Úrval - 01.10.1971, Qupperneq 90

Úrval - 01.10.1971, Qupperneq 90
88 ÚRVAL meðlimir áhafnarinnar. Það var yf- irþjóninn, Abraham Eisenberg að nafni, þjónninn Shlomo Vider og flugfreyjan Jeanette Demerjean. Sem ísraelskum þegnum hafði þeim verið kennt að bregðast öðruvísi við en starfsmönnum annarra flug- félaga, ef tilraun yrði gerð til þess að ræna flugvélinni. Það var búizt við því af þeim, að þau brygðust við sem hermenn, er orðið hafa fyr- ir arabiskri árás. Þennan dag, þ. 6. september 1970, voru einnig tveir öryggisverðir í flugvélinni, eins og venja var þessa mánuði, þegar mjög ófriðlega horfði í Miðausturlöndum. Annar öryggis- vörðurinn var á ferðamannafarrým- inu og hinn á fyrsta farrými. En þessa stundina hafði öryggisvörður- inn á fyrsta farrými einmitt skropp- ið fram í stjórnklefann. Það er ströng regla hjá „E1 Al“ flugfélaginu, að brynvarða hurðin að stjórnklefanum skuli vera læst, meðan gerð er tilraun til flugvélar- ráns. Öryggisvörðurinn átti því ekki margra kosta völ. Yfirgæfi hann stjórnklefann, mundi hann þannig opna hurðina fyrir flugvélarræn- ingjunum, svo að þeir ættu því greiðan aðgang að stjórnklefanum. En yrði hann kyrr inni í stjórnklef- anum, tækist þessum þrem meðlim- um áhafnarinnar, sem í þjónustu- klefanum voru, þeim Eisenberg, Vi- der og Jeanette Demerjean, kann- ske að ráða fram úr vandanum án hans hjálpar, þar eð þau höfðu öll verið þjálfuð í að verja flugvélina „með kjafti og klóm“. Flugvélarræningjarnir virtist sem snöggvast verða óákveðnir, þegar þeir komust að því, að hurðin að stjórnklefanum var læst. Þegar Vi- der tók eftir þessu, byrjaði hann að rísa ofur hægt upp úr sæti sínu. Karlræninginn sneri sér snögglega við með byssuna í hendinni og hleypti síðan af hcnni. Kannske var það aðeins ætlun hans að vara ísra- elska stax-fsfólkið við. En kúlan kom í annan fót Viders. Vider sá, að flugvélarræningjarn- ir voru nú gripnir sífellt vaxandi æsingu. Vider var að vísu særður, en hann vissi, að hann yrði að taka eitthvað til bragðs í hvelli. „Verið ekki æst,“ sagði hann lágt og ró- lega við flugvélarræningjana. „Leyf- ið mér að tala við flugstjórann í síma. Eg skal segja honum að opna hurðina." Flugvélarræningjarnir samþykktu þetta. Vider ræddi við flugstjórann á hebresku. Og hann lýsti yfir fullu samþykki sínu við uppástungu flug- stjórans um að fljúga áfram óbreytta leið, eins og ekkert hefði í skorizt. Hurðin var ekki opnuð. Karlræninginn varð nú gripinn örvæntingarfullri reiði. Hann greip með handleggnum utan um háls Jeanette aftan frá og miðaði byss- unna á annað gagnauga hennar. Síð- an dró hann hana að hurðinni að stjórnklefanum og hrópaði: „Opnið eða ég drep stúlkuna!" Vider var særður, en hann gerði sér grein fyrir því, að hann yrði að gera eitthvað. Hann reis hægt á fætur. Flugvélarræninginn miðaði þá skammbyssunni tafarlaust á hann. „Lofaðu mér að tala við flug- stjórann,“ sagði Vider við hann. Hann gekk nokkur skref í áttina til
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.