Bæjarblaðið Jökull - 26.03.2015, Page 11
Bókasafn Snæfellsbæjar auglýsir:
Bókasafn Snæfellsbæjar verður lokað
frá og með 27. mars til 9. apríl 2015 (um páskana).
En dagana 30. mars (mánudag) og 1. apríl
(miðvikudag) verður opið frá kl. 16 til 18.
Gleðilega páska
Sveitarfélögin fimm á Snæ
fells nesi munu í ár taka virkan
þátt í svokallaðri Jarðarstund
eða Earth Hour. Um er að ræða
alþjóðlegan viðburð sem fer
fram í lok mars ár hvert á milli
klukkan 20:30 og 21:30 þegar
þátttakendur slökkva öll ljós.
Markmiðið er að vekja athygli á
loftslagsbreytingum af manna
völdum, orkunotkun og ekki síst
því að gjörðir hvers einstaklings
telja. Í fyrra tóku 7001 borg í 154
lönd um þátt.
Þátt taka sveitarfélaganna
á Snæ fells nesi felur í sér að
slökkt verður á götu lýsingu þar
til klukkan 21:30 í samstarfi
við RARIK. Auk þess verður
lögð áhersla á að slökkva ljós
í þeim stofnunum á vegum
sveitarfélaganna þar sem því
verður við komið.
Við hvetjum íbúa til þess að
taka þátt í verkefninu, slökkva
ljósin heima hjá sér og njóta
stundarinnar með fjölskyldu
og vinum án rafmagnslýsingar,
sjónvarps og tölva. Sönnum nú
hið forkveðna að margt smátt
gerir eitt stórt og myrkvum
Snæfellsnes saman!
#EarthHourSnæ #EarthHour
Theódóra Matthíasdóttir, umhverfis-
fulltrúi Snæfellsness (theo@nsv.is)
Myrkvað
Snæfellsnes
Viðvera fulltrúa sýslumanns
í Grundarrði
Fulltrúi sýslumanns verður með viðveru
á lögreglustöðinni í Grundarrði
frá 10:00-14:00
dagana 9. apríl og 7. maí
Ólafur K. Ólafsson
Sýslumaðurinn á Vesturlandi
SÝSLUMAÐURINN Á VESTURLANDI
BORGARBRAUT 2 · 340 STYKKISHÓLMUR · SÍMI: 458 2300