Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 09.01.2014, Side 2

Bæjarblaðið Jökull - 09.01.2014, Side 2
Enn eitt árið er liðið og hraðar en nokkru sinni. Það verður að viðurkennast að eftir því sem maður eldist, því hraðar virðast árin líða. En árið 2013 var viðburðaríkt þó það liði hratt. Margs er að minnast frá árinu og engan veginn hægt að gera því öllu skil hér en í mínum huga þá var margt skemmtilegt sem gerðist og byrja ég á því að nefna það að í fyrsta sinn tók meistaraflokkur karla hjá Víkingi í Ólafsvík þátt í efstu deild karla í fótbolta. Það að upplifa flest alla leiki sumarsins og þann góða stuðning sem liði fékk allstaðar frá er ógleymanlegt og þrátt fyrir að maður hefði viljað að árangurinn hefði verið betri þá náðist að mínu mati það markmið sumarsins hjá stuðningsmönnum liðsins, að hafa gaman af og styðja sitt lið í blíðu og stríðu. Það eru engar ýkjur að allstaðar sem Víkingur fór í sumar þá var eftir því tekið hversu öflugan stuðning liðið hafði og í lok sumars voru stuðningsmenn Víkings valdir bestu stuðningsmenn Pepsídeildar karla 2013 sem kom mér ekkert á óvart, svo frábærir voru þeir. Á árinu tók meistaraflokkur kvenna hjá Víkingi Ólafsvík í fyrsta skipti þátt í Íslandsmóti og var afar gaman að fylgja með þessum góða hópi sem var að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Uppistaða hópsins eru ungar stúlkur, ásamt reynsluboltum, sem eiga framtíðina fyrir sér í fótboltanum og verður gaman að fylgjast með þeim á næstu árum. Það var gaman var að sjá hversu góð mæting var á heimaleikina hjá stelpunum og verð ég að hrósa íbúum á Snæfellsnesi fyrir góðan stuðning við liðið. Það er svo mikils virði því kvennaboltinn hefur átt undir högg að sækja víða. Það er afar mikilvægt í íþróttum og í lífinu öllu að gera ekki upp á milli kynja. Það skiptir miklu máli að stúlkur og drengir upplifi að bæði kyn hafi sömu möguleika að ná árangri í lífinu. Til þess að svo megi verða þá verðum við sem eldri erum að hafa það ofarlega í huga og gera ekki upp á milli. Skilaboðin mega ekki vera þannig að stelpur séu komnar til að vera með en drengirnir til að ná árangri. Það á ekki að flokka vegna kyns heldur skulum við styðja alla okkar einstaklinga til að ná eins langt og hæfileikar og geta leyfa. En að öðru. Ólafsvíkurvaka var haldin á árinu og var gaman að taka þátt í henni nú sem fyrr. Það er alls ekki sjálfgefið að einstaklingar í bæjarfélaginu séu tilbúnir til að leggja á sig mikla vinnu til þess að svona hátíð megi verða okkur öllum til skemmtunar. En í ár eins og frá upphafi Ólafsvíkurvöku og þar á undan Færeysku daganna þá komu fram einstaklingar sem voru tilbúnir í verkið og langar mig að þakka þeim fyrir frábæra skemmtun. Gestir frá vinabæ okkar Vestmanna í Færeyjum heiðruðu okkur með nærveru sinni í ár. Gaman var að fá þau til okkar og er sambandið við Vestmanna að styrkjast með ári hverju. Í haust komu svo fulltrúar frá Færeyska Kommunufélaginu (sveitarstjórnarsambandsins) til að kynna sér hvernig við rekum málefni aldraða hér í Snæfellsbæ en bæjarstjórinn í Vestmanna situr þar í stjórn. Hjá Snæfellsbæ var ýmislegt um að vera á árinu og þar ber hæst framkvæmdir vegna breytinga á sundlauginni í Ólafsvík en þær framkvæmdir fela í sér að allur búnaður varðandi sundlaugina er endurnýjaður og byggð aðstaða utandyra með heitum pottum og vaðlaug svo eitthvað sé nefnt. Hafist var handa við að gera göngustíg milli Rifs og Ólafsvíkur og naut Snæfellsbær stuðnings við það verkefni frá Framkvæmdasjóði