Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 20.12.2017, Blaðsíða 20

Bæjarblaðið Jökull - 20.12.2017, Blaðsíða 20
Ásta Dóra Valgeirsdóttir hefur búið í Snæfellsbæ í 35 ár. Hún er frá Hafnarfirði og flutti þaðan vestur. Hún og eiginmaður hennar Ægir Ingvarsson héldu sín fyrstu jól saman fyrir 50 árum. Þá voru þau nýgift, hún heimavinnandi með ungabarn elsta son þeirra hjóna tveggja mánaða og hann á milli togara og því heima um jólin og hefur hann alltaf verið heima um jólin síðan þau kynntust. Undirbúningur fyrir jólin var hefðbundinn á margan hátt fyrir þann tíma. Allt var þrifið hátt og lágt gluggar, loft og veggir eins og þá tíðkaðist. Þau bjuggu við Otrateig í Reykjavík og gerðu allt saman. Var þetta til dæmis í eina skiptið sem þau bökuðu hafrakex saman en það er uppáhald eiginmannsins. Bakaðar voru 5 smákökusortir, rúsínukökur, amerískar pipar­ kökur, spesíur og dropakökur. Þar sem þau höfðu gift sig sumarið áður gátu þau leyst út spari merkin sín og áttu því auka pening. Enda veitti ekki af þar sem verið var að hefja búskap og voru keypt húsgögn, jólatré og lagður grunnur að þeirra jólaskrauti og jóla­ hefðum, eru nokkrar jólakúlur til ennþá. Gerðu þau allt saman til að undirbúa jólin sem ekki var algengt á þessum tíma og var Ægir mjög liðtækur í eld­ húsinu. Elduðu þau jólamatinn saman sem var lambahryggur með tilheyrandi. Ásta Dóra kemur úr stórri fjölskyldu þar sem var mikið fjör um jólin. Hún hafði ætlað sér að fara í kaffi til móður sinnar á aðfangadagskvöld. Höfðu þau svo sem ekkert rætt það sérstaklega en Ægir var vanur því að ef hann var ekki úti á sjó um jólin var hann heima og enduðu þau á því að ekkert var farið. Eftir að litla fjöl skyldan hafði borðað jóla­ matinn og opnað gjafirnar var því farið snemma að sofa enda hvorki sjónvarp eða videó í boði eins og nú er. Voru for­ eldrarnir því sofnaðir um klukkan hálf níu þetta aðfanga­ dagskvöld með ungabarninu. Voru þessi fyrstu jól þeirra mun öðru vísi en Ásta Dóra átti að venjast en yndisleg voru þau samt sem áður enda voru þau ung hún 18 ára og hann 22 ára. Önnur minning um jól sem stendur dálítið upp úr eru fyrstu jólin þeirra á Gufuskálum en þangað fluttu þau seint á árinu 1982. Í nóvember það ár byrjaði Ægir að vinna á Lóranstöðinni á Gufuskálum. Hann hafði farið einn vestur í nóvember og flogið en þarna var enn flogið vestur á Rif. Þekktu þau engann og kom Buff og spæld egg í jólamatinn Ægir og Ásta Dóra á heimili sínu í Rifi.

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.