Úrval - 01.10.1971, Page 13

Úrval - 01.10.1971, Page 13
EINKENNI AUÐKÝFINGSINS 11 Atvik þetta kenndi mér eina af þeim mörgu lexíum sem hafa komið mér til að álíta að flestir menn eiga heima í fjórum meginflokkum. í fyrsta hópnum eru menn sem vinna bezt þegar þeir vinna algjör- lega fyrir sjálfan sig — þegar þeir eiga og stjórna sínum eigin fyrir- tækjum. SHkir menn vilja ekki vera í annarra þjónustu. Ósk þeirra er að vera fullkomlega óháðir. 'Þeir hafa engan áhuga á því öryggi sem fylgir launuðu starfi. Þeir vilja skapa sitt eigið öryggi og byggja eigin framtíð án aðstoðar. í stuttu máli, vilja þeir vera eigin herrar og taka viljugir á sig þá ábyrgð og þær áhættur sem því fylgja. Næst koma þeir menn sem af ýmsum ólíkum ástæðum vilja ekki leggja út í eiginn atvinnurekst- ur, en sem eru virkastir, stundum svo jaðrar við það ótrúlega, þegar þeir starfa í þágu annarra og eiga hlut í ágóða fyrirtækisins. I þessum flokki eru margar mjög mismunandi manngerðir. Allt frá afbragðs sölumönnum sem kjósa að vinna upp á prósentur, —1 þiggja laun í samræmi við það sem þeir skila, án þess að um nokkuð há- mark eða lágmark sé að ræða, — til beztu framkvæmdastjóra á við- skiptasviðinu. Þriðji flokkurinn minn innihe'dur einstaklinga, sem kjósa aðeins að vera launþegar, fólk sem er tregt til að taka áhættum og sem vinnur bezt, þegar það er undir öðrum komið og nýtur öryggis og stöðugra launa. Fólk í þessum hópi er gott, sam- vizkusamt og traust starfsfólk. Það er tryggt atvinnuveitanda sínum, en gerir sig ánægt með takmarkaða hvatningu launagreiðslunnar og vonast eftir einstaka hækkun í laun- um. Það hefur ekki til að bera frumkvæði og framsækni — þeirra einstaklinga sem skipað er í tvo fyrstu flokkana. Síðast koma þeir sem vinna fyrir aðra en sem taka sömu afstöðu gagnvart vinnuveitanda sínum, eins og póststarfsmaðurinn tekur gagn- vart póstmálastjórninni. Það skal að sjálfsögðu skírt tekið fram að ég hef alls ekki í hyggju að minnka eða vanmeta starfsmenn póstþjón- ustunnar, sem vinna vel og atorku- samlega. En þeir eru ekki hvattir af neinni nauðsyn eða áhuga á því að sýna hagnað fyrir atvinnuveitanda sinn. Ef tap verður á rekstri póst- málanna, verður því mætt með rík- isframlögum. Ég leyfi mér í fullri alvöru að efast um að til sé einn starfsmaður póstsins af hverjum 100 sem lætur sig skipta máli hvort póstþjónustan skilar hagnaði eða er rekin með tapi. Þetta er, ef til vill, eins og það á að vera — í póstþjón- ustunni. En, augljóslega, eru slík sjónarmið banabiti fyrir hvert fyr- irtæki sem starfrækt er í kerfi frjálsrar samkeppni. Samt sem áður eru til allt of margir menn sem sitja í — eða vilja sitja í — stjórnunarstöðum fyrir- tækja, en hafa viðhorf sem eru bók- staflega samhljóða þeim sem lágt settur póstafgreiðslumaður hefur. Það skiptir þá engu raunveru’egu máli hvort fyrirtækið sem hefur þá í þjónustu sinni skilar hagnaði eða sýnir tap, svo lengi sem kauptékk- ar þeirra berast á réttum tíma.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.