Úrval - 01.10.1971, Blaðsíða 120
118
ÚRVAL
1. Hver var fyrsti
biskup í Skálholti?
2. Hvar eru Andes-
fjöllin?
3. Hver var það í
mannkynssögunni,
sem kallaður var
,,Litli liðþjálfinn“?
4. Hvað þýðir í fornu
máli að mynnast við
einhvern?
5. Hver spurði: ,,Á ég
að gæta bróður
míns?“
VIIZTU
6. Hvað þýddi orðið
óbótamaður til
forna?
7. Hver var Praxitel-
es?
8. Eftir hvern er bók-
in „Spitalasaga"?
9. Hvað heitir fiski-
málastjóri íslands?
10. Eftir hvern er leik-
ritið „Postulín“?
Svör á bls. 115.
Eina skepnan, lifandi eða útdauð,
sem þessi lýsing virðist eiga við, er
risaslangan Plesiosaurus, sem einn
náttúrufræðingur hefur lýst sem
slöngu, sem þrædd hefur verið í
gegnum skjaldböku.
Plesiosaurus gat náð allt að fimm-
tíu feta lengd, en hann dó út fyrir
sextíu milljónum ára, einmitt á
sama tíma og álitið var, að fiskur-
inn coelacanth hafi horfið úr höfum
jarðarinnar.
Það er freistandi að reyna að
draga samlíkingu af þessu, og sum-
ir vísindamenn, sem eru jafnframt
draumóramenn. hafa einmitt gert
bað. En um er að ræða eina al-
varlega mótbáru gegn þeirri kenn-
ingu, að svo stór skepna sem Ple-
siosaurus hafi getað lifað af allar
bessar aldir, án þess að menn hefðu
einhvern tíma orðið hennar varir
og gert sér grein fyrir því, hver
hún væri. Ástæðan er einföld: Þar
sem skepna sú þarf að anda að sér
lofti, líkt og hvalir, sæskjaldbökur
og sæsnákar, hlyti Plesiosaurus að
hafa orðið að halda sig ofarlega í
sjónum. Hann hefði orðið að koma
oft upp á yfirborðið tl þess að anda,
þveröfugt við fiskinn coelacanth. Sá
siðarnefndi getur sem sannur fiskur
lifað allt sitt líf hundrað föðmum
eða dýpra undir yfirborðinu, þar
sem auga mannsins fær eigi greint
hann.
Þeir, sem halda því fram, að hér
sé um sæslöngu að ræða, eru því í
vanda staddir. Sé skepnan skriðdýr
eða spendýr, sem verður að anda að
sér lofti, hvers vegna sást hún þá
ekki oftar en raun ber vitni um.
Flestar frásagnir gefa í skyn, að um
slík dýr sé að ræða, því að enginn