SÍBS blaðið - 01.10.2022, Qupperneq 17

SÍBS blaðið - 01.10.2022, Qupperneq 17
3. tbl. 2022 eru nokkuð algengir fylgikvillar sem oftast lagast með tím- anum en þarf annars að skoða betur. Magatæming og hreyfingar í meltingarvegi breytast við aðgerðir og þar með hraði næringarefna gegnum breyttan meltingarveg sem stjórnað er af taugaboðum, hormóna- áhrifum og innihaldi matarins sem neytt er. Mikilvægt er að borða hægt, tyggja matinn vel og varast að drekka vökva á sama tíma. Varast þarf að neyta matar eða drykkjar sem inniheldur sykur eða einföld kolvetni eða sambland af sykri og fitu s.s. rjómaís. Hætta er á að meltingin bregðist við með svokallaðri stutttæmingu (e. dumping) þegar matur færist of hratt niður í smáþarma. Við það virkjast ýmis taugavið- brögð sem geta valdið ógleði, niðurgangi, verkjum, svima, þreytu, svitamyndun, skjálfta og hröðum hjartslætti. Talað er um snemmkomna stutttæmingu sem kemur fram innan 10-30 mín eftir að fæðu var neytt og er mun algengari en sú síðkomna sem kemur fram 1-4 klst eftir máltíð eða jafnvel síðar. Stundum koma öll þessi einkenni fram ogjafnvel fleiri en stundum bara sum þeirra. Þessu ástandi getur fylgt þlóð- sykurfall sem bregðast þarf við. Hægðatregða og niðurgangur geta líka komið fram og eru að hluta til komin vegna breytinga á hreyfingu meltingar- vegar. Hægðatregða tengist líka vökvaskorti og lágu trefja- innihaldi matarins sem mikilvægt er að bæta í stað þess að sækja lausnina eingöngu í hægðalosandi lyf sem vissulega geta verið nauðsynleg stundum. Niðurgangurinn stafar í sumum tilfellum af því að ensím sem brjóta niður mjólkur- sykur starfa ekki með eðlilegum hætti eftir aðgerð og sumir þurfa að hætta neyslu á mjólkurvörum á meðan aðrir geta nýtt sér mjólkurvörur þar sem þúið er að kljúfa mjólkursyk- urinn (laktósafríar vörur). Niðurgangurinn getur stafað af öðrum ástæðum svo sem af ofvexti baktería í þörmum eða truflunar á frásogi á fitu úr meltingarvegi. Næringarskortur Hætta á næringarskorti er eitt af stóru verkefnum sem hver einstaklingur sem fer í efnaskiptaðgerð stendur frammi fyrir. Ekki bara vegna þess hve lítið er hægt að borða heldur breytist frásog næringarefna og þannig skapast hætta á næringarskorti þó þessara efna sé neytt. Þessi hætta er meiri eftir magahjáveitu en eftir magaermi. Vítamínin A,C,D og K, þíamín, fólínsýra og BI2 eru þau vítamín sem helst er hætta á að skorti. Steinefnin; járn, selen, zink og kopar eru þau stein- efni sem algengast er að sjá skort á eftir aðgerð. Hver einstaklingur sem fer í efnaskiptaðgerð skuldbindur sig til að taka vítamín samhliða fjölbreyttri fæðu það sem eftir er ævinnar. Sérstakar vítamín- og steinefnablöndur fyrir einstaklinga sem hafa farið í efnaskiptaaðgerð hafa verið settar á markað og innihald þeirra tekur mið af þeim breytingum sem eiga sér stað á meltingarvegi við aðgerðirnar og eiga þá fyrst og fremst við hjáveituaðgerðirnar. Hægt er að taka hefðbundnar vítamínblöndur og stök vítamín og finna hæfilegar skammtastærðir í samræmi við niðurstöður blóð- rannsókna en einn af mikilvægum þáttum í eftirliti eftir aðgerð er að fara í reglulegar blóðrannsóknir og sjá hvort líkaminn sé að ná að nýta þessi efni og bæta upp skort þeirra ef þörf er á. Magahjáveita Breytt starfsemi líffæra Vöðvarýrnun og beinþynning fylgja gjarnan í kjölfar aðgerð- anna en hægt er að sporna við þeim breytingum með réttum viðbrögðum. Best er að veita líkamanum aðstoð áður en hann fer að bregðast sjálfur við skortinum að ráði en slík viðbrögð hafa áhrif á þyngdarstjórnunarkerfi líkamans og stýringu á orkujafnvægi hans. ^SÓLAR málning - það segir sig sjálft - ▲▲▲ ÖLGERÐIN HÁSKÓUNN Á BIFRÖST BIFRÖST UNIVERSITY 17

x

SÍBS blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.