Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 11.04.2019, Blaðsíða 4

Bæjarblaðið Jökull - 11.04.2019, Blaðsíða 4
Grunnskóli Snæfellsbæjar, norðan Heiðar sótti um Græn­ fánan í sjöunda sinn nú í mars. Skólar sem eru þátttakendur í verkefninu þurfa að sækja um fána á tveggja ára fresti. Þeir gangast þá undir ákveðið mat á stöðu umhverfismála í skólanum áður en þeir fá fánann afhendan. Síðustu tvö ár hafa starfsstöðvarnar á norðanverðu Nesinu unnið með þemunum átthagar og landslag ásamt lýðheilsu. Markmiðin sem umhverfisteymið setti sér voru að: Kynnast heimabyggð okkar betur, efla umhverfisvitund alls skólasamfélagsins, efla heilsu­ samlegan og umhverfis vænan lífsstíl, bæta umhverfi okkar, skólans og nánasta umhverfi hans, flokka og senda í endurvinnslu og endurnýta. Var það mat út tektar­ aðila að: „Það er greinilegt að í Grunnskóla Snæfellsbæjar fer fram metnaðarfullt og skapandi starf, þið hafið náð öllum markmiðum ykkar með glæsibrag.“ Jafnframt því að velja sér þemu og setja sér markmið þá þurfa skólar Á grænni grein að sýna fram á að þeir hafi stigið „skrefin sjö“. Okkar skóli fór þá nýstárlegu leið að setja upp heimasíðu þar sem verkefninu er vel útlistað, þemu, markmið tilgreind og skrefin sjö útlistuð. Hægt er að nálgast heimasíðuna á slóðinni https://sites.google. com/gsnbskoli.is/graenfanigsnb/ fors%C3%AD%C3%B0a. Að lokum segir í skýrslu úttektaraðilana að: „Skólinn hefur staðið sig mjög vel í verkefninu í gegnum árin og er alls ekki verið að slá slöku við. Þið hafið unnið skrefin sjö á metnaðarfullan og vandaðan hátt. Það verður mjög spennandi að fylgjast með ykkur vinna að nýju þemunum sem þið hafið valið. Á heildina litið er starfið mjög flott og skólinn til stakrar fyrirmyndar í verkefninu!“ Allar starfstöðvar skólans hafa verið þátttakendur í Græn fána­ verkefninu til fjölda ára. Þann 24. nóvember flögguðu nemendur og starfsfólk Grunnskóla Snæ­ fellsbæjar, Lýsuhólsskóla, sínum áttunda Grænfána en skólinn hefur verið virkur þátttakandi í verkefninu Skólar á grænni grein frá því að til þess var stofnað á Íslandi árið 2001. Starfsstöðvar skólans hafa þá allar fengið staðfestingu á góðri menntun og stöðu umhverfismála í skólanum sem við getum verið stolt af. Grænfáninn í Grunnskóla Snæfellsbæjar Hanna imgront 5. Bekk Hvernig bækur finnst þér skemmtilegast að lesa? Spennandi bækur, unglingabækur og ástarsögur Hvaða bók varstu að lesa síðast? Þín eigin hrollvekja Hver er uppáhaldsbókin þín ? Þín eigin þjóðsaga Hver er uppáhalds rithöfundurinn þinn ? David Williams Lestrar­ hestur vikunnar Olíudreifing | Hólmaslóð 8-10 | 101 Reykjavík | sími 550-9900 | odr@odr.is | www.oliudreifing.is Við leitum að bílstjóra með meirapróf á Snæfellsnesi. Um fjölbreytt starf er að ræða við olíudreifingu á tanka, skip og vinnu í olíubirgðastöð. Leitað er að einstaklingi sem hefur ríka þjónustulund og getur unnið sjálfstætt. Olíudreifing greiðir ADR námskeið og laun á námskeiðstíma fyrir þá bílstjóra sem ekki hafa ADR réttindi. Við hvetjum jafnt konur og karla til að sækja um störfin. Nánari upplýsingar veitir Helgi Marcher Egonsson í síma 550 9937. Sótt er um starfið á vef Olíudreifingar www.odr.is Sumarstarf hjá Meginstarfsemi Olíudreifingar er dreifing og birgðahald á fljótandi eldsneyti. Olíudreifing rekur einnig bifreiða-, járnsmíða-, dælu- og rafmagnsverkstæði. Starfsmenn félagsins eru um 130 talsins á starfsstöðvum víðsvegar um landið. Starfað er samkvæmt gæðavottuðum vinnuferlum. Nánari upplýsingar um Olíudreifingu ehf. má nálgast á www.oliudreifing.is. Olíudreifingu Ráðningartíminn getur verið sveigjanlegur,

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.