SÍBS blaðið - 01.10.2022, Síða 15

SÍBS blaðið - 01.10.2022, Síða 15
3. tbl. 2022 Speglanir í meltingarvegi hafa verið helsta viöfangsefni Ásgeirs á Iseknis- ferlinum. meltingardeildina á St. Jósefsspítalanum. Við fengum nokkrar fyrirspurnir á hverju ári frá þeim um hvað okkur vantaði helst þar og þá af ýmis konar tækjum og búnaði.“ Ristilkrabbamein - Vitundarvakning Ristilspeglanir og innleiðing reglubundinna skimana fyrir ristilkrabbameini hefur verið eitt helsfa áhugamál Ásgeirs allt frá námsárunum í Bandaríkjunum. „Já, þar var þá svo mikið að gerast í speglunartækninni. Fyrsta alvöru ristilspeglunin var gerð 1968 og markaði upphafið að gríðarlegu framfara- skeiði í meðferð ristilkrabbameins. Þarna var komið tæki til að skoða ristilinn og nema jafnframt burt sepa úr honum, en þá voru menn búnir að átta sig á því að sepamyndun í ristli væri forstig krabbameinsins. Þegar ég byrjaði á Cleveland Clinic 1978 var eitt af aðalmálunum hjá dr. Mikael Sivak að fá tækjabúnað til að gera ristilspeglanir, fjarlægja sepa og ráðast þannig gegn þessu krabbameini sem var mjög algengt í Bandaríkjunum. Það varð síðan eitt af því fyrsta sem ég geri þegar ég kem heim frá Bandaríkjunum að banka upp á hjá Krabbameinsfélagi íslands og benda á að það væri hægt að skima fyrir ristilkrabbameini í forvarnarskyni eins og þá var farið að tíðkast víða um lönd. Hérlendis var á þeim tíma byrjað að skima fyrir leghálskrabbameini og verið að undirbúa skipulagða leit að brjóstakrabbameini. Menn voru því orðnir vel meðvitaðir um gildi forvarna. Skipuð var nefnd árið 1982 sem í sátu læknarnir Ólafur Örn Arnarson, Tómas Árni Jónas- son, auk mín og átti að kanna hvert yrði næsta krabbamein sem ætti að hefja leit að með skipulögðum hætti - og ristil- krabbameinið varð niðurstaðan. Þar með hófst vinna mín með Krabbameinsfélaginu. Lagður var grunnur að ristilsepaskrá og framkvæmd fyrsta forrannsókn að fjöldaleit að krabba- meini í ristli og endaþarmi og niðurstöður kynntar 1988. Hins vegar var svo ákveðið að leggja þessa hugmynd til hliðar af því að brjóstakrabbameinsleitin var að byrja, það var búið að undirbúa hana svo lengi. í kringum síðustu aldamót varð mikil vakning í Evrópu á sviði meltingarlækninga. Menn voru að velta fyrir sér af hverju allar framfarirnar sem orðið höfðu undangegna áratugi hvað varðaði magaspeglun, ristilspeglun og svo framvegis hefðu ekki leitt til lækkandi dánartíðni af völdum sjúkdóma í meltingarveginum eða betri lífsgæða þeirra sem lifðu með sjúkdómunum. Það kom í Ijós að vissulega væri gríðarlegur faglegur áhugi innan læknastéttarinnar, menn ræddu málin og skiptust á upplýsingum á læknaþingum úti um allan heim en að það sem vantaði í jöfnuna væri áhugi og þekking almennings á þessum sjúkdómum. Þá var ákveðið að fara í gríðarlegt fræðsluátak varðandi vélindabakflæði og ristil- krabbamein. Það var hin svokallaða Vitundarvakning, „Public Awareness Campaign11, og fór sem sagt um alla Evrópu. En íslensk heilbrigðisyfirvöld höfðu lítinn áhuga á þessu. Svo við Árni Ragnar í samvinnu við marga aðra aðila, meðal annars Félag sérfræðinga í meltingarsjúkdómum, fórum