Sjálfsbjargarfréttir - 01.11.2003, Blaðsíða 3

Sjálfsbjargarfréttir - 01.11.2003, Blaðsíða 3
Evrópuár fatlaðra og kjarasamningar! / rið 2003 er tileinkað ári fatlaðra í Evrópu, og er það vel að okkar mál komist á dagskrá. En því miður hafa íslensk stjómvöld fylgt þessu máli afar illa eftir og byrjuðu ekkert að aðhafast fyrr en félög fatlaðra og öryrkja bentu stjórnvöldum á þetta málefni, og nú hefur verið ákveðið að fram- lengja ár fatlaðra fram í apríl á næsta ári þ.e. 2004. Að sjálfsögðu verðum við að gera margt til þess að minna á okkar mál- stað og vera sívakandi um það hvað við viljum gera og hver eru mark- mið okkar. Það er eðlilegur hlutur. En það er samt grátlegl hvað stjórn- völd sýna okkar málstað lítinn áhuga. Við þurfum sífellt að vera að funda, með ráðherrum, alþingis- mönnum og sveitarstjórnarmönn- um. Þann 3. desember er alþjóðadagur fatlaðra og veitum við þá viður- kenningar fyrir gott aðgengi þar sem það á við eða veitum hegning- arverðlaun fyrir slæmt aðgengi. Við höfum hugsað okkur að vera alveg sérstaklega vel á varðbergi vegna Evrópuárs fatlaðra. Við höfunr hafið þá vinnu og von- andi getum við verið rausnarlegri nú í ár vegna þess sem ég fyrr nefndi árs fatlaðra í Evrópu. Þú, fé- lagi góður getur þar lagt þitt fram- lag, með því að vera vakandi og koma með ábendingar til okkar á skrifstofuna sem fyrst. Nú um áramótin renna út kjara- samningar á almennum vinnumark- aði, sem ég hef nefnt hér oft áður í skrifum mínum. Eg vil bara ítreka það sem fulltrúar verkalýðshreyfing- arinnar sögðu hér á fundi í fyrra haust. Þeir sögðu það berunr orðum að fatlaðir og öryrkjar fengju að koma að gerð þeirra samninga. Nú er að sjá hvort þeir standi við STÓRU orðin. Við hér hjá Sjálfs- björg, félagi fatlaðra á höfuðborgar- svæðinu, ætlum að koma okkur í samband við þessa herra og herma þetta loforð uppá þá. Það eru að mínu mati sjálfsögð mannréttindi að við fáum að koma að gerð þessarra samninga, því kjör okkar skipta svo miklu máli. T.d. Þórir Karl Jónasson, formaðw S'jálfsbjargar, félags fatlaðs fólks á höfuðborgarsvœðinu, skrifar. Mynd/kmh. verðum við að fá það í gegn að öll skerðingaratriði verði felld út úr ís- lenskum lögum. Það eru mannrétt- indi, eins og segir í dórni Hæstarétt- ar Islands í öryrkjadómnum sem er ný fallinn, og vil ég hvetja ykkur til þess að kynna ykkur dóminn, en því miður nær hann ekki til ársins í ár, því hann er bara yfir ákveðið árabil. Eg vil rninna ykkur á jólabasarinn 6. og 7. desember hér í salnum okkar. Að lokum óska ég félagsmönnum, tjölskyldum þeirra og að sjálfsögðu öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Það eru að mínu mati sjálfsögð mannréttindi að við fáum að koma að gerð þessa samninga, því kjör okkar skipta svo miklu máli. T.d. verðum við að fá það í gegn að öll skerðingaratriði verði felld út úr íslenskum lögum. En það er samt grátlegt hvað stjórnvöld sýna okkar málstað lítinn áhuga. Við þurfum sífellt að vera að funda, með ráðherrum, alþingismönnum og sveitar- stjórnarmönnum. Kær kveðja GLEÐILEG JÓL. 3

x

Sjálfsbjargarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjargarfréttir
https://timarit.is/publication/1896

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.