Úrval - 01.10.1971, Side 28
26
ÚRVAL
vikið frá völdum af „Ungtyrkjum“
árið 1909.
Vonardemanturinn kom svo aftur
fram á sjónarsviðið í París. Og nú
var hann í höndum gimsteinakaup-
mannsins Pierre Cartiers, sem seldi
hann svo Evelyn Walsh McLean frá
Washington. Hún var dóttir námu-
eigandans Thomasar F. Walsh og
eiginkona Ned McLeans sonar út-
gefanda dagblaðanna „Washington
Post“ og „Cincinnati Enquier“. Hún
borgaði 154.000 dollara fyrir Vonar-
demantinn, og blaðamennirnir sögð-
ust búast við því, að það mundi
þar að auki kosta McLeanhjónin
24.000 dollara á ári að eiga hann,
þar eð vátryggingargjöld og laun
öryggisvarða mundu vart kosta
minna .
Og ógæfan tók að elta McLean-
hjónin á röndum, eftir að þau höfðu
eignazt Vonardemantinn. Meðan
þau voru á Kentucky Derbyveðreið-
unum árið 1918, varð Vinson, 8 ára
sonur þeirra fyrir bifreið og beið
bana. Hann hafði orðið eftir á heim-
ili þeirra í Washinton, og voru líf-
verðir þar til þess að gæta hans (þar
eð þau höfðu óttazt, að honum yrði
rænt). Honum tókst að smjúga burt
frá þeim. Hann hljóp út á götu, þar
sem hann varð fyrir bifreið.
Skömmu eftir þetta gerðist Ned Mc
Lean mjög drykkfelldur, og að því
kofn, að hann var ekki lengur
ábyrgur gerða sinna og glataði dag-
blöðunum. sem hann átti, úr hönd-
um sér. Dóttir þeirra dó vegna of-
notkunar svefnlyfja. Og það virtist
sem ekkert lát ætlaði að verða á
hinum illu áhrifum Vonardemants-
ins. í desembermánuði 1967 fannst
eitt af barnabörnum frú McLeans,
hin 25 ára gamla Evalyn McLean,
látin á heimili sínu í Texasfylki.
Hafði hún dáið af áhrifum áfengis
og róandi lyfja.
Frú McLean dó svo árið 1947. Eft-
ir dauða hennar keypti Harry Win-
ston gimsteinasali gimsteinasafn
hennar, sem metið var á rúma 1,1
milljón dollara. Winston stofnaði til
farandsýningar á Vonardemantinum
og nokkrum öðrum frægustu gim-
steinunum, sem hann átti. Og næstu
9 árin „ferðaðist" Vonardemantur-
inn samtals 400.000 mílna vegalengd.
Um 5 milljónir manna skoðuðu
hann, og aflaði hann þannig yfir 1
milljón dollara til góðgerðarstarf-
semi.
Árið 1957 hóf Winston saminga-
umræður við Smithsonianstofnunina
í Washington. Vildi hann gefa stofn-
uninni Vonardemantinn, og skyldi
hann verða kjarni gimsteinasafns á
vegum stofnunarinnar í líkingu við
brezku krúngimsteinana í Tower-
kastala. Smithsonianstofnunin þáði
gjöf þessa, og þ. 8. nóvember árið
1958 var bláa demantinum komið
fyrir í kassa, sem klæddur var rú-
skinni, og síðan var farið með hann
til aðalpósthúss New Yorkborgar.
Þaðan átti svo að senda hann í pósti
til Washington. (Gimsteinasalar
álíta, að það sé bezt að senda gim-
steina á þennan hátt). Pakkinrí var
merktur sérstaklega og innsigtaður.
Og síðan var honum komið fyrir í
geymsluhólfi í skrásetningardeild
pósthússins, en deildar þeirrar er
stöðugt gætt af pósteftirlitsmönn-
um og vopnuðum varðmönnum.
Þaðan var hann sendur til áfanga-