Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 18.12.2014, Side 7

Bæjarblaðið Jökull - 18.12.2014, Side 7
Kór Ingjaldshólskirkju var með opna æfingu í safnaðar­ heimili Ingjalds hólskirkju þriðju daginn 9. desember síðast lið inn. Ágætasta mæting var á þessa opnu æfingu þó veður spáin hefði ekki verið upp á það besta. Kórfélagar fluttu jóla lög af ýmsu tagi á þessari opnu æfingu og slógu á létta strengi á milli laga ásamt nýjum kórstjóra Elenu Makev en hún tók við kórstjórninni af Kay Wiggs sem lét af störfum í vor. Var þetta hin skemmtilegasta kvöldstund sem endaði á því að bæði kórinn og gestir sungu saman. Að því loknu var boðið upp á kaffi, smákökur og spjall. Sátu bæði kórfélagar og gestir í mestu makindum að spjalli þegar veðrið breyttist nánast á sömu mínútu. Rauk fólk þá til og ætlaði að drífa sig heim, en svo blint var fyrir utan kirkjuna og hvasst að fólk treysti sér ekki af stað. Var ákveðið að hringja í Björgunarsveitina Lífsbjörgu og biðja um aðstoð. Á meðan beðið var eftir aðstoðinni birti aðeins til og í samráði við Magnús Emanúelsson var ákveðið að allir færu saman af stað í halarófu. Gekk heimferðin vel þrátt fyrir að blint væri á köflum. Þess má geta að vindhraði fór úr 6 metrum í 28 metra og 38 í kviðum á Gufuskálum á mjög stuttum tíma. Ævintýri heimferðarinnar skyggðu þó ekki á skemmtilega kvöldstund og söng Kirkjukórs Ingjaldshólskirkju. þa LJÓSABEKKIR TIL SÖLU Til sölu eru tveir ljósabekkir, annar þarfnast viðhalds. Óskað er eftir tilboðum í annanhvorn eða báða. Upplýsingar í síma 436 1217 Nærri veðurteppt á æfingu Skötuhlaðborð á Þorláksmessu klukkan 11:30-14:00. Verð kr. 3.900,- á mann Borðapantanir í síma 618-0083 eða jon@hotelhellissandur.is Reyktur lax Grafinn Lax Síld Gellur Reyktur fiskur Saltfiskur Kæst skata Hnoðmör Hamsar Brauð og fl. HRAUN R e s t a u r a n t - C a f é HRAUN R e s t a u r a n t - C a f é HRAUN R e s t a u r a n t - C a f é

x

Bæjarblaðið Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.