SÍBS blaðið - 01.10.2022, Side 6

SÍBS blaðið - 01.10.2022, Side 6
SIBS-blaðið Helstu sjúkdómar í meltingarveginum Vélinda. Algengastl sjúkdómur í vélindanu er bakflæði (e. gastro-esophageal reflux disease). Magasýran fer upp í vélindað í óeðlilega miklum mæli. Ekki er að fullu Ijóst hvers vegna sumir sjúklingar verða fyrir árás sýru úr maganum. Áhættuþættir eru m.a. þindarslit (e. hital hernia), þ.e. að neðri hringvöðvinn í vélindanu nær ekki að koma í veg fyrir að óeðlilegt magn af magasýru leiti upp í vélinda. Þannig eru maga-vélindamörkin í brjóstholinu en ekki á mörkum kviðar- hols og brjósthols. Einnig eykur offita áhættu á bakflæði. Brjóstsviði er aðaleinkenni við bakflæði en við alvarlegri sjúkdóm geta sjúklingar fengið magainnihald upp í munnhol og kallast það einkenni nábýtur í daglegu tali. Samkvæmt spurningalistakönnunum upplifir stór hluti almennings brjóst- sviða a.m.k. einu sinni í mánuði. Hins vegar er ekki hægt að segja að fólk sé með bakflæðissjúkdóm nema einkenni séu til staðar oft í viku og að þessi einkenni valdi án meðferðar verulegri versnun á lífsgæðum. Flestir sjúklingar svara mjög vel meðferð með lyfjum sem minnka framleiðslu af magasýru. Mjög misjafnt er hversu löng meðferðin þarf að vera með þessum lyfjum. Ef vélindabólga er tll staðar er mikilvægt að meðhöndla í fleiri vikur. Ef einkenni hverfa á þessari meðferð má reyna að stoppa hana. Ef ein- kenni koma tilbaka þarf sjúklingurinn yfirleitt að byrja aftur á henni og sumir þurfa lífslanga meðferð. Hjá sjúklingum sem hafa haft langvarandi sýruárás í neðri hluta vélinda geta myndast eyjar af frumum sem eru af tegund þekju sem er í maganum og þolir sýruna mun betur. Þetta nefnist Barretts slímhúð og hjá sumum geta myndast frumubreytingar sem geta leitt til krabbameins i vélinda. Vélindakrabbamein sem tengist magasýruárásum af þessu tagi og hefur m.a. tengsl við Barretts slímhúð er kirtilmyndandi krabbamein. Að auki getur myndast flöguþekjukrabbamein sem þróast út frá frumum sem þekja vélindað og þaðan getur s.k. flöguþekjukrabbamein myndast. Algengasta einkenni bæði kirtilmyndandi- og flöguþekjukrabbameins eru kyngingarerfið- leikar. Slík einkenni eiga að leiða til magaspeglunar. Magi. Algengasti sjúkdómur í maganum er magasár. Þau geta tengst langvinnri sýkingu með s.k. magasársbakteríu (e. helicobacter pylori). Önnur magasár tengjast notkun á bólguminnkandi gigtarlyfjum eða hjartamagnyl. Báðar þessar lyfjategundir geta skaðað slímhúð magans og geta valdið fleiðri (e. erosion) sem er skaði sem einskorðast við slímhúð- ina og sár sem ná dýpra, eða niður í lagið undir slímhúðinni. Blæðingar frá sárum geta verið alvarlegar og leitt til sjúkra- húsinnlagnar og blóðgjafa. Ýmis konar speglunartækni getur þurft að beita til að stöðva blæðingar, t.d. með heftibyssu þar sem sárum er lokað með hefti. Einnig er sprautað með adrenalíni í námunda við sárið og beitt brennslumeðferð þar sem hitameðferð er beitt með teflon-húðuðum legg sem þræddur er í gegnum speglunartækið og má líkja við innvortis straujárn sem hægt er að stöðva með blæðingar. Einnig má stöðva blæðingu með s.k. argon plasma sem er úðað yfir sárið og má líkja við einskonar „logsuðu“tæki. Mjög algengt er að fólk hafi verki eða óþægindi í ofan- verðum kvið, með eðlilegar blóðprufur og magaspeglun sýnir eðlilegt ástand. í raun finnst ekki skýring á einkennum og sjúklingar nefna það ekki ósjaldan að þeir hafi greinst með „magabólgur". Það er hugsanlegt að einhver þessara sjúk- linga hafi greinst með magasársbakteríuna en yfirleitt er þetta ekki rétt, því að í læknisfræðilegum skilningi þarf að taka sýni úr maga til að greina magabólgur sem valda mjög sjaldan einkennum. Fólki með langvinna sýkingu vegna magasársbakteríu hefur fækkað verulega síðustu áratugina, en um aldamótin 1900 má gera ráð fyrir að 90% hafi smitast af henni sem tengdist fátækt, lélegu hreinlæti og þröngbýli. Börn sem alast upp á íslandi nú til dags eru nánast alveg laus við að smitast af þessari bakteríu og virðist hún vera að hverfa úr samfé- laginu, en lifir enn meðal eldra fólks. Magakrabbamein var mun algengara áður fyrr á íslandi en hefur fækkað í takt við fækkun á tilvist magasársbakteríunnar á þessum tíma. Maga- krabbamein er fyrst og fremst greint meðal eldra fólks um og yfir 70 ára. Einkenni eru stundum ósértæk með kviðverkjum, ógleði og stundum megrun. Uppköst geta verið fyrsta ein- kenni ef hið íllkynja æxli er staðsett í neðsta hluta magans og kemur í veg fyrir tæmingu hans. Smáþarmar. Skeifugarnarsár er algengasti sjúkdómurinn í smáþörmunum. Sár í skeifugörn eru í flestum tilfell tengd tilvist magasársbakteríunnar og/eða notkunar á bólguminnk- andi gigtarlyfjum eða hjartamagnyl. Algengustu einkenni eru verkir í efri hluta kviðarhols en í mörgum tilfellum leita sjúklingar á bráðamóttöku vegna blóðugra uppkasta og/eða hafa tjörusvartar hægðir vegna blæðandi skeifugarnarsárs. Meðferð skeifugarnarsára er mjög svipuð og þeirri sem lýst er fyrir magasár hér að ofan. Annar mikilvægur sjúkdómur í smáþörmunum er glútenof- næmi. Það hefur margar og fjölbreyttar birtingarmyndir. Áður fyrr greindust margir sjúklinganna með niðurgang og mikla vannæringu, en síðustu ár greinast fleiri mun fyrr sem hafa t.a.m. járn- og vítamínskort þar sem læknar nútildags eru meira vakandi fyrir sjúkdómnum. Greiningin byggist fyrst og fremst á að taka sýni úr skeifugarnarslímhúð sem sýnir fram á að þarmatoturnar hafa minnkað að umfangi og í alvarlegum tilfellum eru þær varla sýnilegar í smásjárskoðun. Meðferðin byggist á mataræði sem ekki inniheldur glúten. Eftir að hafa fylgt því mataræði vaxa þarmatoturnar upp í eðlilegt horf og þarmaslímhúðin getur þá framfylgt sínu hlutverki á viðunandi hátt með því að stuðla að frásogi næringarefna. Bólgusjúkdómar geta átt sér stað í smáþörmun og er s.k. Crohns sjúkdómur algengastur. Sjúkdómurinn er lúmskur og oft eru til staðar ósértæk einkenni s.s. þreyta, óþægindi í kviðarholi, ógleði og krampakenndir verkir eftir máltíð. Rann- sóknir hafa sýnt að oft tekur það langan tíma fyrir sjúklinga að leita læknis eftir að þeir fá fyrst einkenni sem leiða síðar til greiningar á sjúkdómnum. Það getur líka vafist líka lengi fyrir læknum að greina sjúkdóminn þar sem sjúkdómurinn er ■> } Lífeyrismál.is ▼ UPPLÝSINGAVEFUR UH LÍFEYRISMAL Landsvirkjun 6

x

SÍBS blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.