Úrval - 01.10.1971, Síða 89
ÞETTA ER FLUGVÉLARRÁN
87
ngi maðurinn og stúlk-
an héldust í hendur,
þegar þau stigu upp í
ísraelsku Boeing 707
þotuna í Amsterdam.
Flugþjónn einn minn-
ist þess, að honum hafi þá dottið í
hug, að þau væru líklega í brúð-
kaupsferð. Maðurinn var rúmlega
tvítugur, grannur en knálegur, lang-
leitur og með rauðleitt hár. Stúlk-
an var glæsileg, mittismjó, með sítt,
svart hár og ljósbrúnan litarhátt.
Hún var í ljósblárri dragt.
Flug númer 219 með ísraelska
flugfélaginu „E1 Al“ frá Tel Aviv til
New York um Amsterdam var næst-
um fullbókað, en unga parinu tókst
samt að finna sæti hlið við hlið
nokkrum sætaröðum fyrir aftan
skilrúmið, sem aðskildi fyrsta far-
rýmið og ferðamannafarrýmið. í
gluggasætinu við hlið þeim sat frú
Faye Schenk, bandarísk kona frá
New Yorkborg. Hún leit sem
snöggvast á unga parið og hugsaði
með sjálfri sér: „En hve þetta unga
fólk lítur vel út!“ En hún tók eftir
því, að þau skiptust ekki á einu
orði.
Rétt eftir klukkan 1 eftir hádegi
hóf flugvélin sig til flugs og tók svo
að hækka flugið upp í flughæð sína,
sem var 32.000 fet. Farþegarnir voru
148 talsins.
Skyndilega heyrði frú Schenk
„dýrslegt óp“ og leit undrandi upp.
Unga parið, sem setið hafði við hlið
henni, hafði sprottið á fætur og
stokkið fram á ganginn á milli sæta-
raðanna. Þau voru nú að hlaupa
fram eftir flugvélinni í áttina til
fyrsta farrýmis. Þau hrópuðu hvað
eftir annað „Yallah Yallah!“, en
það er arabiskt orð, sem merkir:
„Við skulum fara!“
Maðurinn hélt á silfurlitri skamm-
byssu í hendinni Hún var svo lítil,
að hún virtist vera leikfang. Konan
veifaði tveim sívölum hylkjum. Það
voru handsprengjur.
Þau hlupu fram eftir fyrsta far-
rými og komu svo að þjónustuklef-
anum. Það er sérstakur klefi til
notkunar fyrir áhöfn flugvélarinn-
ar. í fjarlægari enda klefans voru
dyr, sem lágu að stjórnklefanum.
Hurð sú var læst.
„Opnið!“ hrópaði maðurinn og
fór að lemja á hurðarhandfangið
með skammbyssu sinni. Konan stóð
á bak við hann með handsprengj-
urnar á lofti og hrópaði í aðvörun-
arskyni: ,,’É’g er búin að losa örygg-
isteinana!"
f þjónustuklefanum voru þrír