Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 11.04.2019, Blaðsíða 2

Bæjarblaðið Jökull - 11.04.2019, Blaðsíða 2
Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og dreift á hvert heimili í Snæfellsbæ og Grundarfirði. Blaðið kemur út vikulega. Upplag: 1.100 Áb.maður: Jóhannes Ólafsson Prentun: Steinprent ehf. Sandholt 22a, Ólafsvík 355 Snæfellsbæ Netfang: steinprent@simnet.is Sími: 436 1617 Útgerðin opnaði í Ólafsvík á síðasta föstudag. Útgerðin sem staðsett er í Pakkhúsinu í Snæ­ fellsbæ mun bjóða upp á minja­ gripi, handverk, sæl kera vörur, íslenska hönnun og léttar veitingar svo sem boozt, skyr, vefjur og annað léttmeti. Að sögn Rutar Rangarsdóttur eiganda Útgerðarinnar heppn­ aðist opnunin stórvel og var hún ánægð með fjöldann sem mætti en um 150 manns kíktu við. Við opnunina var boðið upp á smakk á drykkjum, engiferskotum og fleiru sem á boðstólum verður. Einnig var opið um helgina og voru flestir þeir sem komu við þá daga heimamenn. Sagðist Rut vera enn aðeins að finna taktinn með opnunartíma og mun á næstunni opna alla daga klukkan 10:00 og hafa opið eitthvað frameftir degi. Hún ætlar einnig að hafa opið alla páskana og að fastari opnunartími kæmi síðar. Óskum við Rut innilega til ham­ ingju með þenna fallega stað sem er góð viðbót við það sem fyrir er í bæjarfélaginu. Á myndinni eru þær mægður Rut Ragnarsdóttir og Aðalheiður Aðal steins dóttir sem munu standa vaktina í Útgerðinni. þa Fjölmenni við opnun Útgerðarinnar Samgöngu­ og sveitar­ stjórnar ráðherra hefur úthlutað styrkjum að upphæð 71,5 milljónum króna til verkefna á vegum sex landshlutasamtaka sveitarfélaga. Styrkjunum er úthlutað til sértækra verkefna á sóknaráætlunarsvæðum fyrir árið 2019 í takt við stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018­ 2024 (aðgerð C1). Alls bárust 19 umsóknir um styrki að fjárhæð rúmar 278 m.kr. fyrir árið 2019. Þriggja manna valnefnd fór yfir umsóknir og gerði tillögur til ráðherra. Eitt af verkefnunum sem hljóta styrk árið 2019 er Gestastofa Snæ fells ness á Breiðabliki. Samtök sveitarfélaga á Vestur­ landi fær styrk til að efla Gesta­ stofu Snæfellsness. Í umsögn segir að Gestastofan gegnir lykil hlutverki við eflingu ferða­ þjónustu á sunnanverðu nesinu. Þar verður miðlað upplýsingum og þekkingu um svæðið til ferðamanna. Styrkurinn nýtist til endurbóta á húsnæði og lagfæringa á umhverfi þess. Verkefnið er styrkt um 10.000.000 kr. á árinu 2019, en hlaut 15 m. kr. styrk úr sama sjóði árið 2018. Styrkur til Gestastofu á Breiðabliki Þau eru ófá vorverkin hjá starfsmönnum Vegagerðarinnar og hafa þeir því í nógu að snúast þó snjórinn hörfi. Eitt af vorverkunum er að laga þær holur sem hafa komið yfir veturinn og eru þær ansi margar. Eru tonnin af olíumöl sem starfsmenn Vegagerðarinnar eru búnir að handleika orðin nokkur. Svæðið sem starfsstöð Vegagerðarinnar í Ólafsvík sér um er víðfemt en það nær að Narfeyri að norðanverðu á nesinu og að Haffjarðará að sunnanverðu sem eru um 390 kílómetrar og þar af eru um 240 kílómetrar með bundnu slitlagi. Einnig munu starfsmenn skifta út þeim stikum sem þarf á svæðinu en þær losa rétt rúmlega 13 þúsund. þa Vorverkin

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.