Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 11.04.2019, Blaðsíða 6

Bæjarblaðið Jökull - 11.04.2019, Blaðsíða 6
Guðmundur Runólfsson hf er rótgróið fjölskyldufyrirtæki í Grundarfiði. Eigendur þess eru börn Guðmundar Runólfssonar og Ingibjargar S. Kristjánsdóttur, þau Runólfur, Kristján, Páll, Ingi Þór, Guðmundur Smári, María og Unn steinn ásamt mökum og Móses Geir mundssyni frænda þeirra. Í byrjun febrúar á þessu ári var tekið í notkun nýtt fisk­ vinnslu hús hjá fyrirtækniu. Er fisk vinnslu húsið eitt full komn­ asta ef ekki fullkomnasta fisk­ vinnslu hús á landinu og stærsta iðnaðar verkefni á Íslandi á árinu og eitt stærsta verkefni sem ráðist hefur verið í á Snæfellsnesi. Húsið sjálft er hannað af ASK og Verkís arkitektarstofu, það var síðan steypt á staðnum af iðnaðar­ mönnum af svæðinu ásamt Ístaki. Íslenskt hugvit er í hávegum haft og er allur nýi búnaður vinnslunnar frá 3X á Ísafirði, Marel og Baader­Ísland. Einnig kemur frystibúnaðurinn fyrir utan vélabúnaðinn frá Kælismiðjunni Frosti. Allt skipulagið var teiknað af eigendum og sáu þau sjálf um val á vélbúnaði sem valinn var út frá þeirra reynslu og þekkingu sem er mikil enda hafa þau staðið í þessum rekstri í mörg ár. Þegar nýja vinnslan var sett í gang tók fyrirtækið stórt skref fram á við en áður en ráðist var í þetta verkefni var fyrirtækið með vinnslu sem var við að að úreldast og er nú komið með vinnslu á heimsmælikvarða. Í nýju vinnslunni er hugað að öllu og sá möguleiki er fyrir hendi að vinna nær allan fisk í neytenda­ pakkningar og gert ráð fyrir nýjustu tækni. Bygging vinnslunnar tók tum það bil eitt ár en tekin var tákn ræn skóflustunga þann 2. júní 2017 á sjómannadaginn. Í des ember það sama ár var svo byrjað að moka fyrir grunninum og um það bil ári síðar eða 22. desember 2017 var skrifað undir við verktaka um byggingu nýju fiskvinnslunnar. Þegar hætt var vinnslu í gamla húsnæðinu í nóvem ber síðastliðnum var engu starfsfólki sagt upp heldur var öllum haldið á launaskrá og það sent á íslenskunámskeið og nám­ skeið í átthagafræðum sem skilaði mjög góðum árangri og er líklega einsdæmi hjá fyrirtækjum og til mikillar eftirbreytni. Með þessu héldu þeir starfsfólki sínu og þeirri þekkingu sem það hefur safnað sér en starfsmannavelta hefur ekki verið mikil hjá fyrirtækinu. Vinna nú í raun sami fjöldi og fyrir breytingar og er fyrirtækið að huga að því að auka við starfsfólk. Upphafið hefur gengið ágætlega þó það hafi verið ýmsir hnökrar sem búið er að sníða af með framleiðendum tækjanna. Er það ekkert óeðlilegt þegar litið er til þess að verið var að taka í gagnið algjörlega nýja verksmiðju. Flestir taka eitt og eitt nýtt tæki í notkun og tekur oft tíma að fínpússa það en það eina sem er kemur úr gömlu vinnslunni í þá nýju eru flökunarvélar og auðvitað starfsfólkið allt annað er nýtt. Eigendum G. Run óskum við til ham ingju með vel heppnaða fram kvæmd. þa Fullkomin fiskvinnsla í Grundarfirði

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.