Úrval - 01.10.1971, Page 11
30. ÁR
10. HEFTI
OKTÓBER
1971
Olíukóngurinn frægi segir hér frá því mikla
leyndarmáli, hvaða hæfileikum menn þurfi að vera gæddir til
að geta rekið fyrirtæki með hagnaði.
Einkenni
auðkýfingsins
EFTIR J. PAUL GETTY
✓Kvixíiíifí JT'ir allmörgum árum
]v;í réði ég til mín mann
•p >K — sem við getum nefnt
George Miller — til að
hafa yfirumsjón með
nokkrum olíueignum
sem ég átti utan við Los Angeles,
Kaliforníu. Hann var heiðarlegur,
ötull einstaklingur. Hann var gjör-
kunnugur olíuviðskiptum. Laun
hans voru í samræmi við þá ábyrgð
sem samfara var starfi hans og hann
virtist að öllu leyti ánægður með
starfið og laun þau, sem hann fékk
greidd. Engu að síður fór það svo,
að í hvert skipti sem ég heimsótti
eignirnar og fór í eftirlitsferð um
olíuborunarsvæðin, kom ég undan-
tekningarlaust auga á eitthvað, sem
mér fannst vera ranglega unnið eða
til einskis.
Það var of margt fólk á launalista
og nægilegur hemill var ekki hafður
á útgjöldum. Vissar framkvæmdir
voru unnar of hægt; öðrum var flýtt
um of og ekki nóg til þeirra vandað.
Af ýmsum tegundum áhalda voru
til of miklar birgðir, á öðrum var
vöntun.
Hvað George Miller sjálfan
áhrærði, fannst mér hann eyða of
miklum tíma til stjórnunar á aðal-
skrifstofunum í Los Angeles og ekki
nægum á staðnum —• á olíuborunar-
pöllunum og prömmunum. Afleið-
ing þessa var sú að hann var ekki
fær um að beita beinni persónulegri
yfirumsjón við framkvæmdirnar.
Öll þessi atriði leiddu til þess að
útgjöldin voru of mikil og arðurinn