Úrval - 01.10.1971, Qupperneq 96
94
ÚRVAL
Flugvélarræningjarnir sjálfir voru
dæmigerðir fulltrúar fyrir meðlimi
skæruliðasamtaka þessara. Enginn
þeirra hafði náð þrítugsaldri. Og
þeir tilheyrðu næstum allir hinni
nýju kynslóð Palestínu-Araba, sem
hefur orðið að þola það, að ísraels-
menn hafa tekið yfirráðin í ætt-
landi þeirra. Flestir þeirra hafa eytt
æsku sinni í flóttamannabúðum
Palestínu-Araba og alizt þar upp í
óskaplega lélegum húsakynnum,
haft naumt til matar og hafa fyllzt
djúpu hatri gegn Israel, sem þeir
hafa drukkið í sig frá unga aldri.
Það er aðeins eitt, sem er tiltölu-
lega gott í flóttamannabúðunum.
Það eru skólarnir, sem eru styrktir
af Sameinuðu þjóðunum. í þeim
hefur ný kynslóð hlotið menntun og
þjálfun síðustu 22 árin, kynslóð,
sem stendur hinum eldri miklu
framar. Því miður hefur sumt af
þessu greinda, unga fólki tekið bylt-
ingarkenningum opnum örmum
vegna áhrifa þeirrar þjóðfélagslegu
og stjórnmálalegu mismununar, sem
það hefur mátt þola. Og í þessari
ólgu óánægju og úlfúðar spruttu
skæruliðasamtökin frelsishreyfing-
ar Alþýðufylkingu Palestínu-Araba
upp árið 1967. Samtök þessi hafa
Mao að sínu leiðarljósi og verk
Lenins að sínum hugsjónalega
grundvelli. Eru þau róttækust af
ýmsum skæruliðasamtökum Pale-
stínu-Araba, og meðlimir þeirra
vinna ósleitilega að því markmiði
að vinna aftur ættland sitt og að
sigra ísrael. Meðlimir þeirra eru nú
taldir vera um 3500, þar með tald-
ir ýmsir áhangendur þeirra erlend-
is. Sá, sem vann mest af því að
skipuleggja flugvélarránin og sam-
ræma allar aðgerðir, var læknir,
sem lagt hefur stund á læknisfræði
við Ameríska háskólann í Beirut,
dr. Waddi Haddad að nafni, 42 ára
gamall, yfirmaður stjórnmáladeild-
ar Alþýðufylkingar frelsishreyfing-
arinnar.
Byrjað var að vinna að ránsáætl
un þessari í ágúst, skömmu eftir að
Gamal Abdel Nasser, Egyptalands-
forseti samþykkti vopnahlé við ísra-
el, eftir að Bandaríkin höfðu lagt
fram friðaráætlun sína. Samtök
þessi voru í ofsalegri andstöðu við
slíka þróun. Og því var samin um-
fangsmikil áætlun, sem miðaði að
því að beita Vesturveldin þvingun-
um og auglýsa málstað Palestínu-
Araba.
Það virðist sem Haddad hafi til-
tækt velþjálfað lið flugvélarræn-
ingja. Leila Khlaed og félagi henn-
ar höfðu til dæmis í fórum sínum
ýtarlegar leiðbeiningar um notkun
fjarskiptatækja og flugleiðir frá
Ermasundi til Amman í Jórdaníu.
Samtökin höfðu útvegað sér flug-
kort yfir Evrópu og Miðausturlönd
af þeirri tegund, sem notuð er af
atvinnuflugmönnum. Flugvélarræn-
ingjarnir kunnu ýmis undirstöðu-
atriði í loftsiglingum og þekktu vel
tækin í stjórnklefanum. Hand-
sprengjur þeirra og skammbyssur
voru ekki úr járni, og var slíkt með
vilja gert, til þess að flugvélarræn-
ingjarnir slyppu frekar í gegnum
skoðunina á flugvöllunum, sem
framkvæmd er með rafeindatækj-
um, sem járn og stál eða járnkennd
efni hafa áhrif á.
Þessi flugvélarrán voru annars