Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 26.03.2015, Side 8

Bæjarblaðið Jökull - 26.03.2015, Side 8
Þegar Soroptimistaklúbbur Snæfellsness ákvað að skrifa um merkar konur af Snæfellsnesi voru margar sem nefndu Sigríði Bogadóttur í Sjólyst. Eins og oft er um alþýðuhetjur eru fáar ritaðar heimildir til. Ákváðum við að leita til sonardóttur og alnöfnu Sigríðar um heimildir og brást hún vel við erindinu og sendi okkur þessar línur, kunnum við henni bestu þakkir fyrir. Deyr fé, deyja frænur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hvim er sér góðan getur. (úr hávamálum) Amma mín og alnafna Sigríður Bogadóttir var fædd 7.júlí 1886 í Flatey í Breiðarfirði. Þar ólst hún upp hjá foreldrum sínum, Oddfríði Guðmundsdóttur og Boga Gunnlaugssyni sjómanni ásamt systkinum sínum Ingjaldi, Sólborgu, Finnboga og Þórdísi. Faðir hennar byggði þar tvílyft hús sem kallað var Bogahús og stóð það við Grýluvog í Flatey. Menningarlíf stóð í blóma og í Flatey bjuggu allt að þrjú hundruð manns, mikið atorku og dugnaðarfólk. Athafnalíf var fjörugt og mikil verslun á staðnum. Hugur ömmu hneigðist snemma að hjúkrunarstörfum og las hún allt sem hönd á festi um lækningar. Handavinna veitti henni mikla ánægju og liggja mörg listaverk eftir hana, hekluð milliverk og dúkar, ættingjum hennar til gleði. Eins og algengt var með menn úr Breiðafjarðareyjum þá lönduðu þeir aflanum á Snæ fells­ nesi. Sautján ára flytur amma á Hellissand og heldur heimili fyrir föður sinn. Var þetta upphaf þess að hún ílengist á Sandi í byrjun tuttugustu aldarinnar. Hún giftist Guðmundi Þor­ varðarsyni, skipstjóra ættuðum frá Hallsbæ og eignuðust þau Lárus Skúla (1910­1960) og Boga Ingjald (1917­1996). Í Hallsbæ höfðu búið mann fram af manni sjósóknarar. Ragnheiður Skúladóttir og Þorvarður Þorvarðarson voru foreldrar Guðmundar. Lárus Skúlason þekktur athafnamaður bróðir Ragnheiðar var giftur Guðrúnu Oddsdóttur og voru þau barnlaus. Ragnheiður systir Lárusar gaf þeim drenginn Guðmund, til uppeldis frá tveggja ára aldri. Guðmundur ólst upp í Lárusarhúsi sem stendur enn á Hellissandi (byggt 1889) og ekki langt frá í Hallsbæ bjuggu systkini afa þau; Jónas, Þorvarður, Katrín og Sigríður. Lárus Skúlason var frumkvöðull að mörgu á Hellissandi, má þar upp telja barnaskólabygginguna og Ingjaldshólskirkju ásamt því að vera sjósóknari. Um tvítugt kostaði Lárus afa minn til náms í skipstjórn til Rönne, Bornholm í Danmörku. Allan sinn búskap bjuggu þau í Sjólyst, litla ljósgræna húsinu með rauða þakinu í fjörunni á Sandi, svo nálægt sjónum að gljáfrið í öldunum og fuglakvakið heyrðist skýrt inn í húsið. Minningin góða um húsið, afa, ömmu og Lalla frænda er sterk. Það að til hennar væri leitað jafnt dag sem nótt fannst okkur eðlilegt. Hún líknaði þeim sem leituðu til hennar af öryggi og kærleik. Sængurkonum fannst þeim borgið þegar hún var mætt á staðinn. Eina sumarnótt man ég að bankað var í gluggann í Sjólyst. Við nöfnurnar leiddumst út í pláss að húsi einu, amma fór inn í herbergi en á meðan beið ég í eldhúsinu. Á leiðinni til baka spurði ég ömmu; var barn þarna inni ?” Já það fæddist barn í heiminn, Sigga mín. Ég hef líklega verið átta ára gömul. Arngrímur Björnsson héraðs­ læknir í Ólafsvík kom iðulega við hjá ömmu og skildi eftir í hennar umsjón umbúðir og annað sem nota skildi til lækninga. Kona hans, Þorbjörg J. Guðmundsdóttir frá Flatey, var hennar besta vinkona. það var hennar stærsta hamingja í lífinu að sinna þessum störfum með skilningi afa og sonanna. Hún var ein af stofnendum kvenfélags Hellissands og sat þar lengi í stjórn. Kvenfélagskonurnar sáu um að viðburðir eins og stórafmæli og erfidrykkjur væru sem glæsilegastar. Hallsbæjar frændfólk mitt sem þekkti hana er samróma um að hún hafi verið allt í senn, sjálfstæð, sterk, ákveðin og mikill mannvinur. Minnisstætt er þegar Lárus Skúli sonur hennar var kistulagður í Sjólyst í mars 1960. Eftir að hún hafði hlúð að honum í síðasta sinn, stóð hún höfðingleg í íslenska búningnum sínum og mælti kveðjuorðin með styrkri röddu og einkennandi sálarró. Sigríður Bogadóttir í Sjólyst lést 6. september 1961. Minning alþýðuhetjunnar lifir. Samantekt : June Scholtz Kolbrún Ívarsdóttir Anna Þóra Böðvarsdóttir Kristín Björk Gilsfjörð Merkar konur af Snæfellsnesi Þakkarskjal sem Hellissandsbúar gáfu Sigríði á 70 ára afmælisdegi hennar McCormick C105max árgerð 2006 ekinn 2370 klst. Verðhugmynd: 3,6 - 4 milljónir. (Ásett verð er 4.955.765 án ámoksturstækja) Nánari upplýsingar gefur Gunnar Á Sigurjónsson í síma 553 5699 eða 894 7971

x

Bæjarblaðið Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.