Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 18.06.2020, Blaðsíða 1

Bæjarblaðið Jökull - 18.06.2020, Blaðsíða 1
Snæfellsbær hefur sett upp nýtt þjón ustu hús á tjaldsvæðinu á Hellis sandi. Húsið kemur til með að bæta að stöð una á tjaldsvæðinu til muna. Húsið er úr forsteyptum ein­ ingum frá BM Vallá og var því komið fyrir á tjaldsvæðinu í síðustu viku. Nú hefst vinna við að steypa plötu, setja þak á það og annan frágang áður en það verður tekið í notkun. Með húsinu er stór bæting á aðstöðu og má þar nefna fjölgun salerna og bætingu á sturtu að stöðu. Tjaldsvæðið á Hellissandi hefur notið vaxandi vinsælda undan­ farin ár og er þetta liður í því verk­ efni bæjarins að bæta þjónustu og aðbúnað við tjald svæðið. Þess má geta að á síðasta ári gistu um 17.000 gestir á tjald svæð­ um Snæ fellsbæjar í Ólafsvík og á Hellis sandi. 930. tbl - 20. árg. 18. júní 2020 Ólafsbraut 55, Ólafsvík Sími: 436 1212 Þónokkur aukning varð á veiði í maí 2020 miðað við árið á undan í höfnunum á Snæ fells­ nesi. Hafnirnar sem um ræðir eru á Arnarstapa, Grundarfirði, Ólafsvík, Rif og Stykkishólmi. Í maí 2019 var 7.295.770 kg landað í höfnunum fimm á Snæ­ fells nesi en í maí á þessu ári var 8.823.894 kg landað. Um er að ræða rúmlega 20% aukningu milli ára hér á Snæ­ fells nesi sem er töluvert meira en gengur og gerist á landinu. Sam­ kvæmt tölum Hagstofu Íslands var aukningin á landsvísu um 3%. Veiði í maí eykst milli ára Nýtt þjónustuhús á tjaldsvæðinu á Hellissandi Gréta Björgvinsdóttir s: 770 0188 Guðný Bjarnadóttir s: 869 7522 www.borgutfor.is Borg útfararþjónusta borg@borgutfor.is Fagmennska – virðing –umhyggja Önnumst alla þætti útfarar af fagmennsku, með virðingu og umhyggju að leiðarljósi. Í persónulegum samtölum förum við yfir óskir og þarfir ástvina.Við þjónum og styðjum. ÚTFARARÞJÓNUSTA VESTURLANDS Jökull Bæjarblað jokull@steinprent.is steinprent@simnet.is 436 1617 Höfn: Maí 2020 Maí 2019 Arnarstapi 657.050 kg 527.498 kg Grundarfjörður 2.867.647 kg 1.512.011 kg Ólafsvík 2.550.252 kg 2.188.080 kg Rif 2.567.818 kg 2.875.136 kg Stykkishólmur 181.127 kg 193.045 kg Samtals: 8.823.894 kg 7.295.770 kg

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.