Bæjarblaðið Jökull - 26.03.2015, Page 13
Heldur hefur línuveiði smá bát
anna dalað og því er ansi stór floti frá
Snæfellsnesi kominn suður til veiða
og eru þá að gera út frá Sandgerði
og Grindavík. Tryggvi Eðvarðs SH er
með 82 tonn í 12 og þar af 6,8 tonn
landað í Grindavík í einni löndun.
Guðbjartur SH 65 tonn í 10 og þar
af 6,4 tonn í Grindavík. Særif SH
63 tonn í 10 og þar af 5,6 tonn í
Sandgerði. Stakkhamar SH er með
61 tonn í 10, Brynja SH ( gamla)
52 tonn í 10 og mest 13,7 tonn í
einni löndun. Spurning hvort að
nýi báturinn nái að toppa þann afla.
Sæhamar SH 47 tonn í 7, Kvika SH
38 tonn í 5, Álfur SH 37 tonn í 8.
Glaður SH 35 tonn í 9, Kári SH 31
tonn í 8 og Lilja SH 13,4 tonn í 2.
Steinunn SH er langhæstur
dragnótabátanna og sá eini sem
er kominn yfir 200 tonnin núna
í mars. Hefur landað 226 tonnum
í 8 róðrum. Egill SH 137 tonn í 6,
Esjar SH 130 tonn í 11, Sveinbjörn
Jakobsson SH 108 tonn í 5, Gunnar
Bjarnason SH 98 tonn í 6, Rifsari SH
86 tonn í 5.
Netaveiðin er nokkuð góð.
Þórsnes SH er með 238 tonn í 8,
Bárður SH 201 tonn í 19 róðrum,
ansi magnað hvað Pétur á Bárði
SH nær að róa stíft þrátt fyrir ansi
leiðinda veður. Saxhamar SH 149
tonn í 5, Arnar SH 127 tonn í 14
og mest 16 tonn í einni löndun.
Magnús SH 112 tonn í 5, Haukaberg
SH 75 tonn í 5. Ólafur Bjarnason SH
71 tonn í 4 róðrum.
Stóru línubátarnir hafa fiskað vel.
Tjaldur SH er með 296 tonn í 4 og
mest 98 tonn í einni löndun. Rifsnes
SH 153 tonn í 4, Örvar SH 142 tonn
í 3 og mest 83 tonn í einni löndun.
Kristinn SH 134 tonn í 11 róðrum.
Bíldsey SH 105 tonn í 9 róðrum.
Grundfirðingur SH 96 tonn í 2 og
Hamar SH 66 tonn í 2.
Hringur SH sem er á trolli hefur
landað 208 tonnum í 3 löndunum
og mest 71 tonn í einni löndun.
Helgi SH 133 tonn í 3 og Farsæll
SH 90 tonn í 3. Sigurborg SH sem
er á rækju hefur landað 48 tonnum
í 2 róðrum og þar af 29 tonnum
af rækju.
Gísli Reynisson
www.aflafrettir.is
Aflafréttir
Upplyfting fyrir hópinn þinn
FYRIR KONUR – 3 klst.
með Sigurborgu, 5Rytma kennara og sagnakonu
Gyðjugleði!
Við heiðrum gyðjuna í okkur, fræðumst, skreytum okkur og
dönsum að lokum, fyrir allar gyðjur, ekki síst okkur sjálfar.
Konur á krossgötum
Þú gerir klippimynd með markmiðum þínum, heyrir
stjörnuspá og dansar inn í tímamótin.
Til fundar við formæður – örnámskeið
Þú setur saman sögubrot af formóður, færð leiðsögn um
það að segja sögur og stígur loks á stokk og segir söguna.
FYRIR KONUR OG KARLA– 1 klst.
með Inga Hans, sagnamanni og grúskara
Snæfellingurinn James Bond
Fyrirmyndin að James Bond var íslenski Kanadamaðurinn,
njósnarinn og ævintýramaðurinn William Stephenson.
Sagan af Barbie og hinum gömlu leikföngunum
Skemmtileg nostalgía og það rifjast upp ótal gamlar
minningar.
„Allt satt og rúmlega það“
Skemmtisögur að hætti Inga Hans, þar sem hann nýtir
eftirhermuhæfileika sína óspart.
Bjóðum dagskrá fyrir
hópa, félagasamtök,
vinnufélaga og vini,
konur og karla.
Nánari upplýsingar á www.ildi.is og í síma 438 1700. Ingi Hans og Sigurborg í Grundarfirði
TIL SÖLU
Til sölu er einkahlutafélagið Stefán Pétursson ehf.
Aðal eignir félagsins eru báturinn Björgúlfur Pálsson SH-225,
skipaskrárnúmer 6918 ásamt veiðiheimildum.
Báturinn er smíðaður árið 1987 en ný Volvo Penta D6 330 hö
var sett í bátinn árið 2014.
Á bátnum er eftirfarandi krókaahlutdeild og krókaamark
Aahlutdeild Aamark óveitt aamark
2014-2015 2014-2015
Þorskur 0,0093944 16.128 17.193
Ufsi 0,0031013 1.431 1.431
Kar/gullkar 0,0002613 113 113
Tilboð skal senda á netfangið stefan.petursson.ehf@gmail.com
Frestur til að skila tilboðum er til kl. 16.00 30. mars 2015
Seljandi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem
er eða hafna öllum