Úrval - 01.10.1971, Page 96

Úrval - 01.10.1971, Page 96
94 ÚRVAL Flugvélarræningjarnir sjálfir voru dæmigerðir fulltrúar fyrir meðlimi skæruliðasamtaka þessara. Enginn þeirra hafði náð þrítugsaldri. Og þeir tilheyrðu næstum allir hinni nýju kynslóð Palestínu-Araba, sem hefur orðið að þola það, að ísraels- menn hafa tekið yfirráðin í ætt- landi þeirra. Flestir þeirra hafa eytt æsku sinni í flóttamannabúðum Palestínu-Araba og alizt þar upp í óskaplega lélegum húsakynnum, haft naumt til matar og hafa fyllzt djúpu hatri gegn Israel, sem þeir hafa drukkið í sig frá unga aldri. Það er aðeins eitt, sem er tiltölu- lega gott í flóttamannabúðunum. Það eru skólarnir, sem eru styrktir af Sameinuðu þjóðunum. í þeim hefur ný kynslóð hlotið menntun og þjálfun síðustu 22 árin, kynslóð, sem stendur hinum eldri miklu framar. Því miður hefur sumt af þessu greinda, unga fólki tekið bylt- ingarkenningum opnum örmum vegna áhrifa þeirrar þjóðfélagslegu og stjórnmálalegu mismununar, sem það hefur mátt þola. Og í þessari ólgu óánægju og úlfúðar spruttu skæruliðasamtökin frelsishreyfing- ar Alþýðufylkingu Palestínu-Araba upp árið 1967. Samtök þessi hafa Mao að sínu leiðarljósi og verk Lenins að sínum hugsjónalega grundvelli. Eru þau róttækust af ýmsum skæruliðasamtökum Pale- stínu-Araba, og meðlimir þeirra vinna ósleitilega að því markmiði að vinna aftur ættland sitt og að sigra ísrael. Meðlimir þeirra eru nú taldir vera um 3500, þar með tald- ir ýmsir áhangendur þeirra erlend- is. Sá, sem vann mest af því að skipuleggja flugvélarránin og sam- ræma allar aðgerðir, var læknir, sem lagt hefur stund á læknisfræði við Ameríska háskólann í Beirut, dr. Waddi Haddad að nafni, 42 ára gamall, yfirmaður stjórnmáladeild- ar Alþýðufylkingar frelsishreyfing- arinnar. Byrjað var að vinna að ránsáætl un þessari í ágúst, skömmu eftir að Gamal Abdel Nasser, Egyptalands- forseti samþykkti vopnahlé við ísra- el, eftir að Bandaríkin höfðu lagt fram friðaráætlun sína. Samtök þessi voru í ofsalegri andstöðu við slíka þróun. Og því var samin um- fangsmikil áætlun, sem miðaði að því að beita Vesturveldin þvingun- um og auglýsa málstað Palestínu- Araba. Það virðist sem Haddad hafi til- tækt velþjálfað lið flugvélarræn- ingja. Leila Khlaed og félagi henn- ar höfðu til dæmis í fórum sínum ýtarlegar leiðbeiningar um notkun fjarskiptatækja og flugleiðir frá Ermasundi til Amman í Jórdaníu. Samtökin höfðu útvegað sér flug- kort yfir Evrópu og Miðausturlönd af þeirri tegund, sem notuð er af atvinnuflugmönnum. Flugvélarræn- ingjarnir kunnu ýmis undirstöðu- atriði í loftsiglingum og þekktu vel tækin í stjórnklefanum. Hand- sprengjur þeirra og skammbyssur voru ekki úr járni, og var slíkt með vilja gert, til þess að flugvélarræn- ingjarnir slyppu frekar í gegnum skoðunina á flugvöllunum, sem framkvæmd er með rafeindatækj- um, sem járn og stál eða járnkennd efni hafa áhrif á. Þessi flugvélarrán voru annars
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.