Úrval - 01.10.1971, Page 113

Úrval - 01.10.1971, Page 113
ÞETTA ER FLUGVÉLARRÁN 111 Síðan skrifaði Heath forsætisráð- herra Breta Nasser og bað hann um að skerast í leikinn til þess að bjarga gíslunum. Þess vegna settu egypzk- ir sendiráðsstarfsmenn í Amman sig í samband við Alþýðufylking- una. Skæruliðarnir voru nú í of- boðslegri aðstöðu. Þeir höfðu ekk- ert vatn lengur, mjög lítinn mat, og þeir gátu ekki lengur tryggt öryggi gíslanna, sem þeir höfðu í haldi. Rétt eftir hádegi. þ. 26. september kom skæruliði einn, sem kvaðst heita Abu Khaled, loksins til húss- ins, sem bandarísku gíslarnir voru geymdir í. Khaled skýrði frá því, að það ætti að fara með Carroll flugstjóra TWA-þotunnar til eg- ypzka sendiráðsins, og skyldi skæru- liðastúlka fylgja honum þangað. Þar átti hann að koma á framfæri „lokakröfum" Alþýðufylkingarinn- ar. Þær voru þessar: Hún krafðist þess .að útgöngubanninu yrði af- létt og að hernaðarríkisstjórninni, sem Hussein konungur hafði mynd- að, yrði vikið frá. Hún krafðist rétt- ar til þess að grafa sína föllnu liðs- menn. Hún krafðist þess, að gengið yrði ríkt eftir því, að vopnahlés- samningarnir yrðu haldnir. Woods flugstjóri hélt af stað með skæruliðastúlkunni. Og nú gerðist allt með miklum hraða. Bandaríski verktakinn Feinstein skýrði síðar frá þessu með eftirfarandi orðum: ,,Ég var frammi í eldhúsi og var að opna baunadós. Þá kom skæruliði þangað inn í fylgd með Egypta og sagði: „Þið eruð öll frjáls!" Egypt- inn, sem gekk við staf, af því að hann var haltur, gekk síðan á und- an okkur gegnum bakgarðinn. Hann var mjög æstur. Hann sagðist ætla með okkur að langferðabilum frá Rauða krossinum. sem biðu skammt undan. Við eltum hann og gættum þess að ganga þétt upp við vegg- ina.“ „Margir Palestínu-Arabar fylgd- ust með ferðum okkar," sagði Miri- am Beeber. „Þeir vissu, að við vor- um á leið til frelsisins. Einn maður kom hlaupandi til okkar með lítið barn í fanginu: „Ameríka! Amer- íka!“ hrópaði hann. Hann vildi gefa okkur barnið, svo að við gætum farið með það til Ameríku. Hann hélt, að jórdönsku hermennirnir ætluðu að drepa alla í flóttamanna- búðunum, og hann langaði til þess að bjarga barninu." Langferðabílar Rauða krossins voru ekki, þar sem þeir áttu að vera. Og því batt Egyptinn, sem var stjórnarerindreki frá egypzka sendi- ráðinu, hvítum vasaklút við stafinn sinn, hóf hann svo á loft og gekk í fararbroddi fyrir gíslunum í gegn- um það „einskis manns land“, sem Amman var nú orðin. Það kváðu enn við byssuskot þrátt fyrir vopna- hléið. Loks kom Egyptinn hópnum fyrir í verksmiðju einni í miðborg Am- man og hélt af stað til þess að leita að langferðabílunum. Það liðu tvær ömurlegar klukkustundir, en að lok- um sneri hann til baka með full- trúa frá Rauða krossinum og lang- ferðabílana. Vélbyssukúlur þutu rétt hjá gíslunum, þegar þeir stigu upp í bílana. „Beygið ykkur!“ æpti Egyptinn. Og svo þutu langferða- bílarnir af stað. Stundarfjórðungi síðar komu þeir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.