Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 20.12.2017, Blaðsíða 3

Bæjarblaðið Jökull - 20.12.2017, Blaðsíða 3
Börn sem leika sér eyða oft löngum tíma í undirbúning leiks. Það átti við þegar útbúið var bú, sem og þegar legóheimar eða play mobil heimar voru byggðir. Það gat tekið nokkra daga að byggja upp heiminn, en svo þegar allt var tilbúið að þá varð það oft þannig að sjálfur leikurinn var stuttur og í engu sam bandi við þann tíma og orku sem fór í undir bún­ inginn. Í dag má sjá þetta endur speglast í þeim mörgu tölvu leikjum sem felast í að smíða heima fremur en að lifa í þeim, þó svo að það fari stun­ dum saman. Nú lýkur senn jólafastan. Undirbúningur hátíðarinnar er að ljúka og framundan er sjálf hátíðin. Undanfarið hefur undir búningur jóla breyst mikið. Áður var húsið tekið allt í gegn og þrifið svo ekki einu sinni rykkorn fyndist, til dæmis á efri skápum, og öll aðventan fór þess að auki í innkaup, jóla­ korta skriftir og annað slíkt, sem olli stressi og margir voru upp­ gefnir þegar að hátíðinni kom. Nú eru margir búnir að mestu fyrir aðventuna og aðventan fer í að sækja ótal viðburði sem og efla andann, en hafa ekki forskeytið aðventu­ á undan heldur jóla­. Í raun viðburði sem tilheyra fremur hátíð en undir búningi. Svo er nú komið að margir eru þreyttir þegar kemur að jólum og nota hátíðina til hvíldar. Aðventan getur verið þá meiri hátíð en jólin sjálf. Fyrir tvö þúsund árum lögðu þrír vitringar á sig langt ferða­ lag. Þeir eru oft nefndir þrír kon ungar. Þeir voru frá fjar­ lægum löndum og lásu í stjörnur nar að máttugur konungur væri að fæðast. Ferða lag þeirra var mikið og margt gerðist á ferðalaginu, það var sem ævintýri líkast. Þegar þeir komu að fæðingarstaðnum snéru þeir ekki tilbaka. Þess í stað fóru þeir inn, lutu barninu sem konungi og færðu því konunglegar gjafir, hinar fyrstu jólagjafir. Það var ekki fyrr en eftir það sem þeir snéru heim. Ævintýri þeirra lifa vegna þess að þeir sáu barnið og lutu því. Þeir lentu í erfiðleikum vegna þess að konungur landsins vildi ekki að barnið lifði. Annað er gleymt. Nú eru jólin að koma. Nú er barnið að fæðast. Hvað gerir þú þegar þú kemur að jötu barnsins og jólin eru komin? Ferð þú heim til að hvílast? Ferð þú inn í húsið og lýtur konungi konunganna? Opnar þú hjartar þitt og býður það fram eins og sálmaskáldið?: „Þér gjöri’ eg ei rúm með grjót né tré, gjarnan læt ég hitt í té, vil ég mitt hjartað vaggan sé, vertu nú hér, minn kæri. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri.“ Jólin er hátíð barnsins, barnsins í þér. Hún er meira því hún er hátíð hjartans. Það er aldrei of seint að opna hjartað. Þar eru haldin sönn jól. Þar er enginn einn. Þar eru heilög jól. Þar skín ljós sem ekkert getur slökkt og hrekur burt allt myrkur. Þar er hin sanna hátíð og þér er boðið að taka þátt í henni. Höldum jól. Guð gefi ykkur öllum gleðilega hátíð! Óskar Ingi Ingason Jólakveðja Þorláksmessa 23/12 kl. 09 - 22 Aðfangadagur 24/12 kl. 10 - 14 Jóladagur 25/12 lokað Annar í jólum 26/12 kl. 13 - 18 Miðvikudaginn 27/12 kl. 10 - 22 Fimmtudaginn 28/12 kl. 09 - 22 Föstudaginn 29/12 kl. 09 - 22 Laugardaginn 30/12 kl. 09 - 22 Gamlársdaginn 31/12 kl. 10 - 16 Nýársdaginn 01/01 lokað Þriðjudaginn 02/01 kl. 10 - 22 Óskum Snæfellingum gleðilegra jóla og þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. 1.295,- 4.790,- 1.245,- 4.690,- 995,- Ýmislegt sniðugt í skóinn fyrir jólasveininn 4 ostborgarar, milli franskar, 2 dósir sósa og 2L Coke. 3 kjúklingaleggir, 1/2 L Coke og BBQ sósa 1.595,- Ostborgari 1/2 L Coke, franskar og sósa 16” TILBOÐ 16” pizza x 2 álegg 8 brauðstangir + sósa 2L Coke Hotwings 8 stk, 1/2 L Coke og BBQ sósa 2.395,- Djúpsteiktur fiskur 1/2 L Coke, franskar, salat og sósa Panini, og 1/2 L Coke

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.