Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 11.04.2019, Blaðsíða 8

Bæjarblaðið Jökull - 11.04.2019, Blaðsíða 8
Á næstunni ætlar HSH að kynna þau félög sem eru innan HSH. Fyrsta félagið sem er kynnt til leiks er Ungmennafélag Grundar­ fjarðar. Í stjórn starfsárið 2018­2019 eru, Sigríður G. Arnardóttir, formaður, Dagný Ósk Guðlaugsdóttir, gjaldkeri, Halldóra Dögg Hjör­ leifs dóttir, ritari, Ragnar Smári Guð mundsson, meðstjórnandi og Tómas Freyr Kristjánsson, með­ stjórnandi. Ungmennafélag Grundarfjarðar hefur haldið úti sex íþróttagreinum fyrir börn fædd á árunum 2002 til 2017 starfsárið 2018­ 2019. Á vegum félagsins starfa 8 þjálfarar sem sjá um þjálfun í blaki, fimleikum, frjálsum íþróttum, körfubolta, fótbolta og íþróttaskóla fyrir yngstu iðkendur. Þjálfarar eru Blak, Gréta Sigurðardóttir Fimleikar, Halla Karen Gunnars­ dóttir Fótbolti, Brynjar Vilhjálmsson og Hilmar Björnsson Fótbolti stubbar, Hilmar Björnsson og Pétur Steinar Jóhannsson Frjálsar íþróttir, Kristín Halla Haraldsdóttir Íþróttaskóli, Einar Þór Jóhannsson Körfubolti, Lára Magnúsdóttir Félagið heldur úti um 25 tímum í íþróttahúsi Grundarfjarðar yfir vetrartímann, yfir sumartímann býður félagið uppá fótbolta, sund og frjálsar íþróttir. Haustið 2018 hélt félagið fund með foreldraráði hverrar íþróttagreinar og þjálfurum þar sem farið var yfir starfsemi félagsins og hlutverk foreldraráðs. Á þeim fundi var ákveðið að bjóða uppá ruglviku þar sem stundataflan yrði opin og hverjum sem vildi boðið að koma og mæta á æfingar. Ruglvikan fór svo þannig fram að hver þjálfari dró miða með íþróttagrein sem félagið býður uppá og átti að þjálfa í eina viku. Þjálfarar máttu ekki fá sína eigin grein, því vikan var hugsuð sem uppbrot og skemmtun fyrir iðkendur. Ruglvikan tókst mjög vel og mættu einstaklingar á æfingar sem ekki hafa stundað íþróttir hjá félaginu. Mikið af viðburðum hafa verið hjá félaginu og má þar til nefna að Gunnleifur Gunnleifsson bauð uppá markmannsnámskeið í íþróttahúsinu sem var vel sótt af iðkendum alls staðar af nesinu og mikil ánægja með. Á Rökkurdögum bauð Ungmennafélagið uppá fyrirlestur um ofnotkun netsins­ skjáfíkn, fyrirlesari var Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur. Fyrirlesturinn var mjög fróðlegur og mun félagið bjóða nemendum grunnskólans uppá fyrirlestur hjá Eyjólfi á vorönn 2019. Gaman er frá því að segja að félagið tók þátt í Íþróttaviku Evrópu þar sem markmiðið var að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi. Félagið bauð nemendum Eldhamra og grunnskólans á þrautaskemmtun þar sem allar íþróttagreinar félagsins voru kynntar. Þrautaskemmtunin tókst mjög vel og var vel sótt af iðkendum og foreldrum. Milli jóla og nýárs var foreldrabolti í fótbolta sem var ótrúlega skemmtilegt og sérstaklega þegar foreldrarnir settu saman lið og kepptu á móti þeim yngri. Ungmennafélagið fékk styrk til kaups á pannavelli sem er væntanlegur í byrjun árs 2019. Ungmennafélag Grundarfjarðar hefur átt gott samstarf í frjálsum íþróttum, fótbolta og körfu­ bolta við HSH, SAM­VEST, Snæ­ fells nes­samstarfið og Snæfell Stykkis hólmi. Það er greinilegt að mikið og flott starf er í gangi í Grundarfirði og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Allar upplýsingar eru úr ársskýrslu UMFG. Kynning á UMFG Við verðum á Stykkishólmi 14.apríl næstkomandi frá kl. 12:00-16:00 í Lionshúsinu. Allt að 50% afsláttur! Skór, fatnaður, vinsælar vörur frá Eirberg, Sportvörum og Bætiefnabúllunni Hlökkum til að sjá ykkur! Austurvegi 11, Selfossi Virka daga 10-18 Laugardaga 10-16 Studiosport.is

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.