Úrval - 01.10.1971, Side 59

Úrval - 01.10.1971, Side 59
AÐ KUNNA AÐ META MAKA SINN 57 kallar hana nirfil, en allir, sem þekkja þau, gera sér grein fyrir því, að hún er bara að vernda hjónaband þeirra og sambúð. Flestar ungar eiginkonur munu komast að því, þegar þær eldast og vitkast, að þeim er næstum alltaf um megn að breyta óæskilegum ein- kennum í fari eiginmannanna með því að ganga beint til verks með sókn. Reiðilegar ásakanir gera að- eins illt verra. Einu aðferðirnar, sem duga, eru rólegar umræður á heppilegum augnablikum, þegar báðir aðilar eru í góðu hugarjafn- vægi, beiðni um sanngirni eða ró- legar lýsingar á því, hversu sær- andi eða óviturlegur hinn neikvæði eða óæskilegi eiginleiki er í raun og veru. Hjónabandsráðgjafi, sem ég þekki, hvetur ætíð ósátt hjón til að skrifa hvort um sig lista yfir helztu ágrein- ings- og aðfinnsluatriðin. Hann at- hugar síðan rólega báða listana og útbýr síðan samning, sem hjónin eiga bæði að undirrita, samning, sem gilda á í eina viku. Ef eiginkonan samþykkir að draga úr reykingum sínum og reykja aðeins 10 vindlinga á viku, þá mun eiginmaðurinn hjálpa henni með uppþvottinn þrjú kvöld í viku. Ef hann samþykkir að ræða við hana við morgunverðar- borðið í stað þess að lesa dagb^aðið, mun hún hætta að ganga með .rúll- ur í hárinu. Samningsatriðin eru flest í þessum dúr. f vikulokin kall- ar hjónabandsráðgjafinn þau síðan aftur á sinn fund. Hafi þau staðið við samninginn, heldur hann gildi sínu áfram, og við hann er bætt nokkrum nýjum samningsatriðum og þess gætt, að ekki hallist á ann- an hvorn aðilann. Augsýnilega virð- ist þessi aðferð, sem byggist á að „veita og þiggja“, hafa reynzt mjög vel og getað bjargað mörgum hjóna- böndum. Það ætti að leiða sérhverri brúður það fyrir sjónir á einhvern hátt, að tilfinningar karlmanns til konu eru að síðustu komnar undir því, hvern- ig tilfinningar henni tekst að vekja með honum og hvernig henni tekst að viðhalda þeim, þ.e. hvernig henni tekst að láta honum líða. Séu til- finningalegar, líkamlegar eða sál- rænar þarfir hans aðkallandi og sterkar og hann búist við því af henni, að hún fullnægi þeim, en h'ún láti slíkt undir höfuð leggjast, mun það reynast honum erfitt að veita henni þá, ástúð, blíðu, aðdáun og tryggð, sem hún þarfnast og þráir. Auðvitað hefur konan einnig sín- ar þarfir, og eiginmanni hennar ber ekki síður skylda til að fullnægja þeim. En ég álít í sannleika sagt, að í meirihluta þeirra tilfella, þar sem um hjónabandsósátt og erjur er að ræða, sé það konan, sem kemur ekki auga á einhverja grudvallarþörf mannsins og lætur undir höfuð leggjast að fullnægja henni. Sumir eiginmenn þarfnast eigin- konu, sem er mjög myndarleg hús- móðir og á auðvelt með að taka á móti gestum og gerir það með glæsi- brag. Aðrir þarfnast kátrar og fjör- ugrar eiginkonu, sem hefur gaman af að skemmta sér og njóta lífsins. Sumum er það brýn nauðsyn að eiga rólegt heimili, þar sem allt er í stökustu röð og reglu og gott skipu- lag á öllum hlutum. Og stundum er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.