Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 11.04.2019, Blaðsíða 1

Bæjarblaðið Jökull - 11.04.2019, Blaðsíða 1
Framkvæmdir við á lóð verð­ andi Þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellis sandi hófust með form­ leg um hætti á síðasta föstudag. Um hverfis ráð herra Guð mundur Ingi Guð brands son var af því til­ efni kominn í heim sókn. Hóf hann framkvæmdir með tákn rænum hætti þegar hann stökk upp í gröfu og byrjaði að grafa. Við þetta tækifæri var einnig viðstödd fyrirrennari hans í em bætii, Sigrún Magnúsdóttir sem hafði fyrir þremur árum tekið fyrstu skóflustunguna að mið­ stöðinni. Bæjarbúum var einnig boðið til að fagna þessum tíma­ mótum og að athöfn lokinni var boðið upp á kaffi og kleinur í Sjó­ minja safninu. Verkið var boðið út fyrr á þessu ári og bárust þrjú tilboð í verkið. Stafnafell ehf átti lægsta tilboðið og mun vinna verkið. Sem felur í sér að grafa fyrir húsi, bílaplani. lögnum og fyllingu undir sökkla og burðarlags undir bílastæði á lóð. Stærð lóðarinnar er um það bil 11.500 m2 og stærð fyrirhugaðs hús á henni u.þ.b. 700 m2. Helstu magntölur í verkinu eru girðingar 260 m, gröftur 3.000 m3 og þar af losun klappar 800 m3, fyllingar 2.500 m3 og vinnsla hrauns 250 m3. Eru verklok áætluð í maí á þessu ári. þa 872. tbl - 19. árg. 11. apríl 2019 Vinna hefst við Þjóðgarðsmiðstöð Útgáfa næstu vikur Útgáfudagar Bæjarblaðsins Jökuls næstu vikur: miðvikudaginn 17. apríl, skila þarf efni mánudag 15. apríl föstudaginn 26. apríl, skila þarf efni þriðjudag 23. apríl mmtudaginn 2. maí, skila þarf efni mánudag 29. apríl

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.