Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 11.04.2019, Blaðsíða 11

Bæjarblaðið Jökull - 11.04.2019, Blaðsíða 11
Tveir bátar úr Snæfellsbæ taka þátt í netarallinu að þessu sinni Magnús SH og Saxhamar SH. Hefur þeim gengið mjög vel Magnús landaði eingöngu í heimahöfn tímabilið 1. til 7. apríl en Saxhamar landaði 2 sinnum í Rifshöfn ásamt því að landa í Reykjavík. Þetta sama tímabil komu alls á land í Snæfellsbæ 1274 tonn í 94 löndunum þar af var landað 783 tonnum í 43 löndunum í Rifshöfn og 491 tonn í 51 löndun í Ólafsvík en ekkert var landað á Arnarstapa. Hjá dragnótabátunum var Steinunn SH landhæðs og landaði 160 tonnum í 7, Rifsari SH 68 tonnum í 3, Matthías SH 64 tonnum í 3, Guðmundur Jensson SH 48 tonnum í 2 og Egill SH 30 tonnum í 1 löndun. Einn grásleppubátur Rán SH landaði 9 tonnum í 5 löndunum. Sex handfærabátar lönduðu, í Ólafsvík lönduðu 5 bátar 7 tonnum í 9 löndunum og í Rifshöfn 1 bátur 2 tonnum í 3 löndunum. Hjá litlu línubátunum landaði Kristinn SH 55 tonnum í 4, Gullhólmi SH 36 tonnum í 3, Tryggvi Eðvarðs SH 31 tonni í 3, Sverrir SH 30 tonnum í 6, Særif SH 27 tonnum í 4, Lilja SH 23 tonnum í 5, Stakkhamar SH 21 tonni í 4, Bíldsey SH 20 tonnum í 4, Kári SH 4 tonnum í 2 og Álfur SH 3 tonnum í 1 löndun. Hjá stóru línubátunum landaði Tjaldur SH 86 tonnum í 2, Rifsnes SH 76 tonnum í 2, Örvar SH 47 tonnum í 1 og Hamar SH 38 tonnum í 1 löndun. Eins og fram kom í byrjun eru tveir bátar í Snæfellsbæ sem taka þátt í netarallinu þeir Magnús SH og Saxhamar SH og lönduðu þeir samtals 274 tonnum af heildarafla tímabilsins sem landað var í Snæfellsbæ en góð veiði var hjá öllum netabátunum og landaði Magnús SH 185 tonnum í 6, Saxhamar SH 194 tonnum í 5, Bárður SH 68 tonnum í 5 og Ólafur Bjarnason SH 47 tonnum í 5 löndunum. Eins og sést á myndunum sem Jón Bjarki Jónatansson stýri maður á Magnúsi tók er búið að vera mjög gott fiskerí á netarallinu hjá þeim. þa Aflabrögð Bæjarstjórn Snæfellsbæjar FUNDARBOÐ - 320. FUNDUR Fundur er boðaður í bæjarstjórn Snæfellsbæjar, fimmtudaginn 11. apríl 2019 og hefst hann í Ráðhúsi Snæfellsbæjar kl. 14:30 Dagskrá bæjarstjórnarfundarins: 1) Ársreikningur Snæfellsbæjar 2018 – fyrri umræða. 2) Fundargerð 303. fundar bæjarráðs, dags. 27. mars 2019. 3) Fundargerðir fræðslunefndar, dags. 25. febrúar, 2. apríl og 8. apríl 2019. 4) Fundargerð 182. fundar menningarnefndar, dags. 25. mars 2019. 5) Fundargerðir velferðarnefndar, dags. 11. mars og 2. apríl 2019. 6) Fundargerð 125. fundar umhverfis­ og skipulagsnefndar, dags. 28. mars 2019. 7) Fundargerðir 180. og 181. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 12. mars og 2. apríl 2019. 8) Fundargerð 56. stjórnarfundar Jeratúns ehf., dags. 14. mars 2019, ásamt ársreikningi 2018. 9) Fundargerð 411. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 22. mars 2019. 10) Fundargerð 869. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 15. mars 2019. 11) Fundargerð aðalfundar Búnaðarfélags Staðarsveitar, dags. 28. mars 2019, ásamt ályktunum félagsins, annars vegar varðandi ósk um að stofnanir Snfællsbæjar fái sem mest af góðum innlendum landbúnaðarafurðum og hins vegar varðandi þau umhverfisverkefni sem verið hafa í gangi. 12) Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 27. mars 2019, varðandi ósk um umsögn Snæfellsbæjar um umsókn Boðvíkur ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, frístundahús, að Jaðri 11 á Arnarstapa, Snæfellsbæ. 13) Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 2. apríl 2019, varðandi ósk um umsögn Snæfellsbæjar um umsókn Hellna ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, frístundahús, að Kjarvalströð 1 á Hellnum, Snæfellsbæ. 14) Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 2. apríl 2019, varðandi ósk um umsögn Snæfellsbæjar um umsókn Hellna ehf., um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, frístundahús, að Kjarvalströð 14 á Hellnum, Snæfellsbæ. 15) Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 3. apríl 2019, varðandi ósk um umsögn Snæfellsbæjar um umsókn Verslunarinnar Hrundar ehf., um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, íbúðir, að Mýrarholt 5 í Ólafsvík, Snæfellsbæ. 16) Bréf frá N4 Sjónvarp, dags. 8. apríl 2019, varðandi ósk um samstarf við Snæfellsbæ um gerð þáttaraðarinnar Að vestan árið 2019. 17) Bréf frá skipulags­ og byggingafulltrúa, dags. 8. apríl 2019, varðandi samþykki bæjarstjórnar á endurauglýsingu deiliskipulags vegna ferðaþjónustu á Arnarfelli. 18) Bréf frá fræðslunefnd, dags. 8. apríl 2019, varðandi eldvarnarhurðir á leikskólanum Kríubóli. 19) Bréf frá leikskólastjóra, dags. 9. apríl 2019, varðandi tímasetningu skólaslita Grunnskóla Snæfellsbæjar. 20) Bréf frá skipulags­ og byggingafulltrúa, ódags., varðandi lækkun á umferðarhraða og fjölgun umferðarmerkja. 21) Áætlun um tekjur og framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2019. 22) Bréf frá Þjóðskjalasafni Íslands, dags. 27. mars 2019, varðandi tilmæli vegna skjalavörslu og skjalastjórnun í Snæfellsbæ. 23) Bréf frá Samgöngu­ og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 4. apríl 2019, varðandi akstursþjónustu fyrir fatlað fólk 2019. 24) Yfirlýsing Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 3. apríl 2019, varðandi lífskjarasamninga 2019­2022. 25) Bréf frá Brunabót, dags. 25. mars 2019, varðandi styrktarsjóð EBÍ 2019. 26) Fréttatilkynning afmælisnefndar aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. 27) Húsnæðisáætlun Snæfellsbæjar 2019­2027 28) Jafnréttisáætlun Snæfellsbæjar 29) Minnispunktar bæjarstjóra. Snæfellsbæ, 9. apríl 2019 Kristinn Jónasson, bæjarstjóri SNÆFELLSBÆR þar sem jökulinn ber við loft...

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.