Sjálfsbjargarfréttir - 01.11.2003, Blaðsíða 12

Sjálfsbjargarfréttir - 01.11.2003, Blaðsíða 12
ára afmæli Sjálfsbjargarheimilisins * fagnað við hátíðlega athöfn Sjálfsbjargarheimilið fagnaði 30 ára afmæli sínu í júlí sl. Fyrsta skóflustungann að heimilinu var tekinn 28. október 1966 og fyrsti áfangi þess tekinn í notkun árið 1973. Húsið, sem lengi vel nefndist Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar, var fyrsta heimili sinnar tegundar á íslandi og lang- þráð. Með opnun þess var lyft Grettistaki í búsetumálum fatlaðra hér á landi. A heimilinu var pláss fyrr 45 manns. Bygging og skipulag Sjálfsbjargarhússins var á margan hátt byggt á reynslu nágrannaþjóða. Þar fengust fyrirmyndir að aðgengi- legu húsnæði, dvalarheimilum fyrir fatlaða og vernduðum vinnustöðum. Margt í boði Haldið var upp á afmæli Sjálfsbjarg- arheimilisins með tvennum hætti. Þann 4. júlí var haldin hátíð í garð- inum við Sjálfsbjargarhúsið. Mikið tjölmenni var, enda veður með besta móti. Flutt voru ávörp og skemmti- dagskrá og að því loknu var opið hús. Sérstakur gestur hátíðarinnar var Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Ymislegt annað var í boði, m.a. sýning á mál- verkum og skúlptúrum sem íbúar heimilisins hafa gert. Þá gátu gestir kynnt sér sögu heimilisins og nýja gerð búsetu fyrir hreyfihamlaða. Frumflutt var ljóð eftir Helgi Seljan, fyrrum formann Öryrkjabandalags Islands, sem hann samdi í tilefni dagsins. Fjölmargir einstaklingar sem að heimilinu koma,fengu þakklœtisvott fyrir störf sín í þágu Sjálfsbjargarheimilisins. Mikið fjölmenni var á afmælishátíðinni sem haldin var í blíðskaparveðri í garðinum við Sjálfsbjargarhúsið. Með opnun Sjálfsbjargarheimilisins var lyft Grettistaki í búsetumálum fatlaðra hér á landi. Þann 7. júlí fóru íbúar og starfs- menn í skrúðgöngu frá Sjálfsbjarg- arhúsinu að Nordica Hóteli þar sem snæddur var hádegisverður. Þar færði stjórn heimilisins 26 starfs- mönnum þakklætisvott fyrir störf sín í þágu heimilisins. Þá voru ýms- ir aðrir er að heimilinu koma færðar þakkir. Einnig voru flutt tónlistarat- riði. Þess má geta að Sjálfsbjörg á höf- uðborgarsvæðinu færði forsvars- mönnum Sjálfsbjargarheimilisins platta með merki Sjálfsbjargar að gjöf í tilefni afmælisins. Þórir Karl Jónasson, formaður Sjálfs- bjargar á höfuðborgarsvceðinu, fœrði Sjálfsbjargarheimilinu platta með merki Sjálfsbjargar að gjöf í tilefni af- mœlisins. Jón Hlöðver Askelsson, stjórnarformaður Sjálfsbjargar- heimilisins, tekur við gripnum. Öllum gestum var boðið upp a veitingar, kaffi og kökur og djús fyrir yngstu kynslóðina. Gaman var að sjá gesti á öllum aldri taka þátt í hátíðinni og gleðjast með íbúum og starfsfólki heimilisins. Mœtingin á afmœlishátíðina var góð, enda blíðskaparveður. Flutt voru ávörp, skemmtiatriði o.fl. Að dagskrá lokinni var opið hús. Arndís Hrund Guðmarsdóttir og Hulda Magnúsdóttir, sem báðar eru félagar í Sjálsbjörg, skemmtu sér vel eins og sjá má. 12 13

x

Sjálfsbjargarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjargarfréttir
https://timarit.is/publication/1896

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.