hljómsveitin lék undurþyð lög við kvöldverðiim. högg, sem var mjög tilkomumikið atriði. Einnig var farið í hestakerrur um skógarsvæði, skotið af alvörurifflum á skotbökkum, sunvar konurnar voru að skjóta úr riffli í fyrsta sinn. Síðan var tilkomumikill kvöldverður rneð liljómsveit og tilheyrandi í afar fallegu húsi í skóginum, stór arineldur í miðju húsi. Þessari skemmtiiegu ferð lauk með gistmgu á hóteli viðVín og síðan var haldið heirn á leið meðAtlanta breið- þotunni frá Miinchen 30. ágúst. Ferðalangaritir við stóra giíUaspottinn yfir eldstónni. FRAMKÖLLUN MOSFELLSBÆ Þverholti 9 Sími: 5668283 Framköllum bœði lit og svarthvítar filmur. Tökum eftir slidesmyndum og nú getum við líka tekið passamyndir Vönduð vinna - Lipur þjónusta • Opið mánudaga - föstudaga frá kl. 10-18 jSÆk 566-8555 Fjölskyldutilboð 16" með tveimur áleggs- tegundum, hvítlauksolía, 2 Icoke og lítið hvítlauks- eða kryddbrauð. 1.690,- Ásamtfleiritilboðum Þverholti 2, Kjarna VloslvllsliUiöiö o

x

Mosfellsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.