Úrval - 01.10.1971, Page 13
EINKENNI AUÐKÝFINGSINS
11
Atvik þetta kenndi mér eina af þeim
mörgu lexíum sem hafa komið mér
til að álíta að flestir menn eiga
heima í fjórum meginflokkum.
í fyrsta hópnum eru menn sem
vinna bezt þegar þeir vinna algjör-
lega fyrir sjálfan sig — þegar þeir
eiga og stjórna sínum eigin fyrir-
tækjum. SHkir menn vilja ekki vera
í annarra þjónustu. Ósk þeirra er
að vera fullkomlega óháðir. 'Þeir
hafa engan áhuga á því öryggi sem
fylgir launuðu starfi. Þeir vilja
skapa sitt eigið öryggi og byggja
eigin framtíð án aðstoðar. í stuttu
máli, vilja þeir vera eigin herrar og
taka viljugir á sig þá ábyrgð og þær
áhættur sem því fylgja.
Næst koma þeir menn sem af
ýmsum ólíkum ástæðum vilja
ekki leggja út í eiginn atvinnurekst-
ur, en sem eru virkastir, stundum
svo jaðrar við það ótrúlega, þegar
þeir starfa í þágu annarra og eiga
hlut í ágóða fyrirtækisins.
I þessum flokki eru margar mjög
mismunandi manngerðir. Allt frá
afbragðs sölumönnum sem kjósa að
vinna upp á prósentur, —1 þiggja
laun í samræmi við það sem þeir
skila, án þess að um nokkuð há-
mark eða lágmark sé að ræða, — til
beztu framkvæmdastjóra á við-
skiptasviðinu.
Þriðji flokkurinn minn innihe'dur
einstaklinga, sem kjósa aðeins að
vera launþegar, fólk sem er tregt til
að taka áhættum og sem vinnur bezt,
þegar það er undir öðrum komið og
nýtur öryggis og stöðugra launa.
Fólk í þessum hópi er gott, sam-
vizkusamt og traust starfsfólk. Það
er tryggt atvinnuveitanda sínum, en
gerir sig ánægt með takmarkaða
hvatningu launagreiðslunnar og
vonast eftir einstaka hækkun í laun-
um. Það hefur ekki til að bera
frumkvæði og framsækni — þeirra
einstaklinga sem skipað er í tvo
fyrstu flokkana.
Síðast koma þeir sem vinna fyrir
aðra en sem taka sömu afstöðu
gagnvart vinnuveitanda sínum, eins
og póststarfsmaðurinn tekur gagn-
vart póstmálastjórninni. Það skal að
sjálfsögðu skírt tekið fram að ég
hef alls ekki í hyggju að minnka
eða vanmeta starfsmenn póstþjón-
ustunnar, sem vinna vel og atorku-
samlega. En þeir eru ekki hvattir af
neinni nauðsyn eða áhuga á því að
sýna hagnað fyrir atvinnuveitanda
sinn. Ef tap verður á rekstri póst-
málanna, verður því mætt með rík-
isframlögum. Ég leyfi mér í fullri
alvöru að efast um að til sé einn
starfsmaður póstsins af hverjum 100
sem lætur sig skipta máli hvort
póstþjónustan skilar hagnaði eða er
rekin með tapi. Þetta er, ef til vill,
eins og það á að vera — í póstþjón-
ustunni. En, augljóslega, eru slík
sjónarmið banabiti fyrir hvert fyr-
irtæki sem starfrækt er í kerfi
frjálsrar samkeppni.
Samt sem áður eru til allt of
margir menn sem sitja í — eða vilja
sitja í — stjórnunarstöðum fyrir-
tækja, en hafa viðhorf sem eru bók-
staflega samhljóða þeim sem lágt
settur póstafgreiðslumaður hefur.
Það skiptir þá engu raunveru’egu
máli hvort fyrirtækið sem hefur þá
í þjónustu sinni skilar hagnaði eða
sýnir tap, svo lengi sem kauptékk-
ar þeirra berast á réttum tíma.