SÍBS blaðið - 01.10.2022, Qupperneq 8
SÍBS-blaðið
lúmskur og oft er í fyrstu talið að um sé að ræða s.k. starfræn
einkenni frá meltingarvegi.
Margfalt algengari en Crohns sjúkdómur er iðraólga
(e. irritable bowel syndrome, IBS), stundum einnig kallað
„ristilkrampar“ (sjá nánar að neðan). Æxli, bæði góðkynja og
íllkynja eru sjaldgæf í smáþörmum. Þó geta komið fyrir í sjald-
gæfum tilfellum kirtilfrumuæxli, tauga/hormónafrumuæxli
og eitilfrumukrabbamein, t.d. tengt ómeðhöndlaðu glútenof-
næmi.
Ristill. Áðurnefnt IBS er lang algengasta sjúkdómsástand sem
leggst á meltingarfærin. IBS sem er svo nefndur meðal lækna
virðist ekki vera jafn vel þekktur meðal almennings. Flest
fólk þekkir til „MS“ ( e. multiple sclerosis) sem er mun sjald-
gæfari sjúkdómur en IBS. IBS heilkennið er ekki einskorðað
við ristilinn enda stendur B-ið í skammstöfunni fyrir „bowel"
en ekki „colon" heilkenni, sem þýðir í raun að heilkennið nær
yfir eða getur náð yfir allan meltingarveginn frá vélinda og
niður í endaþarm. Um er að ræða starfræna truflun sem er af
óþekktri orsök, þar sem hreyfingar og/eða skynjun í görninni
eru talin afbrigðileg. Heilkennið er greint hjá þeim sem hafa
haft langvarandi meltingareinkenni, sem hafa staðið yfir í
marga mánuði og yfirleitt árum saman.
IBS einkennist af verkjum og/eða óþægindum í kvið með
hægðabreytingum, niðurgangi og/eða hægðatregðu. Verkirnir
versna þegar sjúklingurinn er í fasa með meiri niðurgangi eða
hægðatregðu. Einnig versna verkir og uppþemba eftir máltíð
en batna þegar sjúklingurinn tæmir ristilinn. Samkvæmt skil-
greiningu eru blóðprufur og speglunarrannsóknir eðlilegar.
Hægðatregða án verkjavandamála í kviðarholi er líka mjög
alengt vandamál. í flestum tilfellum er um að ræða s.k. „Iatan“
ristil og talið orsakast af fábreytilegum og slökum þarma-
þreyfingum.
Bólgusjúkdómar í ristli eru aðallega fjórir: sáraristil-
bólga, Crohns sjúkdómur, smásæ ristilbólga (e. microscopic/
collagenous colitis) og ristilpokabólga (diverticulitis).
Sáraristilbólga einkennist af bólgu í slímhúð ristilsins sem er
mjög mismunandi svæsin og nær til mismunandi hluta ristils-
ins. í versta falli er um að ræða svæsna bólgu í ristilinum frá
endaþarmi og upp allan ristilinn fram að lokunni milli ristils
og efsta hluta ristilsins. Dæmi um mildara form er væg bólga
sem nær bara til nokkurra sentrimetra í endaþarmi. Oft er
bólgan við Crohns sjúkdóm staðsett á mörkum neðsta hluta
smáþarmanna og efsta hluta ristilsins.
Hvimleiður kvilli er s.k. smásæ ristilbólga (e. microscopic
colitis) sem lýsir sér með langvinnum vatnskenndum niður-
gangi sem getur leitt til mikillar skerðingar á lífsgæðum.
Greiningin byggist á því að taka sýni úr ristilslímhúðinni sem
lítur eðlileg út en í smásjá kemur fram bólga. Þessi bólgu-
sjúkdómur svarar hjá flestum vel meðferð með steragjöf en
sterarnir verka staðbundið í ristlinum.
