Úrval - 01.10.1971, Side 90
88
ÚRVAL
meðlimir áhafnarinnar. Það var yf-
irþjóninn, Abraham Eisenberg að
nafni, þjónninn Shlomo Vider og
flugfreyjan Jeanette Demerjean.
Sem ísraelskum þegnum hafði þeim
verið kennt að bregðast öðruvísi
við en starfsmönnum annarra flug-
félaga, ef tilraun yrði gerð til þess
að ræna flugvélinni. Það var búizt
við því af þeim, að þau brygðust
við sem hermenn, er orðið hafa fyr-
ir arabiskri árás.
Þennan dag, þ. 6. september 1970,
voru einnig tveir öryggisverðir í
flugvélinni, eins og venja var þessa
mánuði, þegar mjög ófriðlega horfði
í Miðausturlöndum. Annar öryggis-
vörðurinn var á ferðamannafarrým-
inu og hinn á fyrsta farrými. En
þessa stundina hafði öryggisvörður-
inn á fyrsta farrými einmitt skropp-
ið fram í stjórnklefann.
Það er ströng regla hjá „E1 Al“
flugfélaginu, að brynvarða hurðin
að stjórnklefanum skuli vera læst,
meðan gerð er tilraun til flugvélar-
ráns. Öryggisvörðurinn átti því ekki
margra kosta völ. Yfirgæfi hann
stjórnklefann, mundi hann þannig
opna hurðina fyrir flugvélarræn-
ingjunum, svo að þeir ættu því
greiðan aðgang að stjórnklefanum.
En yrði hann kyrr inni í stjórnklef-
anum, tækist þessum þrem meðlim-
um áhafnarinnar, sem í þjónustu-
klefanum voru, þeim Eisenberg, Vi-
der og Jeanette Demerjean, kann-
ske að ráða fram úr vandanum án
hans hjálpar, þar eð þau höfðu öll
verið þjálfuð í að verja flugvélina
„með kjafti og klóm“.
Flugvélarræningjarnir virtist sem
snöggvast verða óákveðnir, þegar
þeir komust að því, að hurðin að
stjórnklefanum var læst. Þegar Vi-
der tók eftir þessu, byrjaði hann að
rísa ofur hægt upp úr sæti sínu.
Karlræninginn sneri sér snögglega
við með byssuna í hendinni og
hleypti síðan af hcnni. Kannske var
það aðeins ætlun hans að vara ísra-
elska stax-fsfólkið við. En kúlan kom
í annan fót Viders.
Vider sá, að flugvélarræningjarn-
ir voru nú gripnir sífellt vaxandi
æsingu. Vider var að vísu særður,
en hann vissi, að hann yrði að taka
eitthvað til bragðs í hvelli. „Verið
ekki æst,“ sagði hann lágt og ró-
lega við flugvélarræningjana. „Leyf-
ið mér að tala við flugstjórann í
síma. Eg skal segja honum að opna
hurðina."
Flugvélarræningjarnir samþykktu
þetta. Vider ræddi við flugstjórann
á hebresku. Og hann lýsti yfir fullu
samþykki sínu við uppástungu flug-
stjórans um að fljúga áfram óbreytta
leið, eins og ekkert hefði í skorizt.
Hurðin var ekki opnuð.
Karlræninginn varð nú gripinn
örvæntingarfullri reiði. Hann greip
með handleggnum utan um háls
Jeanette aftan frá og miðaði byss-
unna á annað gagnauga hennar. Síð-
an dró hann hana að hurðinni að
stjórnklefanum og hrópaði: „Opnið
eða ég drep stúlkuna!"
Vider var særður, en hann gerði
sér grein fyrir því, að hann yrði
að gera eitthvað. Hann reis hægt á
fætur. Flugvélarræninginn miðaði
þá skammbyssunni tafarlaust á
hann. „Lofaðu mér að tala við flug-
stjórann,“ sagði Vider við hann.
Hann gekk nokkur skref í áttina til