Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 20.12.2017, Blaðsíða 38

Bæjarblaðið Jökull - 20.12.2017, Blaðsíða 38
LIONSKLÚBBURINN RÁN ÓLAFSVÍK Stofndagur 5. apríl 1994 1987 - 1994 21. janúar 1973 Lionsklúbburinn Rán, Ólafsvík Lionsklúbbur Ólafsvíkur Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar var lögð fram til samþykktar á bæjar stjórnarfundi fimmtu­ daginn 7. desember s.l. Fjár hags­ áætlunina sjálfa má nálgast á heimasíðu Snæ fellsbæjar snb.is. Fjár hags áætlunin var samþykkt samhljóða og var meðfylgjandi bókun lögð fram af því tilefni: “Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur unnið að gerð fjár hags­ áætlunar fyrir Snæfellsbæ. Þriðja árið í röð voru gjaldskrár leikskóla og grunnskóla ekki hækkaðar. Á nokkrum gjaldskrám varð smávægileg hækkun. Út svars prósenta í Snæfellsbæ verður óbreytt og sama er að segja um álagningarprósentu fasteigna gjalda. Bæjarstjórn vill vekja sérstaka athygli á álags­ prósentu gatnagerðargjalda, en sú prósenta var lækkuð út 6% í 2% fyrir íbúðarhúsnæði, sem er 300% lækkun. Sem dæmi, þá verða gatnagerðargjöld á 150 fermetra íbúðarhúsnæði u.þ.b. kr. 638.358.­ á árinu 2018, en gjöld fyrir samskonar húsnæði 2017 hefðu verið kr. 1.915.074.­ Þetta er gert til að koma til móts við þá sem hafa áhuga á að byggja og munu þá gatna­ gerðargjöld verða óverulegur kostnaður við byggingu íbúðar­ húss. Bæjarstjórn leggur á það áherslu að haldið verið áfram þeirri góðu þjónustu sem veitt er í sveitarfélaginu og að henni hlúð eins og kostur er. Styrkir til félagasamtaka hækka á árinu 2018 og verða rétt rúmar 38 milljónir. Að venju eru hæstu styrkirnir til barna­ og unglinga­ starfs íþróttafélaganna. Gert er ráð fyrir miklum framkvæmdum á árinu 2018, en gert er ráð fyrir að fjárfestingar ársins verði 446,5 milljónir króna, þar af 244,5 milljónir hjá Snæfellsbæ og 202 milljónir hjá hafnarsjóði. Stærstu fjárfestingar ársins eru framkvæmdir við nýjan gervigrasvöll í Ólafsvík, eða um 165 millj., endurnýjun á sundlauginni á Lýsuhóli, um 35 millj., hafnarframkvæmdir í Rifi og dýpkun hafnarinnar á Arnar­ stapa. Auk þess verður farið í ýmsar aðrar framkvæmdir hjá hafnarsjóði og aðrir smærri framkvæmdir hjá Snæfellsbæ. Fjárhagsstaða Snæfellsbæjar er góð og undanfarin ár hefur tekist að borga skuldir niður jafnt og þétt ásamt því að fjárfesta í innviðum samfélagsins. Ný lán voru tekin á árinu 2017 vegna mikilla framkvæmda og gert er ráð fyrir áframhaldandi lántöku á árinu 2018 til að fjármagna fyrir­ hugaðar framkvæmdir. Gert er ráð fyrir að langtímalán hækki því að raunvirði um rúmar 100 milljónir króna. Þrátt fyrir þessar lántökur og niðurgreiðslur lána gerum við samt sem áður ráð fyrir því að skuldahlutfall Snæfellsbæjar verði vel undir 90%, en skv. sveitar stjórnarlögum má skulda­ hlut fallið ekki fara yfir 150% og er þá Snæfellsbær vel innan marka. Hafnarsjóður Snæfellsbæjar er vel rekinn og verða miklar framkvæmdir á hans vegum árið 2018, eins og áður kemur fram, eða rúmar 200 m.kr. Hafnar­ sjóður er fjárhagslega vel stæður og skuldar engin langtímalán, og gerir ekki ráð fyrir lántöku á árinu 2018. Rekstur Snæfellsbæjar hefur verið með ágætum undanfarin ár og er það að miklu leyti því að þakka hversu gott samstarf hefur verið við forstöðumenn og starfs­ fólk Snæfellsbæjar. Bæjarstjórn Snæfellsbæjar treystir á að sam­ starfið verði áfram jafngott, því einungis þannig verður hægt að ná fram góðum rekstri. Samstarf í bæjarstjórn Snæ­ fells bæjar er gott og vann öll bæjar stjórn saman að gerð fjár­ hags áætlunar á sérstökum vinnu­ fundum sem haldnir voru og er full samstaða um alla liði fjár­ hagsáætlunar og er það afar mikil vægt að samstaða sé góð í bæjar stjórn. Björn H Hilmarsson Kristjana Hermannsdóttir Júníana Bj. Óttarsdóttir Rögnvaldur Ólafsson Kristján Þórðarson Fríða Sveinsdóttir Svandís Jóna Sigurðardóttir“ Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar árið 2018 Næsti Jökull Jökull kemur ekki út milli jóla og nýárs. Næsta blað kemur út fimmtudaginn 4. janúar og þarf að skila efni og auglýsingum fyrir kl. 16 þriðjudaginn 2. janúar Snæfellingum óskum við gleðilegra jóla og þökkum viðskiptin á árinu. Óskum Snæfellingum geðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Félag eldri borgara í Snæfellsbæ óskar Snæfellsbæingum og öðrum velunnurum gleðilegra jóla, árs og friðar. Nýir félagar ætíð velkomnir. Stjórnin.

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.