Úrval - 01.10.1971, Blaðsíða 81
79
að jafnvel úti á eyðimörk, til starf-
rækslu hennar þarf ekki nema
nokkra sérmenntaða starfsmenn."
Fréttamaður: Þér sögðuð að ala
megi örverur á tiltölulega ódýrum
hráefnum. Hvaða hráefni eru það?
Beljaev: Það eru alls konar upp-
gangsefni frá framleiðslu úr jurt-
um. Nú eru t. d. framleidd úr þess-
um efnum í Sovétríkjunum rúmlega
250 þúsund tonn af gerlum, sem eru
notaðir í fóðurbæti í kvikfjárrækt.
Og eitt af beztu hráefnum til slíkr-
ar framleiðslu er olía — eða öllu
heldur parafín, sem í henni eru.
Fréttamaður: En nú eru örverur
lifandi verur, — geta lifandi verur
lifað á olíu?
Beljaev: Já, það geta þær. Menn
komust að því þegar í byrjun þess-
arar aldar. Um allan heim er núna
verið að reyna að hagnýta þennan
möguleika til að leysa hið knýjandi
vandamál mannkynsins að afla
eggjahvítuefna til fóðurbætis og
með því framtíðarmarkmiði að nota
þau til manneldis. Olíuauðæfi jarð-
ar eru yfriðnóg til þess að tryggja
mannkyninu nægjanleg eggjahvítu-
efni um alla næstu fyrirsjáanlega
framtíð — jafnvel með tilliti til
hinnar öru fólksfjölgunar.
Fréttamaður: Hvað eru rannsókn-
ir á framleiðslu eggjahvítuefna úr
oliuhráefnum komnar langt?
Beljaev: Eftir þeim fréttum að
dæma, sem við höfum frá útlönd-
um, þá fást rúmlega 40 mismunandi
samtök og fyrirtæki við þessar
rannsóknir.
Fjölmargar vísindastofnanir í
landi okkar vinna einnig að þeim.
Á grundvelli þessara rannsókna
hefur iðnframleiðsla á eggjahvítu-
efnum til fóðurs verið skipulögð.
Árið 1968 tók fyrsta verksmiðja í
heimi, sem framleiðir eggjahvitu-
efni úr gerlum til starfa í landi
okkar. Hún framleiðir 12 þúsund
tonn á ári. Og nú þegar er hægt að
slá því föstu, að þessi framleiðsla
er mjög arðvænleg.
Hjá okkur er nú unnið að því með
góðum árangri að framleiða fóður-
eggjahvítu beint úr gasolíu. Með því
móti eru samtímis framleidd tvö
verðmæt efni — fóðurgerlar og dís-
elolía.
Fréttamaður: Þér leggið alltaf
áherzlu á „eggjahvítuefni til fóð-
urs“ og ,,fóðurgerla“. En við byrj-
uðum á því að ræða um eggjahvítu-
efni til manneldis. Hvernig fer þetta
saman?
Beljaev: Já, eggjahvítuefnin, sem
við vinnum úr olíuhráefni eru raun-
verulega ætluð til fóðurbætis. En
notkun þeirra eykur einmitt fram-
leiðni kvikfjárræktar og þannig fá-
um við meira af eggjahvítuefnum
úr þeim afurðum. Þetta er einmitt
verkefnið.
Fréttamaður: En þér sögðuð að
eggjahvítuefni örvera væri fullkom-
ið. Er ekki hægt að nota það beint
til manneldis?
Beljaev: Það eru framtíðarmál.
En til þess þarf enn að leysa úr
mörgum vísindalegum vandamál-
um. En eitt er fullljóst: Árangur sá,
sem nútíma örlíffræði hefur náð,
opnar nýja möguleika til að auka
matvælaframleiðslu mannkynsins.
☆