Bæjarblaðið Jökull - 18.12.2014, Side 11
Nú er ár liðið frá íbúaþingi sem
haldið var á vegum Grundar
fjarðarbæjar í nóvember í fyrra
og því ekki úr vegi að rifja upp
helstu skilaboð íbúa og hvernig
þeim hefur verið fylgt eftir.
Á þinginu voru flutt erindi
um sjávarútveg, ferðaþjónustu,
Svæðisgarðinn Snæfellsnes,
menntun og málefni ungs fólks
og eldri borgara. Þátt tak endur
stungu síðan upp á um ræðu
efnum sem rædd voru í hópum.
Í samantekt um íbúaþingið
er sagt frá erindunum og niður
stöðum umræðuhópa. Eftir
þingið fór stýrihópur yfir hug
myndir sem fram komu og gerði
tillögur um eftirfylgni, sem
bæjarráð fjallaði um. Sumt var
einfalt að framkvæma og annað
stærra og flóknara og þarf lengri
tíma. Einhverjar hugmyndanna
eiga ekki eftir að verða að veru
leika og aðrar snúa að félaga
samtökum, fyrirtækjum og
stofn unum, t.d. skólunum og
eru í þeirra höndum.
Sem dæmi um atriði sem hafa
verið framkvæmd má nefna að
hjólabrettarampur var settur
upp á skólalóð grunnskólans
og haldinn var tiltektardagur.
Opnunartími sundlaugar var
lengdur, en draumurinn um
heilsársopnun er háð nýjum
og ódýrari lausnum í kyndingu.
Vetrarnýting íþróttahúss hefur
aukist, m.a. með íþróttaskóla
barna. Verið er að efla starfsemi
ungmennaráðs og verður á
næsta ári lagt aukið fjármagn
í starf félagsmiðstöðvarinnar
Eden. Aðstaða við Kirkjufellsfoss
hefur verið bætt til muna.
Sögumiðstöðin stendur
öllum til boða fyrir félagsstarf,
ungum sem öldnum og hug
myndir um þjónustu bóka
safnsins eru í traustum höndum
for stöðumanns.
Uppi eru hugmyndir um
að Svæðisgarðurinn Snæ fells
nes muni halda utan um ýmis
þróunarverkefni í ferða þjón
ustu, þar með afþreyingu fyrir
far þega skemmtiferðaskipa.
Brátt kemur að endurskoðun
aðalskipulags og þar verður m.a.
mörkuð stefna um göngustíga
og útivistarsvæði innan bæjar
og utan.
Steinatjörn var fólki ofarlega í
huga á þinginu og virðast bæði
ungir og aldnir Grundfirðingar
sakna tjarnarinnar. Tjörnin er
hluti af stærra vatnakerfi og
flókið að finna lausn sem hentar
og kostar ekki of mikið, en er
til skoðunar. En það er ánægju
legt að segja frá því að styrkur
fékkst frá Menningarráði Vestur
lands til að hanna Paimpol
garðinn, í samstarfi við Land
búnaðarháskólann á Hvanneyri
og munu tillögur liggja fyrir í
vor.
Auglýsing um breytingu á
aðalskipulagi Grundarfjarðar
2003-2015.
Aðveitustöð – Aðalskipulagsbreyting
Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur samþykkt á fundi 11.desember 2014 að
auglýsa „Lýsingu“ samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Meginmarkmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að bæta afhendingaröryggi
raforku á svæðinu með færslu tengivirkis í aðveitustöð og lagningu jarðstrengja,
auk þess að færa tengivirki fjær íbúðarbyggð. Markmiðið er einnig að breytingin
valdi sem minnstri röskun á umhverfinu til lengri og skemmri tíma. Sjá nánar í
lýsingu.
Lýsingin verður aðgengileg á veg Grundarfjarðar, www.grundarfjordur.is og á
skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Borgarbraut 16 á skrifstofutíma frá
10-14 frá 17. desember 2014 til 8. Janúar 2015 og eru þeir sem telja sig eiga
hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér lýsinguna og koma ábendingum
eða athugasemdum á framfæri, skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa
Grundarfjarðar, Borgarbraut 16, 350 Grundarfjörður eða á netfangið
bygg@grundarfjordur.is í síðasta lagi 8. janúar 2014
Auglýsing um nýtt deiliskipulag vestan Kvernár -
Aðveitustöð.
Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur samþykkt á fundi 11.desember 2014 að
auglýsa nýja deiliskipulagstillögu samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið er áætlað fyrir eina iðnaðarlóð og aðkomu að henni. Á lóðinni
sem er 4.900m² að stærð, er heimilt að reisa allt að 620m² byggingu. Hámark-
shæð húss er 9.25m frá gólfi jarðhæðar. Skipulagssvæðið sem er rúmir 7.6ha er
suðaustan þéttbýlisins og liggur á milli ánna Gilóss og Kvernár. Sjá nánar í
deiliskipulagstillögu og greinagerð.
Deiliskipulagstillagan og greinagerðin verður aðgengileg á veg Grundarfjarðar,
www.grundarfjordur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa,
Borgarbraut 16 á skrifstofutíma frá 10-14 frá 17. desember 2014 til 29. janúar
2015 og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér
deiliskipulagið og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri, skriflega til
skipulags- og byggingarfulltrúa Grundarfjarðar, Borgarbraut 16, 350 Grundar-
fjörður, í síðasta lagi 29. janúar 2014
Auglýsing um Breytingu á deiliskipulagi Framness.
Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur samþykkt á fundi 11.desember 2014 að
auglýsa breytingu á deiliskipulagi samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulagsbreytingin felst í sameiningu lóða 4b og 6 á Nesvegi í lóð 6.
Lóðarmörk lóðar 4 breytist jafnframt á móti lóð 6. Nýtingarhlutfallið breytist úr
0.90 í 0.95. Mesta leyfilega hæð mannvirkis verður 16m. Sjá nánar upplýsingu á
breytingu á deiliskipulagi.
Deiliskipulagstillagan verður aðgengileg á veg Grundarfjarðar,
www.grundarfjordur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa,
Borgarbraut 16 á skrifstofutíma frá 10-14 frá 17. desember 2014 til 29. janúar
2015 og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér
breytinguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri, skriflega til
skipulags- og byggingarfulltrúa Grundarfjarðar, Borgarbraut 16, 350 Grundar-
fjörður, í síðasta lagi 29. janúar 2014
Sigurbjartur Loftsson
Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Grundarfirði.
Ári eftir
íbúaþing