Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 20.12.2017, Blaðsíða 26

Bæjarblaðið Jökull - 20.12.2017, Blaðsíða 26
Þann 16. september festi Björgunarsveitin Klakkur kaup á nýjum Nissan Patrol jeppa sem er 44 tommu breyttur af Arctic trucks, hann leysir af hólmi 35 tommu breyttan Nissan Patrol ár gerð 2006 sem sveitin hefur átt í nokkur ár. Talsverð vinna hefur farið í að setja fjarskiptabúnað og önnur tæki og tól í bílinn en hann var til búinn núna rétt fyrir jól. Svona bíll er ekki ódýr og vill stjórn Klakks þakka þeim sem hafa styrkt sveitina, ein stakl­ ingum, fyrirtækjum og ekki síst Grundar fjarðarbæ. Já, ég kom að lokuðum dyrum í blómabúðinni hennar Mundu, Blóma verk! Það var leiðinlegt, ég sem ætlaði að gleðja vin með blómum, alltaf fengið svo falleg blóm hjá henni Mundu. En nú er hún hætt rekstri búðar innar og það er vissulega eftisjá í henni. Ég segi, að svona lítið bæjar­ félag eins og okkar megi ekki við því að missa neinn! En því miður gerist það að fyrirtæki hætti. Fyrirtæki sem við höfum kanski bara litið á sem sjálfsagðan hlut að þjónusti okkur. Ég vil þakka Mundu fyrir þjónustun í gegn um árin og óska henni velfarnaðar. Eins langar mig að koma þeirri skoðun minni á framfæri, að við hér í Snæfellsbæ erum mjög heppin með öll þau góðu fyrir tæki sem þjónusta okkur, það er þakkarvert. Meigum við öll eiga gleðileg jól! Ester Gunnarsdóttir Björgunarsveitin Klakkur fær nýjan bíl Ég kom að lokuðum dyrum Kæru vandamenn og vinir. Gleðileg jól, farsælt komandi ár. Megi Guð og lukka fylgja bátum og byggð yfir ókomna tíð Kærar kveðjur, Vigfús Kr. Vigfússon Gunnar Jóhannesson ehf, Grundarfirði, óskar viðskiptavinum sínum árs og friðar og þakkar viðskiptin á liðnu ári.

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.