Úrval - 01.10.1971, Síða 77

Úrval - 01.10.1971, Síða 77
VPPBLÁSIN HÚS 75 sviði landbúnaðar. Hollendingar og Þjóðverjar hafa gert tilraunir með lítil uppblásin gróðurhús. Og nú eru uppblásin gróðurhús einnig að skjóta upp kollinum í Bandaríkjun- um. Dick Pretzer, eigandi geysimik- illa gróðurhúsasamstæða nálægt Cleveland, ræktar salat og tómata við algera veðurstjórn, loftkælingu á sumrin og hitun á veturna, sjálf- virkt regn, o.s.frv. í samvinnu við Goodyear Tire & Rubber Co. hefur Pretzer gert tilraun með uppblásið gróðurhús, sem nær yfir heila ekru. Var það gert úr þunnu, gegnsæju efni. Honum líkar mjög vel við það. Það kostar aðeins helming þess verðs, sem tilsvarandi glerhús hefðu kostað. Það er engin þörf fyrir nein- ar styrktarstoðir í því. Og því get- ur hann notað venjulegar jarðyrkju- vélar þar inni eins og um venjuleg- an útiakur væri að ræða. Pretzer er sannfærður um (og það er fyrirtæk- ið Goodyear Tire & Rubber Co. einnig) að uppblásin gróðurhús eigi mikla framtíð fyrir sér. Uppblásnu húsin hafa einnig skot- ið upp kollinum á háskólalóðunum. Er þar einkum um íþróttahús að ræða. Slíkt uppblásið íþróttahús er við Harvardháskóiann. Það nær yf- ir heila ekru, þannig að þar er frem- ur um íþróttavöll að ræða. í því er hlaupabraut af venjulegri stærð og þar að auki sæti fyrir 800. Og það kostaði aðeins 300.000 dollara með öllum útbúnaði. Aðrir háskó'ar hafa fylgt fordæmi Harvardháskólans, og eru ýmsir þeirra að vinna að áætl- unum um risavaxin íþróttahús og uppblásin hvolf yfir heila knatt- spyrnuvelli af venjulegri stærð. Heimili í uppblásnu húsi. Er það hugsanlegt, að með uppblásnu hús- unum hafi loks fengizt það ódýra íbúðarhúsnæði sem mannkynið hef- ur verið að bíða eftir? Líklega ekki. íbúðarhús eru yfirleitt litil. Tré- smiðurinn hefur vinninginn, þegar um slíka stærð er að ræða. Þar að auki eru það ekki veggirnir og þak- ið, sem eru dýrustu hlutar íbúðar- hús, heldur það, sem er þar innan dyra, svo sem frárennsli og leiðslur fyrir það, alls konar rafmagnsleiðsl- ur, hitaleiðslur og upphitun, innan- húsfrágangur, málning og skreyting og svo framvegis. En hví ætti þá ekki að reyna að reisa uppblásið hús, flytja húsgögn- in inn í það og byrja bara heimilis- hald án frekari undirbúnings? Ung hjón, Davíð og Vickie Schumacher að nafni, hafa einmitt gert slíkt. Fyrirtækið Goodyear Tire & Rubber Co. á uppblásið íbúðarhús, sem stendur nálægt borginni Akron í Ohiofylki. Það hefur verið reist í rannsóknar- og prófunarskyni. Schumacker, sem leggur stund á stjórnmál og alþjóðamál við Prince- tonháskólann, gaf sig fram sem sjálf- boðaliða og bauðst til þess að búa í húsi þessu með konu sinni í nokkr- ar vikur í tilraunskyni. Fyrirtækið flýtti sér að útvega þeim dálítið af húsgögnum og heimilistækjum. Og svo fluttu ungu hjónin inn í upp- blásna húsið. Húsið er stórt. Það nær yfir næst- um hálfa ekru. Það er því um tí- falt stærra en venjulegt einbýlishús í úthverfi. f rauninni er það ekki aðeins um íbúðarhús að ræða, held- ur fremur yfirbyggða lóð. Og það
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.