Úrval - 01.10.1971, Qupperneq 3
FORSPJALL
MEÐ HAUSTINU hefjast skólarnir,
og þegar helmingur þjóðarinnar er
búinn að koma sér fyrir á skólabekk,
vaknar bók menningin af vœrum
blundi: Jólabækurnar taka að
streyma á markaðinn. Margar til-
raunir hafa verið gerðar til að gefa
út bœkur allt árið um kring, en gef-
izt illa. Einhvern veginn er svo í
pottinn búið hér hjá okkur, að nýj-
ar bækur og jólin virðast vera óað-
ekki aðeins jólagjafastússið, heldur
skiljanleg fyrirbœri. Þessu veldur
vafalaust einnig, að lestur bóka er
miklu almennari í skammdeginu en
á öðrum árstíma.
EN EIN ER SÚ tegund bóka, sem
allt of lítið ber á í bókaflóðinu. Það
eru bœkur um samtímaviðburði,
bœði innlenda og erlenda, bœkur um
þau vandamál, sem við er að etja á
líðandi stundu. Hinn óvenjulegi
áhugi okkar á fortíðinni er góðra
gjalda verður, en ekki má þoka með
öllu til hliðar því lífi, sem hrærist í
kringum okkur á þessum síðustu og
verstu tímum.
EINN MINNISSTÆÐASTI atburður
ársins 1970 var vafalaust flugvéla-
ránið mikla á eyðimörk Jórdaníu.
Það var í september í fyrra, sem
heill hópur skœruliða frá Palestínu
skipulagði vandlega fífldirfskulegt
flugvélarrán og framkvæmdi áætl-
unina vægðarlaust, án þess að hvika
hið minnsta frá settu marki. Og þar
var ekki aðeins um eina flugvél að
rœða, heldur fimm risavaxnar far-
þegaflugvélar. Flugvélarœningjarn-
ir stofnuðu lífi og Umum mörg
hundruð saklausra farþega í mikla
hœttu. Þeir skákuðu nœstum sjó-
ræningjum fyrri alda i fífldirfsku
sinni. Síðan neyddu þeir flugstjór-
ana til þess að fljúga vélunum á af-
skekktar flugbrautir úti í eyðimörk
Jórdaníu, og þar voru þœr um-
kringdar skæruliðum, sem héldu
vörð um þœr.
ÞÝZKI BLAÐAMAÐURINN Jörg
Andrees Elten vann í langan tíma
að gagnasöfnun um þennan ein-
stœða atburð. Hann átti viðtöl við
fjölda þeirra manna, sem við sögu
komu, og í eftirminnilegri frásögn
/------------------------------------------------------------------------------\
Kemur út mánaðarlega. Útgefandi: Hilmir hf„
Skipholti 33, Reykjavík, pósthólf 533, sími 35320.
Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Afgreiðsla: Blaðadreif-
ing, Skipholti 33, sími 36720. Verð árgangs krónur
600,00. I lausasölu krónur 60,00 heftið. Prentun og bókband: Hilmir hf.
Myndamót: Rafgraf hf.
V