SÍBS blaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 10

SÍBS blaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 10
SÍBS-blaðið Fæði án mjólkursykurs Mjólkursykur er tvísykra sem finnst í mjólk spendýra. í móðurmjólk eru um 7,2 g í 100 ml en 4,7 g í 100 ml af kúamjólk. í meltingarveginum er mjólkursykurinn síðan ^ M brotinn niður í smáþörmum T r JP fyrir tilstilli ensímsins laktasa. Ef að þetta ensím er ekki til staðar eða í of litlum mæli brotnar mjólkur- sykurinn ekki eða illa niður, hann dregur að sér vökva sem hækkar vökvainnihald og magn þess sem er í meltingarveginum sem veldur uppþembu, óþægindum og niðurgangi. Að auki fer ómeltur mjólkursykur niður í ristilinn þar sem hann gerjast fyrir tilstilli baktería og við það myndast stuttar fitusýrur og loft. Þetta ferli leiðir til vindgangs og uppþembu sem er einkennandi hjá þeim sem þola illa eða ekki mjólkursykur. Til að sannreyna hvort að mjólkursykuróþol er til staðar eru gerð sértæk öndunarpróf. Fríða Rún Þórðardóttir næringarráðgjafi, næringar- fræðingur, Landspítala og sjálf- stætt starfandi. Formaður Astma- og ofnæmisfélags íslands. Hægt er að kaupa Laktasatöflur sem settar eru í mjólk/ mjólkurvörur sem neyta á, og látið standa í 12-24 klst. til að brjóta mjólkursykurinn niður fyrir neyslu. í dag, með öllu því vöruúrvali sem í boði er, ætti þessi aðferð að vera óþörf. Þeir sem ekki þola mjólk og mjólkursykur og þurfa að taka lyf, ættu að kanna vel með sínum lækni hvort að mjólkur- sykur leynist nokkuð meðal innihaldsefna lyfsins. Óþol eða ofnæmi? Það að þola ekki mjólkursykurinn, öðru nafni laktósa, er annað en að þola ekki mjólkurpróteinin. Þegar mjólkur- sykurinn þolist ekki kemur það meira fram sem óþægindi í meltingarvegi enda köllum við það óþol á meðan ofnæmið er heldur alvarlegra og getur leitt til útbrota á húð og upp í alvarlegt ofnæmislost (e. anaphylaxis) þar sem sprauta þarf með adrenalíni og flytja undir læknishendur. Óþolseinkennin koma aðallega fram í meltingarvegi og þá sem magaónot, kviðverkir, loftangur, maga krampar, óregla á hægðum og niðurgangur. Einnig geta einkenni eins og þreyta, höfuð- verkur, vöðva- og liðverkir, slappleiki, einbeitingarskortur, ógleði, húðeinkenni, sár í munni og þvagvandamál gert vart við sig. Þeir sem þola ekki glúten og lenda í versnun á ástandi þola oft ekki mjólkursykurinn vegna þess að þarmarnir eru í slæmu ásigkomulagi. Það gengur oftast til baka þegar þarm- arnir jafna sig og glúten alveg útilokað úr mataræðinu. Mjólkursykuróþol Mjólkursykur er nokkuð algengur óþolsvaldur á Islandi og á Norðurlöndunum og hafa aðrar þjóðir en við hér á íslandi haft aðgengi að fjölbreyttu úrvali af vörum án hans í áratugi. Þó svo að þekkingin hafi verið til staðar þá hófst framleiðsla og sala á jógúrt, skyri, AB mjólk og fleiru ekki fyrr en ARNA í Bolungarvík hóf starfsemi árið 2013. Upp úr því fór Mjólk- ursamsalan einnig að framleiða slíkar vörur þannig að fram- boðið á vörum jókst mikið á stuttum tíma, eða úr því að vera aðeins fastur ostur (sem inniheldur aðeins próteinhlutann) og íslenskt smjör í það að vera drykkjarmjólk, jógúrt, skyr, AB mjólk og súrmjólk, sýrður rjómi, mjólkurdrykkir og prótein- drykkir, fetaostur og smurostar. Rétt er þó að taka fram að létt súrmjólk og AB mjólk þoldist hjá sumum þar sem gerlarnir í vörunni brutu niður mjólkursykurinn á náttúrulegan máta, og áður notaðist fólk við sojamjólk, sojajógúrt og baunajógúrt. Orðin sem við notum gjarnan um þær vörur sem um ræðir eru: mjólkursykurfrítt, mjólkursykursnautt, mjólkursykurlaust, laktósasnautt, laktósalaust og laktósafrítt. Hvaða vörur ber að forðast þegar mjólkurofnæmi er til staðar: Mjólk, undanrennu, súrmjólk, geitamjólk, sauðamjólk, Stoð- mjólk, rjóma, sýrðan rjómi, jógúrt, skyr, ost, smurost, rjóma- ost, kotasælu, mysing, smjör, smjörva, mysu, mjólkurduft, mysuduft/mysuprótein, próteindrykki úr mjólk, ís. Morgun- korn, tilbúnir réttir, eftirréttir, súpur, sósur, súkkulaði, sæl- gæti, kex, kökur. Jurtaostar og jurtarjómi eru ekki endilega mjólkurlaus, mikilvægt er að lesa vel innihaldslýsingar. Hráefni í tilbúnum / samsettum matvælum: Mjólkurprótein, undanrennuduft, mjólkurduft, mysuprótein (whey, valle), kasein (casein, caseinates), mjólkursykur/ laktósi (lactose, mælksukker), buttermilk. Þær vörur sem nota má í staðinn þegar mjólkurofnæmi er til staðar: Sojamjólk, sojajógúrt, baunajógúrt (e. pea) gerð úr ertum. Möndlumjólk og haframjólk t.d. Oatly, rísmjólk (e. ricemilk) og ► * \WREVf7£Z/ 5 88 55 22 STRACTA HÓTEL ☆☆☆☆ TBGehf 10

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.