SÍBS blaðið - 01.10.2022, Qupperneq 20

SÍBS blaðið - 01.10.2022, Qupperneq 20
Grein SÍBS-blaðið Glútenóþol eða ofnæmi Segja má að orðið glúten- óþol, sem er bein þýðing á orðinu intolerance á ensku, sé eiginlega rangnefni þar sem sá sem greindur er með glútenóþol þarf að forðast fæðu með glúteni alfarið og því sé tilfellið í raun ofnæmi en ekki óþol. Víða erlendis er orðið Selíak (e. coeliac dise- ase) notað yfir sama sjúk- dóm og sá sem greinist með hann þarf að gæta þess að borða ekki glúten alla ævi. Á íslandi er orðið Selíak minna notað en til eru samtök „Sel- íak samtökin" sem auk Astma og ofnæmisfélags íslands veita fræðslu til þeirra sem ekki þola glúten. Greina má sjúkdóminn með mælingu á svokölluðum transamínasa í blóði og glúten-mótefni í blóði, IgG og IgA. Sjúkdómurinn er skilgreindur sem sjálfsofnæmissjúkdómur (e. autoimmune condition) en ekki er vitað um ástæður hans en erfðum og umhverfisþáttum er helst um að kenna. Konur eru þrisvar sinnum líklegri en karlar til að fá sjúk- dóminn og hann getur komið á hvaða aldri sem er. Algengast sé að hann greinist á aldrinum 8-12 mánaða þó svo að oft taki einhvern tíma að greina hann. Einnig er algengt að fólk á aldrinum 40-60 ára greinist og fólk með sykursýki týpu 2, Downs og Turnerheilkenni. Sjúkdómurinn er ættgengur. Helstu einkenni eru kviðverkir, uppþemba, meltingatrufl- anir, hægðatregða, niðurgangur (mjög illa lyktandi) og lélegt frásog næringarefna sem eykur hættu á vítamín- og stein- efnaskorti sem og vannæringu. Önnur einkenni geta verið þreyta, vanþrif, þyngdartap, húðútbrot (drematitis herpeti- formis), hækkuð lifarensím (blóðprufa), beinþynning, ófrjó- semi, taugaskaði og skerðing á vexti og þroska barna. Þar sem glútensnautt fæði getur verið snautt af trefjum geta þeir sem þurfa að fylgja glútensnauðu fæði átt við harðlífi að stríða. Einstaklingar sem ekki þola glúten þurfa að varast glúten ævilangt svo þarmar og meltingavegur starfi eðlilega. Ef þeir halda áfram að borða matvæli sem innihalda glúten verða viðvarandi bólgubreytingar í slímhúð þarmanna (helst í skeifugörn og efri hluta smáþarma), þarmatoturnar bólgna og frásoga næringarefni ekki sem skyldi. Glútenfrítt fæði lagar einkenni sjúkdómsins og læknar eða græðir þarmana og við það verður frásog næringarefna inn í líkamann aftur eðli- legt. Eftir greiningu á sjúkdómnum og aðlögun mataræðis að glútenfríu fæði getur liðið þó nokkur tími áður en þarmarnir fara að starfa eðlilega á ný, þó tekur það yfirleitt styttri tíma hjá börnum en fullorðnum. Eitthvað er um það að fólk forðist glúten án þess að vera með óþol/ofnæmi og telji það vera betra fyrir heilsu sína. Það hafa hins vegar engin vísindaleg rök verð færð fyrir því að þeir sem ekki eru með óþol/ofnæmi fyrir glúteni séu heilsuhraust- ari eða búi við betri meltingu við það að forðast glúten og í raun gæti það haft neikvæðari áhrif á meltingu og næringu. Smáþarmur Hvað er glúten Glúten er próteintegund sem finnst í korntegundunum hveiti, spelti, rúg og byggi og þar með afurðum úr þessum tegundum. Segja má að próteinið sé byggt upp af tveimur próteinum en annað þeirra, glíadín, er sökudólgurinn. Það sem einnig skiptir máli hér er að þessar korntegundir eru Fríða Rún Þórðardóttir næringarráðgjafi, næringar- fræðingur, Landspítala og sjálf- stætt starfandi. Formaður Astma- og ofnæmisfélags íslands. BYKO GERUM ÞETTA SAMAN Brostu Tannlæhnostofa GRUNDAR HEIMILIN ÁRA ÞJÓNUSTA ÍÞÁGU ALDRAÐRA 20

x

SÍBS blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.