Úrval - 01.10.1971, Page 55

Úrval - 01.10.1971, Page 55
GAMLI MAÐVRINN 53 styrkari. Brátt var hópur skemmti- ferðamanna farinn að elta hann stað úr stað í virkinu, og hinir djarfari þeirra voru jafnvel farnir að spyrja hann spurninga. En síðla dags var sem drægi skyndilega úr honum allan mátt. Hann virtist nú veikbyggðari, gam- all, þreyttur maður, sem átti ólok- inni ferð. Þegar við fórum yfir mikla umferðargötu, studdi. ég við handlegg honum. Gamli maðurinn hnussaði og hló í senn: „É'g man, að ég hjálpaði þér yfir margar göturn- ar, þegar þú varst lítill. Aldrei grun- aði mig þá, að þú ættir einhvern tíma eftir að gera það sama fyrir mig.“ „O, jæja,“ sagði ég, „o, jæja.“ Svo bætti ég við: „Ég hef hjálpaS drengnum þarna uppi yfir nokkrar götur," og benti um leið til sonar míns uppi á einum virkisveggnum. „Og það hefur aldrei hvarflað að mér fyrr en núna, að hann ætti kannske einhvern tíma eftir að end- urgjalda mér greiðann." „O, jæja,“ sagði gamli maðurinn, „hann gerir það, ef þú verður heppinn." Við ræddum saman langt fram á nótt síðasta sólarhringinn, sem ég dvaldi heima hjá gamla manninum. Og næsta morgun skildi ég hann eftir standandi á veröndinni fyrir framan framdyrnar. Hann var kiæddur í vinnufötin sín og hristi vingjarnlega krepptan hnefann í áttina til mín og sagði mér, hvað hann mundi gera við mig, ef ég skrifaði móður minni ekki oftar. Sex vikum siðar veiktist hann, eftir að hafa borðað vænan skammt af rófukáli úr grænmetisgarðinum sínum. Hann svimaði og fann til ógleði. Þegar hann var orðinn mjög þjáður, samþykkti hann að fara með bróður mínum til sjúkrahúss- ins og kvartaði jafnframt yfir því, að sláttuvélin hans og garðyrkju- verkfærin hefðu verið skilin eftir hingað og þangað um garðinn. Hann bað um að sjá þau, að þau yrðu sett inn í áhaldageymsluna og henni síð- an lokað. Svo tók hann í hönd bróð- ur míns og sagði: „Weldon, þakka þér fyrir allt.“ Og hann var látinn, áður en ég komst heim. Clyde Clayton King lifði í 82 ár, 7 mánuði og 25 daga. Ekkja hans er enn á lífi, ásamt fjórum af fimm börnum þeirra sjö af átta barna- börnum, sex barnabarnabörnum og tveim barnabarnabarnabörnum. Hann lifði langa ævi, allt frá því að „kossar voru ekki álitnir neinn hé- gómi“ til tíma hópkynlífssýning- anna. Hann fæddist fimm árum áð- ur en ríðandi menn æddu áfram á fleygiferð með landnemavagna sína til þess að nema land á Cherokee- ræmunni, þegar hún var opnuð til landnáms, og lifði allt þangað til fyrsti maðurinn steig fæti sínum á tunglið og ári betur. Hann hataði að vísu plægt akra með uxaeyki, en hann hafSi aldrei flogiS í flugvél. Og hann skuldaði engum manni neitt, þegar hann dó. Ég hjálpaði bróður mínum og syni til þess að ganga frá verkfær- um gamla mannsins í áhaldageymsl- unni í húsagarðinum við húsið hans. Og síðan stöldruðum við svolítið við og vökvuðum garðinn hans með lekri garðslöngu og slitnum dreif- urum. Við vorum allir þungt hugsi og sögðum fátt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.