Úrval - 01.10.1971, Side 112
110
ÚRVAL
Og morguninn 25 september brut-
ust jórdönsku hermennirnir í gegn-
um varnir skæruliðanna og æddu
inn í flóttamannabúðirnar A1 Wah-
dat. Brezku, þýzku og svissnesku
gíslarnir gátu heyrt jórdönsku her-
mennina nálgast. Fyrst heyrðust
konur og börn æpa skammt undan.
Mannþyrping tók á rás eftir þröngri
götunni meðfram húsinu, sem gísl-
arnir höfðust við í. Handsprengjur
sprungu stöðugt, og hávaðinn í þeim
kom sífellt nær. Ernst Vollenwei-
del, flugstjórinn frá Swissair, vildi
reyna að vekja athygli hermann-
anna á nærveru gíslanna, og tók
hann því það til bragðs að fara úr
hvíta nærbolnum sínum og veifa
honum út á milli rimlanna á mjóu
rifunni.
Varðmenn skæruliða höfðu nú
gufað upp, er hér var komið, og
Vollenweider hrópaði út um glugga-
boruna: „Fangar! Svisslendingar!
Englendingar!“ Skyndilega var litli
innri húsagarðurinn við húsið orð-
inn troðfullur af hermönnum með
rauðar húfur. Þeir brutu upp hurð-
ina. Svo heilsuðu þeir gíslunum með
handabandi og skellihlógu. En þá
kallaði liðsforingi einn næstum taf-
arlaust til þeirra: „Flýtið ykkur!
Komið!"
Gíslarnir gengu í halarófu út úr
húsinu og eltu bjargvætti sína eft-
ir þröngum götunum. Einn gíslanna
komst svo að orði, er hann skýrði
frá frelsuninni: „Menn í skriðdreka
voru að hreinsa til á götunum á
kerfisbundinn hátt. Þeir hleyptu
einmitt úr skriðdrekabyssu, þegar
við fórum fram hjá honum, og við
tókum ógurlegt viðbragð, sem kom
hermönnunum til þess að skella
upp úr. En þeir voru mjög glaðir
og ánægðir. svo ánægðir, að þeir
tæmdu alveg handvélbyssur sínar,
skutu hverri kúlunni á fætur ann-
arri eitthvað upp í loftið.“
Brátt höfðu hermennirnir komið
gíslunum á öruggan stað eftir mikla
þolraun, sem hafði staðið yfir í
næstum þrjár vikur. Nú var aðeins
eftir að finna 38 bandaríska gísla.
AÐSTOÐ FRÁ EGYPTALANDI
Þessa órólegu daga vann Nasser
forseti Egyptalands ákaft að því að
binda endi á götubardagana og að
forðast meiri háttar átök, sem hann
gerði sér grein fyrir, að væru í að-
sigi. Fyrst sendi hann háttsettan
sendimann til Amman til þess að
reyna að semja um vopnahlé milli
Husseins konungs og Yassers Ara-
fats, leiðtoga skæruliðanna. Báðir
þessir menn hunzuðu þessa við-
leitni hans. Þá boðaði hann til fund-
ar æðstu manna Arabaríkjanna á
Hiltonhótelinu í Kairó. En þeir
Hussein og Arafat neituðu báðir að
sækja fundinn. Þrátt fyrir fjarveru
þessara styrjaldaraðilja var ákveð-
ið á fundinum að senda skyldi frið-
arsamninganefnd til Amman, og
skyldi Gaafar Mohammed al-Nn-
meiry frá Súdan vera formaður
hennar.
Al-Nimeiry flaug tvisvar til Am-
man, enda þótt hann stofnaði sér
þannig í mikla hættu. Og þ. 25.
september, eða sama dag og fyrstu
gíslarnir fundust og voru frelsaðir,
tókst honum loks að telja báða
styrjaldaraðiljana á að gera vopna-
hlé.