aftur í gang og söfnuðum 25 milljónum í fræðsluátak um vélinda- bakflæðið frá einkafyrirtækjum, bönkum, greiðslukortafyrir- tækjum, flugfélögunum, matvöruverslunum og svo framvegis. Svo hóuðum við saman fagfólki, meltingarlæknum, skurð- læknum, hjúkrunarfræðingum, heimilislæknum ogsettumst niður og kynntum hugmyndafræðina, bjuggum til fullt af bæklingum og plakötum. Við fengum sérstakan almannatengil til að starfa með okkur, Jón Þorvaldsson, sem bjó til mörg frábær slagorð, meðal annars nýyrðið vitundarvaking, sem var yfirskrift fræðsluátaksins. Fyrst var fjallað um um vélinda- bakflæði og síðan ristilkrabbamein. Átakið vakti mikla athygli í þjóðfélaginu og ég tel það hafi skilað miklum og góðum árangri til lengri og skemmri tírna." Ábyrgð stjórnmáiamanna Núna skrifum við annó 2022 - hvernig stendur á því að reglubundin skimun eftir ristilkrabbameini hefur ekki enn verið tekin upp hér á landi? „Eins og þetta horfir við mér, þá hef ég talað um þetta á öllum vettvöngum í marga áratugi. Ég hef flutt ótal fyrirlestra fyrir almenning, sjálfsagt um 100 talsins. Og ekki hefur það verið í eigin hagnaðarskyni, ég hef aldrei rukkað eina krónu fyrir neinn þeirra. Ég hef kynnt þetta fyrir fagfólki, margoft á þingum. Ég hef kynnt þetta fyrir almennum stjórnmála- mönnum. Ég hef kynnt þetta fyrir öllum heilbrigðisráðherrum og landlæknum síðustu fjörutíu ára. Það hafa líka verið uppi raddir í gegnum árin sem hafa talað beinlínis gegn þessari skimun, sagt að hún bæri engan árangur. Á sama tíma og við höfum verið að þrasa um þetta í fjörutíu ár hafa nær allar þjóðir í kringum okkur gert gríðarmiklar rannsóknir og hafið reglubundna leit að ristilkrabbameini. Svo ég get ekkert sagt annað en að áhugaleysið og metnaðarleysið liggi hjá stjórn- málamönnum okkar. Við fagfólkið höfum lengi verið alveg tilbúið til að setjast niður og ákveða með skynsömum hætti hvaða aðferð ætti að nota við þessa leit. Það skiptir í rauninni engu máli hvaða leitaraðferð er beitt, þær gera allar gagn. Auðvitað eru skiptar skoðanir um það meðal fagfólksins, en það er engin afsökun. Ástæðan fyrir þessu er fyrst og fremst pólitísk. Ég tel þó að núna sé einhver áhugi og skilningur að vakna fyrir þessu hjá stjórnmálafólkinu, en á sama tíma og það er þá er verið að gera umdeildar og meiriháttar breytingar á fyrirkomulagi skimana. Skimun hjá einkennalausu fólki er ábyrgðarverkefni, það þarf klárlega að vera unnið af sérfræðingum og sérhæfu aðstoðarfólki. Það þarf að vanda mjög til verka. Ef þetta er ekki vandað og það verður ein- hver misbrestur í skimuninni, geta afleiðingarnar verið alveg skelfilegar. Ef við íslendingar getum reist höfuðstöðvar fyrir Lands- bankann, þjóðarsjúkrahús, byggt Borgarlínu og lagt Sunda- braut fyrir hundruði milljarða króna þá getum við auðveldlega lagt forvörnum lið. Skipulögð leit að ristilkrabbamein kostar nokkur hundruð milljónir á ári og bjargar mörgum manns- lífum. Sjúkdómurinn er algengur, dánartíðni er há og mun aukast á næstu áratugum ef markvissum aðgerðum er ekki beitt.“ 15

x

SÍBS blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.