Ristilpokabólga, líka nefnd sarpabólga er nokkuð algengur
sjúkdómur í ristlinum. Pokar sem eru nokkurs konar útbung-
anir fyrst og fremst í vinstri hluta ristils byrja að myndast
yfirleitt upp úr fertugu. Það getur myndast sýking í þeim sem
lýsir sér með verkjum og eymslum í vinstri neðri hluta kviðar,
hita og hækkuðum bólgumerkjum í blóði. Stundum er nóg að
fasta í nokkra daga en þörf getur verið á sýklalyfjum í stuttan
tíma. Ristilpokar eru til staðar hjá a.m.k. 70-80% einstaklinga
60 ára og eldri en ekki er vitað hvers vegna einungis örfá %
þeirra virðast geta þróað með sér bólgu. Einnig geta átt sér
stað blæðingar frá þessum ristilpokum sem oftast leiðir til
umtalsverðrar blæðingar á fersku blóði um endaþarm. Þetta
er algengasta orsök blæðingar frá neðri hluta endaþarms sem
leiðir til sjúkrahúsinnlagnar. Langflestir hafa góðar horfur og
hætta að blæða af sjálfu sér en þurfa oft á föstu að halda og
vökvagjöf í æð.
Ristilkrabbamein er með algengustu krabbameinum á
íslandi, með u.þ.b. 150 ný tilfelli á ári. Einkenni eru að mestu
leyti tengd blæðingum frá meltingarvegi, annað hvort sýnileg
fersk blæðing frá vinstri hluta ristils eða dulin blæðing sem
ekki sést með berum augum en veldur járnskorti.
Lifur og gallvegir. Sjúkdómar í lifur geta ýmist verið langvinnir
eða bráðir. Algengasti sjúkdómurinn sem sækir á lifrina er
s.k. fitulifrarkvilli sem ekki tengist óhóflegri áfengisneyslu.
Fita safnast í lifrina mest megnis sökum offitu og efnskipta-
villu. Yfirleitt eru sjúklingar einkennalausir og aukið magn fitu
sést á myndgreiningarrannsóknum og/eða að sjúklingarnir
eru með hækkuð lifrarpróf sem merki um að lifrin sé undir
álagi. Hjá flestu fólki veldur fitulifur ekki einkennum eða
afleiðingum. Hins vegar þróar hluti fólks bólgu í lifrarfitunni
og hjá þeim getur myndast örvefur og í versta falli skorpulifur.
Orsakir fyrir skorpulifur eru í 30-40% tilfella af völdum
áfengis en u.þ.b. 25% vegna fitulifrarkvilla sem ekki tengist
ofnotkun áfengis.
Fjölmargir aðrir langvinnir lifrarsjúkdómar geta valdið
skaða á lifrinni s.s. sjálfsofnæmislifrarbólga og langvinnir
sjúkdómar sem valda bólgu í litlum og stórum gallvegum.
Annars vegar er um að ræða PBC (e. primary biliary
cholangitis) og hins vegar PSC (e. primary sclerosing
cholangitis). Sjúkdómar sem tengjast ofhleðslu af járni og
kopar geta líka valdið skaða á lifrinni. Langvinn lifrarbólga B
og C geta valdið skorpulifur og eykst áhættan ef einstaklingur
með þessa langvinnu lifrarbólgusjúkdóma drekkur of mikið
áfengi. Varðandi áfengi og lifur, eykur stöðug drykkja þegar
áfengisdrykkjunni er dreift á fleiri daga áhættu á skorpulifur.
Bráðir lifrarsjúkdómar geta líka orsakast af veirum, t.d.
lifrarbólga A sem smitast með saurmenguðu vatni eða mat-
vælum, lifrarbólga B sem smitast með blóði eða við kynmök
og lifrarbólga C sem smitast fyrst og fremst með blóði, t.d.
óhreinum sprautunálum. Flestir sem fá í sig lifrarbólgu-
veirurnar B og C fá langvinna lifrarbólgu en hjá hluta sjúk-
linga geta þær valdið bráðri lifrarbólgu.
Önnur tegund af bráðum lifrarskaða er af völdum lyfja.
Oftast er um sjaldgæfa aukaverkun að ræða sem getur
orsakast af mörgum mismunandi lyfjum. Flest lyf sem orsaka
lifrarskaða valda ófyrirsjáanlegum skaða en bein eitrunaráhrif
tengjast of háum skömmtum af parasetamóli. Algengasti
lyfjaflokkurinn sem valda lifraskaða eru sýklalyf. Algengustu
einkennin eru gula og kláði. Oftast lagast lifrarstarfsemin
ef töku lyfsins er hætt en í mjög sjaldgæfum tilfellum getur
sjúkiingurinn þróað með sér bráða lifrarbilun. Við bráða
lifrarbilun getur þurft að framkvæma lifrarígræðslu en flestir
8