Bæjarblaðið Jökull - 26.03.2015, Side 2
Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og
dreift á hvert heimili í Snæfellsbæ og
Grundarfirði. Blaðið kemur út vikulega.
Upplag: 1.100
Áb.maður: Jóhannes Ólafsson
Prentun: Steinprent ehf.
Sandholt 22a, Ólafsvík
355 Snæfellsbæ
Netfang: steinprent@simnet.is
Sími: 436 1617
Þriðjudaginn 24. mars var
skrifað undir svæðisskipulag
Snæfellsness við hátíðlega at höfn
í Stykkishólmi. Í svæðis skipu
laginu, sem ber yfirskriftina „Andi
Snæfellsness auðlind til sóknar“,
er sett fram stefna um byggðar
og atvinnuþróun á Snæfellsnesi
sem miðar að því að atvinnulífið,
þekkingargeirinn og samfélagið
nýti sér í auknum mæli náttúru
og menningarauð Snæfellsness
og að skipulag og mótun byggðar
og umhverfis taki mið af honum.
Formlegir þátttakendur í þessari
vinnu hafa verið sveitarfélögin
fimm á Snæfellsnesi; Eyja og
Miklaholtshreppur, Grundar
fjarðar bær, Helgafellssveit, Snæ
fells bær og Stykkishólmsbær,
auk samstarfsaðila sem eru:
Ferða málasamtök Snæfellsness,
Snæ fell félag smábátaeigenda
á Snæfellsnesi, Búnaðarfélög
Eyrar sveitar, Staðarsveitar og
Eyja og Miklaholtshrepps og
Starfs mannafélag Dala og Snæ
fells nessýslu. Vinna við skipu
lagið þykir hafa tekist mjög
vel og hlaut verkefnið m.a.
Skipulagsverðlaunin árið 2014.
Við undirskriftina var því fagnað
að undirbúningsverkefnum er nú
lokið og við Snæfellingar erum
nú komnir með svæðisgarð sem
farveg fyrir samvinnu og til að
vinna að markmiðum svæðis
skipulagsins.
jó
Skrifað undir svæðisskipulag
Nokkuð langt hefur verið
á milli leikja hjá Víkingum í
Lengjubikarnum, meðal annars
vegna þess að fresta þurfti fyrsta
leik vegna veikinda leikmanna.
Núna er lokið fjórum leikjum í
mótinu, höfum unnið einn, gert
eitt jafntefli og tapað tveimur.
Langþráður sigurleikur kom
loksins á laugardaginn var, en
þá vannst góður sigur á BÍ/
Bolungarvík 40. Þegar þetta
er skrifað eru þrír leikir eftir
til að stilla liðið saman fyrir
Íslandsmótið, sem hefst 9. maí,
með leik við Hauka hér heima.
Töluverðar breytingar hafa
orðið á liðinu frá því í fyrra og
fróðlegt er að sjá breytingu frá
fyrri árum þegar eina leiðin til að
bæta við leikmönnum var að leita
til útlanda, en nú koma strákar
frá öðrum innlendum liðum til
að spreyta sig, þ.e. fá að spila
og þroskast sem leikmenn í stað
þess að sitja kannski á bekknum
hjá liðum í efstu deild. Greinilegt
að menn líta á Ejub sem góðann
kennara, enda hefur kallinn sýnt
að þeir leikmenn sem leika undir
hans stjórn bæta sig á flestum
sviðum.
óhs
Lengjubikarinn
2015
Páskafrí
Jökuls
Bæjarblaðið Jökull er komið í páskafrí
Jökull kemur næst út 16. apríl.
FÓTAAÐGERÐAR-
FRÆÐINGUR