ferðamanna og Vegagerðinni. Þessi framkvæmd á eftir að verða mikil lyftistöng fyrir svæðið og ekki síst þá sem stunda útivist. Þarna opnast möguleiki fyrir gangandi, hlaupandi og hjólandi vegfarendur sem og hestamenn til að stunda sína hreyfingu við mun meira öryggi en verið hefur. Bind ég miklar vonir við þetta verkefni og á von á því að þessari framkvæmd verði vel tekið þegar hún verður tilbúin Nýtt hafnarhús var tekið í notkun á árinu í Rifi og gerbreytir það allri vinnuaðstöðu hjá hafnarvörðum en eldra húsið var barn síns tíma og orðið ansi lúið. Fleiri hafnarframkvæmdir voru á árinu og þá ber að nefna að í Ólafsvík var steypt gatan við Gilbakka (Suðurþilið) og ýmislegt fleira var gert í umhverfismálum á hafnarsvæðunum. Haldið var áfram með viðhald á skólahúsnæði Snæfellsbæjar og í ár var suðuhlið skólans í Ólafsvík einangruð og klædd en mikil þörf var á að fara í þessa framkvæmd til að koma í veg fyrir það að vatn kæmist inn í skólastofur. Snæfellsbær ásamt öðrum sveitarfélögum á Snæfellsnesi var þátttakandi í svokölluðum Svæðis­ garði en vinnu við það verkefni á að ljúka á á árinu 2014 og þá þurfa sveitarfélögin að ákveða hvað verði gert með verkefnið, þ.e. hvernig framhaldið verði. Á árinu var sett upp aðstaða í Engihlíð 18 fyrir leikskólann í Ólafsvík en sú staða kom upp að núverandi húsnæði dugði ekki til að koma öllum börnum sem voru orðin 2 ára fyrir í leikskóla en með þessari nýju aðstöðu tókst að koma öllum börnum á þessum aldri og eldri fyrir. Sú staðreynd að hér sé svona mikill fjöldi barna er afar ánægjuleg og segir í raun mikið um mannlífið á svæðinu. Snæfellsbær tók þátt í því að stækka áhorfendastúkuna við Ólafs víkur völl með fjárfram lagi auk annarra minni fram kvæmda sem þar þurfti að vinna á svæðinu. Fleiri verkefni er hægt að tína til eins og verkefni sem hefur vinnuheitið „Efling á atvinnu­Sveitavegurinn“ en það verkefni gengur út á það að efla svæðið sunna megin við Jökul og er þetta samstarfsverkefni með sveitarfélögunum á svæðinu. Ef ég fer nokkrum orðum um fjár­ hagsstöðu Snæfellsbæjar þá er hún nokkuð góð og var skuldahlutfallið 92% sem þykir nokkuð gott hjá sveitarfélögum á Íslandi og á árinu 2013 lenti Snæfellsbær í 3 sæti blaðsins Vísbendingar yfir svokölluð „Draumasveitarfélög“ með einkunnina 7,2 og hafði hækkað úr 6,8 frá árinu áður. Vonbrigði ársins snéru að Gufuskálum. Starf björgunarsveita um allt land er mikið og oftar en ekki erum við minnt á hversu mikilvægt starf sveitanna er og það er afar ánægjulegt að til sé fólk sem er tilbúið allan sólarhringinn að bregðast við þegar kallið kemur. Því var það afar sérstakt að að fylgjast með niðurrifi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á rústabjörgunarsvæðinu á Gufu­ skálum á árinu. Þessi ákvörðun forystumanna Landsbjargar er alveg óskiljanleg, að eyðileggja eina rústabjörgunarsvæðið sem til er á landinu og sem af mörgum var talið eitt af þeim bestu í heiminum. Á Gufuskálum var búið að fjárfesta fyrir tugi milljóna í rústabjörgunarsvæðinu og komu þangað aðilar til æfinga í rústabjörgun bæði innlendir og erlendir. Þessi björgunarpólitík hjá forystumönnum Landsbjargar Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og dreift á hvert heimili í Snæfellsbæ og Grundarfirði. Blaðið kemur út vikulega. Upplag: 1.100 Áb.maður: Jóhannes Ólafsson Prentun: Steinprent ehf. Sandholt 22a, Ólafsvík 355 Snæfellsbæ Netfang: steinprent@simnet.is Sími: 436 1617 Árið er liðið....

x

Bæjarblaðið Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.