Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 18.12.2014, Blaðsíða 9

Bæjarblaðið Jökull - 18.12.2014, Blaðsíða 9
Milli jóla og nýárs heldur Sigurborg Kr. Hannesdóttir, námskeið í Grundarfirði, sem kallast „Veldu þína leið – inn í 2015“. Við áramót stöldrum við oft við, lítum yfir farinn veg og mörkum okkur stefnu fyrir nýtt ár. Kannski strengjum við áramótaheit, en það er reyndar allur gangur á hversu vel þau endast. En til hvers að hafa sérstakt námskeið til að kveðja nýtt ár og búa sig undir það gamla? Gefum Sigurborgu orðið: „Ég held að það séu orðin 10 ár síðan ég settist fyrst niður og gerði mér klippimynd fyrir nýtt ár. Klippti út úr tímaritum nokkrar myndir, orð og setningar sem höfðuðu til mín og pössuðu við það sem ég vildi leggja áherslu á, á nýja árinu. Límdi þetta saman á blað og hengdi upp á vegg. Fannst þetta svo skemmtilegt og svo var ótrúlega gagnlegt að hafa myndina fyrir augunum allt árið. Meira að segja hélt ég áfram langt inn í árið að uppgötva eitthvað nýtt í henni, sem ég hafði kannski ekki verið að hugsa meðvitað um, en kom heim og saman við það sem var að gerast í lífinu mínu. Þannig var klippimyndin ekki einhver ströng áminning, heldur endalausar uppgötvanir og stuðningur. Svo fór ég að lesa stjörnuspá áður en ég byrjaði að vinna klippimyndina og fór líka að bjóða vinkonum mínum með mér. Okkur fannst þetta orðið alveg ómissandi um hver áramót. Þá fór ég að halda námskeið, í Grundarfirði og Reykjavík og bætti við dansi, því dansinn tekur okkur út úr huganum og þetta verður allt eitt flæði. Námskeiðið er orðinn fastur liður hjá fjölmörgum og ég hlakka til að bjóða upp á það enn og aftur í ár, í fallegu, rúmgóðu dansstofunni minni á Læk“. Sigurborg hefur lokið kennaraþjálfun í 5Rytma dansi hjá Gabrielle Roth, auk þess að hafa réttindi sem jógakennari. Hún hefur yfir 20 ára reynslu af kennslu og vinnu með hópum. Námskeiðið verður haldið þriðjudaginn 30. desember, kl. 17 – 22. Það hentar öllum, það þarf ekki að vera dansari eða listamaður, það eina sem skiptir máli er löngun til að virkja innsæið og sköpunarkraftinn sem býr í okkur öllum. Þetta námskeið er líka í boði fyrir hópa. Upplýsingar og skráning: www.dansfyrirlifid.is, sigurborg@5rytmar.is og í síma 866 5527. Að kveðja gamla árið og velja sér drauma Sundlaug 22. desember kl. 08:00-20:00 23. desember kl. 08:00-18:00 27. desember kl. 13:00-17:00 29. desember kl. 08:00-20:00 30. desember kl. 08:00-20:00  Íþróttahús 22. desember kl. 12:00-22:00 23. desember kl. 12:00-22:00 29. desember kl. 12:00-22:00 30. desember kl. 12:00-22:00

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.