Úrval - 01.10.1971, Page 122

Úrval - 01.10.1971, Page 122
120 ÚRVAL íiskur heldur höfði sínu lengi upp úr sjónum í einu. Þá gæti skepna þessi ekki falið sig í djúpum hafs- ins líkt Og risakolkrabbinn, örugg fyrir rannsakandi augum sæfara og allra vísindamanna nema þeirra, sem kafa niður í djúpin í sérstök- um köfunarhylkjum. Ein skýring á þeirri staðreynd, að sæslöngur sjást sjaldan nú á dögum, gæti verið, að hin nýju skip okkar eru mjög hávaðasöm, en greina má hávaðann í skipsskrúfunum margar mílur neðansjávar. Nokkur skrið- dýr, sem i sjónum lifa, geta verið í kafi klukkustundum saman, ef þörf krefur. Þegar gufuskip nálgaðist, gæti taugaóstyrkur Plesiosaurus kafað dýpra og beðið þar kyrr, þangað til hávaðinn fjarlægðist. Eg held ekki, að þessi skýring sé nægi- lega góð. Þegar öllu er á botninn hvolft, er enn mikið til af seglskip- um og bátum, sem enga vél hafa, svo að maður nefni nú ekki menn þá, sem láta sig berast á flekum frá einu meginlandi til annars. Maður gæti vel ímyndað sér, að sumir þeirra hefðu átt að geta komið ein- hverri sæslöngu að óvörum. En samt ættu menn að minnast þess, að hvalur einn, sem eitt sinn var álitinn vera alveg útdauður, hefur nú sézt í torfum, sem nema mörgum hundruðum hver. Það er hvalur sá, sem gengur undir nafn- inu ,,False Diller", en hann getur orðið allt að átján fet á langd. Eng- inn náttúrufræðingur hafði nokkru sinni séð neinn þeirra lifandi fyrr en 1861, og hann var aðeins þekkt- ur vegna þess, að steingervingar af leifum hans höfðu fundizt. Að vísu er átján feta langur hvalur miklu athyglisverðari lifandi steingerving- ur en fjögurra feta langur coela- chant, en samt vekur hann ekki eins mikla undrun. Margar þúsund- ir sjómanna hafa líklega verið bún- ar að sjá hvaltegund þessa, áður en fiskifræðingum barst lifandi hvalur í hendur. Sjómennirnir hafa sjálf- sagt veitt honum litla athygli, held- ur álitið þetta vera stóra hnísu. Þannig getur venjulegt dýr svo sem ný hvaltegund farið ferða sinna ár- um saman, án þess að menn geri sér grein fyrir sérkennum hennar. En slíkt gæti varla skeð, hvað svo furðulega skepnu sem Plesiosaurus snertir. Önnur mótbára gegn því, að svo stór, óþekkt skepna geti lifað ofar- lega í sjónum, er sú, að þá ættu deyjandi eða dauðar sæslöngur að sjást á reki öðru hverju eða reka á fjörur. Þetta er algengt, hvað hvali og hákarla snertir, og getur hinum ólærðu veitzt erfitt að þekkja teg- undina af hinum risavöxnu, hálf- rotnuðu skrokkum. Rotnandi búr- hvalur líkist ekki neinni skepnu, sem uppi hefur verið eftir júratíma- bilið, en á því tímabili reikuðu risa- eðlurnar enn um jörðina. Þegar allt hold er rotnað af dauðum hvölum og hákörlum, og aðeins eftir hrygg- ur og rif, má auðveldlega villast á þessum leifum þeirra og álíta, að þetta séu leifar risaeðlu eða „ósvik- innar“ sæslöngu, og viðvaningar í náttúruvísindum hafa oft verið á þeirri skoðun. Þegar sérfræðingarn- ir hafa svo kollvarpað þessum stað- hæfingum, stundum á hæðnislegan hátt, hefur slíkt orðið til þess að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.